Körfubolti

Nat-vélin spilar ekki áfram í Njarðvík næsta vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Ágúst Nathanaelsson.
Ragnar Ágúst Nathanaelsson. Vísr/Andri Marinó

Ragnar Ágúst Nathanaelsson spilar ekki með Njarðvík í Domino´s deild karla næsta vetur. Njarðvíkingar tilkynntu í dag að samstarfi Njarðvíkur og miðherjans verði ekki áframhaldið á næstu leiktíð.

Ragnar snéri aftur í Domino´s deildina í vetur eftir ársdvöl á Spáni. Hann valdi Njarðvík en það var ekki eina félagið sem vildi fá hann síðasta sumar.

Ragnar var með 8,0 stig og 8,0 fráköst að meðaltali í leik í Domino´s deildinni í vetur sem eru mun lægri tölur en þegar hann spilaði með liði Þórs í Þorlákshafnar veturinn 2015-16. Þá var Ragnar með 13,0 stig og 11,9 fráköst að meðaltali í leik.

Einar Árni Jóhannsson er tekinn við Njarðvíkurliðinu og hann þjálfaði Ragnar í Þorlákshöfn fyrir tveimur árum. Þeir vinna hinsvegar ekki aftur saman næsta vetur.

„Ákvörðun Njarðvíkur og Ragnars var sameiginleg og skilja leiðir í bróðerni. Undirbúningur fyrir næstu leiktíð er þegar hafinn í Ljónagryfjunni og greinum við frá frekari gangi mála um leið og unnt er,“ segir í frétt á heimasíðu Njarðvíkur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.