Telur slæmt ef skuldir ríkisins lækka mikið meira Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. apríl 2018 18:30 Aðeins fimm ríki innan OECD hafa lægri ríkisskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir óskynsamlegt að skuldir ríkissins lækki mikið meira vegna þess mikilvæga hlutverks sem ríkið gegni á skuldabréfamarkaði. Skuldir íslenska ríkisins eru núna 32 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands eftir síðustu kaup ríkisins á eigin skuldabréfum. Aðeins fimm OECD-ríki hafa lægri skuldahlutafall ríkissjóðs en Ísland. Þetta eru Tyrkland, Lúxemborg, Sviss, Noregur og Eistland.Sjálfstæð peningastefna gerir kröfur til ríkisins Í umræðunni á Íslandi hefur það viðhorf fest rætur að nálgast eigi stöðu ríkissjóðs eins og heimilisbókhald og það sé gott að ríkissjóður skuldi sem minnst. Er það æskilegt? Og hvers vegna? Sjálfstæð peningastefna með krónu gerir margvíslegar kröfur til ríkisins. Ein þeirra er að viðhalda markaði með ríkisskuldabréf í krónum og móta þannig vaxtaviðmið. Skuldahlutfall ríkisins nálgast nú því sem það var fyrir hrun. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka segir að það sé ekki æskilegt að skuldir ríkisins lækki mikið meira. „Það mætti segja að skuldir ríkisins fyrir hrun hafi verið í algjöru lágmarki. Það hefur verið bent á, meðal annars af Seðlabankanum í skýrslum eftir hrun, að skuldlítill ríkissjóður fyrir hrun á sínum tíma hafi hamlað eðlilegri verðmyndun á skuldabréfamarkaði,“ segir Kristrún. Hægt að vera skuldlaus ef ríki eru í myntsamstarfi Tvö OECD ríki, Eistland og Lúxemborg, eru einu ríkin með skuldastöðu við eða undir 22 prósent sem er markmið ríkissjóðs fyrir árið 2023. Bæði þessi ríki eru í myntsamstarfinu um evruna. „Þessi ríki geta haft skuldahlutafallið lágt. Ef þú ert ekki með sjálfstæðan gjaldmiðil þá þarftu ekki að halda úti markaði með ríkisskuldabréf. Þetta er bara kostnaður sem fylgir því að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. Það fylgja því bæði kostir og gallar að geta skapað sinn eigin markað fyrir ríkisskuldabréf. Ríkið getur þá skuldað og gefið út í sömu mynt. Ríkið lendir ekki í skuldavandræðum því það getur, tæknilega séð, prentað sína eigin peninga. En það getur líka verið kostur að láta einhvern annan um þetta og úthýst kostnaðinum til stærri ríkja,“ segir Kristrún. Hún segir erfitt að festa einhverja ákveðna tölu fyrir skuldahlutfallið. Það megi vel hugsa sér að skuldir ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu lækki um nokkrar prósentur til viðbótar. „Það má alveg velta því fyrir sér, ef við erum að fara inn í tímabil þar sem fólk hefur áhyggjur af því að það verði takmarkaður hagvöxtur og minni umsvif, þá er kannski ekkert óeðlilegt að það sé farið í það, líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn benti á í tilviki Þýskalands og Hollands, að fjárfesta til framtíðar og reyna að skapa aukið framboð á markaði. Í stað þess að keppast við það í dag að borga niður skuldir til þess að sitja uppi með uppsafnaða fjárfestingu eftir tíu ár en skuldlausan ríkissjóð,“ segir Kristrún. Sjá má frétt Stöðvar 2 um málið í spilaranum fyrir ofan. Viðtalið við Kristrúnu Frostadóttur í heild sinni má nálgast hér fyrir neðan. Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar Sjá meira
Aðeins fimm ríki innan OECD hafa lægri ríkisskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir óskynsamlegt að skuldir ríkissins lækki mikið meira vegna þess mikilvæga hlutverks sem ríkið gegni á skuldabréfamarkaði. Skuldir íslenska ríkisins eru núna 32 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands eftir síðustu kaup ríkisins á eigin skuldabréfum. Aðeins fimm OECD-ríki hafa lægri skuldahlutafall ríkissjóðs en Ísland. Þetta eru Tyrkland, Lúxemborg, Sviss, Noregur og Eistland.Sjálfstæð peningastefna gerir kröfur til ríkisins Í umræðunni á Íslandi hefur það viðhorf fest rætur að nálgast eigi stöðu ríkissjóðs eins og heimilisbókhald og það sé gott að ríkissjóður skuldi sem minnst. Er það æskilegt? Og hvers vegna? Sjálfstæð peningastefna með krónu gerir margvíslegar kröfur til ríkisins. Ein þeirra er að viðhalda markaði með ríkisskuldabréf í krónum og móta þannig vaxtaviðmið. Skuldahlutfall ríkisins nálgast nú því sem það var fyrir hrun. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka segir að það sé ekki æskilegt að skuldir ríkisins lækki mikið meira. „Það mætti segja að skuldir ríkisins fyrir hrun hafi verið í algjöru lágmarki. Það hefur verið bent á, meðal annars af Seðlabankanum í skýrslum eftir hrun, að skuldlítill ríkissjóður fyrir hrun á sínum tíma hafi hamlað eðlilegri verðmyndun á skuldabréfamarkaði,“ segir Kristrún. Hægt að vera skuldlaus ef ríki eru í myntsamstarfi Tvö OECD ríki, Eistland og Lúxemborg, eru einu ríkin með skuldastöðu við eða undir 22 prósent sem er markmið ríkissjóðs fyrir árið 2023. Bæði þessi ríki eru í myntsamstarfinu um evruna. „Þessi ríki geta haft skuldahlutafallið lágt. Ef þú ert ekki með sjálfstæðan gjaldmiðil þá þarftu ekki að halda úti markaði með ríkisskuldabréf. Þetta er bara kostnaður sem fylgir því að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. Það fylgja því bæði kostir og gallar að geta skapað sinn eigin markað fyrir ríkisskuldabréf. Ríkið getur þá skuldað og gefið út í sömu mynt. Ríkið lendir ekki í skuldavandræðum því það getur, tæknilega séð, prentað sína eigin peninga. En það getur líka verið kostur að láta einhvern annan um þetta og úthýst kostnaðinum til stærri ríkja,“ segir Kristrún. Hún segir erfitt að festa einhverja ákveðna tölu fyrir skuldahlutfallið. Það megi vel hugsa sér að skuldir ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu lækki um nokkrar prósentur til viðbótar. „Það má alveg velta því fyrir sér, ef við erum að fara inn í tímabil þar sem fólk hefur áhyggjur af því að það verði takmarkaður hagvöxtur og minni umsvif, þá er kannski ekkert óeðlilegt að það sé farið í það, líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn benti á í tilviki Þýskalands og Hollands, að fjárfesta til framtíðar og reyna að skapa aukið framboð á markaði. Í stað þess að keppast við það í dag að borga niður skuldir til þess að sitja uppi með uppsafnaða fjárfestingu eftir tíu ár en skuldlausan ríkissjóð,“ segir Kristrún. Sjá má frétt Stöðvar 2 um málið í spilaranum fyrir ofan. Viðtalið við Kristrúnu Frostadóttur í heild sinni má nálgast hér fyrir neðan.
Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar Sjá meira