Telur slæmt ef skuldir ríkisins lækka mikið meira Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. apríl 2018 18:30 Aðeins fimm ríki innan OECD hafa lægri ríkisskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir óskynsamlegt að skuldir ríkissins lækki mikið meira vegna þess mikilvæga hlutverks sem ríkið gegni á skuldabréfamarkaði. Skuldir íslenska ríkisins eru núna 32 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands eftir síðustu kaup ríkisins á eigin skuldabréfum. Aðeins fimm OECD-ríki hafa lægri skuldahlutafall ríkissjóðs en Ísland. Þetta eru Tyrkland, Lúxemborg, Sviss, Noregur og Eistland.Sjálfstæð peningastefna gerir kröfur til ríkisins Í umræðunni á Íslandi hefur það viðhorf fest rætur að nálgast eigi stöðu ríkissjóðs eins og heimilisbókhald og það sé gott að ríkissjóður skuldi sem minnst. Er það æskilegt? Og hvers vegna? Sjálfstæð peningastefna með krónu gerir margvíslegar kröfur til ríkisins. Ein þeirra er að viðhalda markaði með ríkisskuldabréf í krónum og móta þannig vaxtaviðmið. Skuldahlutfall ríkisins nálgast nú því sem það var fyrir hrun. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka segir að það sé ekki æskilegt að skuldir ríkisins lækki mikið meira. „Það mætti segja að skuldir ríkisins fyrir hrun hafi verið í algjöru lágmarki. Það hefur verið bent á, meðal annars af Seðlabankanum í skýrslum eftir hrun, að skuldlítill ríkissjóður fyrir hrun á sínum tíma hafi hamlað eðlilegri verðmyndun á skuldabréfamarkaði,“ segir Kristrún. Hægt að vera skuldlaus ef ríki eru í myntsamstarfi Tvö OECD ríki, Eistland og Lúxemborg, eru einu ríkin með skuldastöðu við eða undir 22 prósent sem er markmið ríkissjóðs fyrir árið 2023. Bæði þessi ríki eru í myntsamstarfinu um evruna. „Þessi ríki geta haft skuldahlutafallið lágt. Ef þú ert ekki með sjálfstæðan gjaldmiðil þá þarftu ekki að halda úti markaði með ríkisskuldabréf. Þetta er bara kostnaður sem fylgir því að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. Það fylgja því bæði kostir og gallar að geta skapað sinn eigin markað fyrir ríkisskuldabréf. Ríkið getur þá skuldað og gefið út í sömu mynt. Ríkið lendir ekki í skuldavandræðum því það getur, tæknilega séð, prentað sína eigin peninga. En það getur líka verið kostur að láta einhvern annan um þetta og úthýst kostnaðinum til stærri ríkja,“ segir Kristrún. Hún segir erfitt að festa einhverja ákveðna tölu fyrir skuldahlutfallið. Það megi vel hugsa sér að skuldir ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu lækki um nokkrar prósentur til viðbótar. „Það má alveg velta því fyrir sér, ef við erum að fara inn í tímabil þar sem fólk hefur áhyggjur af því að það verði takmarkaður hagvöxtur og minni umsvif, þá er kannski ekkert óeðlilegt að það sé farið í það, líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn benti á í tilviki Þýskalands og Hollands, að fjárfesta til framtíðar og reyna að skapa aukið framboð á markaði. Í stað þess að keppast við það í dag að borga niður skuldir til þess að sitja uppi með uppsafnaða fjárfestingu eftir tíu ár en skuldlausan ríkissjóð,“ segir Kristrún. Sjá má frétt Stöðvar 2 um málið í spilaranum fyrir ofan. Viðtalið við Kristrúnu Frostadóttur í heild sinni má nálgast hér fyrir neðan. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Aðeins fimm ríki innan OECD hafa lægri ríkisskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir óskynsamlegt að skuldir ríkissins lækki mikið meira vegna þess mikilvæga hlutverks sem ríkið gegni á skuldabréfamarkaði. Skuldir íslenska ríkisins eru núna 32 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands eftir síðustu kaup ríkisins á eigin skuldabréfum. Aðeins fimm OECD-ríki hafa lægri skuldahlutafall ríkissjóðs en Ísland. Þetta eru Tyrkland, Lúxemborg, Sviss, Noregur og Eistland.Sjálfstæð peningastefna gerir kröfur til ríkisins Í umræðunni á Íslandi hefur það viðhorf fest rætur að nálgast eigi stöðu ríkissjóðs eins og heimilisbókhald og það sé gott að ríkissjóður skuldi sem minnst. Er það æskilegt? Og hvers vegna? Sjálfstæð peningastefna með krónu gerir margvíslegar kröfur til ríkisins. Ein þeirra er að viðhalda markaði með ríkisskuldabréf í krónum og móta þannig vaxtaviðmið. Skuldahlutfall ríkisins nálgast nú því sem það var fyrir hrun. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka segir að það sé ekki æskilegt að skuldir ríkisins lækki mikið meira. „Það mætti segja að skuldir ríkisins fyrir hrun hafi verið í algjöru lágmarki. Það hefur verið bent á, meðal annars af Seðlabankanum í skýrslum eftir hrun, að skuldlítill ríkissjóður fyrir hrun á sínum tíma hafi hamlað eðlilegri verðmyndun á skuldabréfamarkaði,“ segir Kristrún. Hægt að vera skuldlaus ef ríki eru í myntsamstarfi Tvö OECD ríki, Eistland og Lúxemborg, eru einu ríkin með skuldastöðu við eða undir 22 prósent sem er markmið ríkissjóðs fyrir árið 2023. Bæði þessi ríki eru í myntsamstarfinu um evruna. „Þessi ríki geta haft skuldahlutafallið lágt. Ef þú ert ekki með sjálfstæðan gjaldmiðil þá þarftu ekki að halda úti markaði með ríkisskuldabréf. Þetta er bara kostnaður sem fylgir því að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. Það fylgja því bæði kostir og gallar að geta skapað sinn eigin markað fyrir ríkisskuldabréf. Ríkið getur þá skuldað og gefið út í sömu mynt. Ríkið lendir ekki í skuldavandræðum því það getur, tæknilega séð, prentað sína eigin peninga. En það getur líka verið kostur að láta einhvern annan um þetta og úthýst kostnaðinum til stærri ríkja,“ segir Kristrún. Hún segir erfitt að festa einhverja ákveðna tölu fyrir skuldahlutfallið. Það megi vel hugsa sér að skuldir ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu lækki um nokkrar prósentur til viðbótar. „Það má alveg velta því fyrir sér, ef við erum að fara inn í tímabil þar sem fólk hefur áhyggjur af því að það verði takmarkaður hagvöxtur og minni umsvif, þá er kannski ekkert óeðlilegt að það sé farið í það, líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn benti á í tilviki Þýskalands og Hollands, að fjárfesta til framtíðar og reyna að skapa aukið framboð á markaði. Í stað þess að keppast við það í dag að borga niður skuldir til þess að sitja uppi með uppsafnaða fjárfestingu eftir tíu ár en skuldlausan ríkissjóð,“ segir Kristrún. Sjá má frétt Stöðvar 2 um málið í spilaranum fyrir ofan. Viðtalið við Kristrúnu Frostadóttur í heild sinni má nálgast hér fyrir neðan.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira