Brugga fyrsta tómatbjórinn Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 12. apríl 2018 13:09 Friðheimar bjóða upp á fyrsta tómatbjórinn á Íslandi. Aðsend mynd „Það kom upp hugmynd í vetur og okkur langaði að taka hana skrefinu lengra og brugga bjór,“ segir Knútur Rafn Ármann garðyrkjubóndi og eigandi Friðheima. Í dag bjóða þau sveitungum og velunnurum að koma og smakka fyrsta tómatbjórinn á Íslandi. Bjórinn er bruggaður í samstarfi við brugghúsið Ægisgarð á Granda í Reykjavík og er „léttur sumar-stemmnings bjór,“ að sögn Knúts. Knútur segir bjórinn byrja í sölu hjá þeim í Friðheimum en síðan komi í ljós hvort hann fari í almenna sölu. Knútur og fjölskylda keyptu Friðheima árið 1995 og byrjuðu að taka á móti gestum í gróðurhúsið fyrir tíu árum. Síðan þá hefur reksturinn stækkað umtalsvert. „Við opnuðum gestastofuna árið 2008 og tókum á móti 900 gestum það árið. Í fyrra komu svo 160 þúsund gestir og sennilega koma um 170 til 180 þúsund gestir í ár.“ Knútur segir engin áform um að stækka veitingastaðinn, þau vilji halda í gæðin frekar en að auka fjölda gesta. En þau stefna að því að auka framleiðsluna á tómötum, enda eru Friðheimar garðyrkjustöð í grunninn.Ferðaþjónustan er orðin umfangsmesti hluti rekstrarins og eru 40 fastráðnir starfsmenn allt árið í Friðheimum. Á sumrin eru starfsmenn 50 talsins vegna anna í ferðaþjónustu og hestasýningum, en í Friðheimum er einnig stunduð hrossarækt. „Það er jákvætt í ferðaþjónustunni að geta haldið 40 starfsmönnum allt árið,“ segir Knútur og bætir við að hann sé stoltur af því að vera með alþjóðlegt samfélag í Friðheimum. Það sé mikill styrkur að velja fólk frá mismunandi löndum í starfsliðið enda komi ferðamenn frá mörgum löndum í heimsókn til þeirra. Starfsmannavelta er ekki mikil en þau fá um 20 til 30 starfsumsóknir um starf í mánuði. Þau geta því valið fólk inn í starfsemina, sem sé jákvætt.Veitingastur er í gróðurhúsi Friðheima innan um tómatplöntur.Aðsend myndKnútur segir gaman hversu margir Íslendingar heimsæki Friðheima á veturna, en á sumrin séu þetta útlendingar til hálfs á við Íslendinga. Veitingastaðurinn er opinn allan ársins hring frá klukkan 12 til 16 en nú þegar séu einhverjir dagar fullbókaðir í sumar. Hann hvetur því fólk til að bóka fyrir fram ætli það sér að koma í heimsókn. Hann segir að lokum mörg tækifæri vera í kortunum fyrir Friðheima og bjart sé fram undan. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04 Friðheimar hljóta nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. 17. nóvember 2017 10:58 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
„Það kom upp hugmynd í vetur og okkur langaði að taka hana skrefinu lengra og brugga bjór,“ segir Knútur Rafn Ármann garðyrkjubóndi og eigandi Friðheima. Í dag bjóða þau sveitungum og velunnurum að koma og smakka fyrsta tómatbjórinn á Íslandi. Bjórinn er bruggaður í samstarfi við brugghúsið Ægisgarð á Granda í Reykjavík og er „léttur sumar-stemmnings bjór,“ að sögn Knúts. Knútur segir bjórinn byrja í sölu hjá þeim í Friðheimum en síðan komi í ljós hvort hann fari í almenna sölu. Knútur og fjölskylda keyptu Friðheima árið 1995 og byrjuðu að taka á móti gestum í gróðurhúsið fyrir tíu árum. Síðan þá hefur reksturinn stækkað umtalsvert. „Við opnuðum gestastofuna árið 2008 og tókum á móti 900 gestum það árið. Í fyrra komu svo 160 þúsund gestir og sennilega koma um 170 til 180 þúsund gestir í ár.“ Knútur segir engin áform um að stækka veitingastaðinn, þau vilji halda í gæðin frekar en að auka fjölda gesta. En þau stefna að því að auka framleiðsluna á tómötum, enda eru Friðheimar garðyrkjustöð í grunninn.Ferðaþjónustan er orðin umfangsmesti hluti rekstrarins og eru 40 fastráðnir starfsmenn allt árið í Friðheimum. Á sumrin eru starfsmenn 50 talsins vegna anna í ferðaþjónustu og hestasýningum, en í Friðheimum er einnig stunduð hrossarækt. „Það er jákvætt í ferðaþjónustunni að geta haldið 40 starfsmönnum allt árið,“ segir Knútur og bætir við að hann sé stoltur af því að vera með alþjóðlegt samfélag í Friðheimum. Það sé mikill styrkur að velja fólk frá mismunandi löndum í starfsliðið enda komi ferðamenn frá mörgum löndum í heimsókn til þeirra. Starfsmannavelta er ekki mikil en þau fá um 20 til 30 starfsumsóknir um starf í mánuði. Þau geta því valið fólk inn í starfsemina, sem sé jákvætt.Veitingastur er í gróðurhúsi Friðheima innan um tómatplöntur.Aðsend myndKnútur segir gaman hversu margir Íslendingar heimsæki Friðheima á veturna, en á sumrin séu þetta útlendingar til hálfs á við Íslendinga. Veitingastaðurinn er opinn allan ársins hring frá klukkan 12 til 16 en nú þegar séu einhverjir dagar fullbókaðir í sumar. Hann hvetur því fólk til að bóka fyrir fram ætli það sér að koma í heimsókn. Hann segir að lokum mörg tækifæri vera í kortunum fyrir Friðheima og bjart sé fram undan.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04 Friðheimar hljóta nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. 17. nóvember 2017 10:58 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04
Friðheimar hljóta nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. 17. nóvember 2017 10:58