Viðskipti innlent

Tollar á pítsur falla niður

Grétar Þór Sigurðsson skrifar
Innfluttar pizzur gætu lækkað í verði eftir næstu mánaðamóti, sama hvort þær eru með ananas eða ekki.
Innfluttar pizzur gætu lækkað í verði eftir næstu mánaðamóti, sama hvort þær eru með ananas eða ekki. Vísir/Getty

Tollar á ýmsum matvörum frá ríkjum Evrópusambandsins lækka 1. maí næstkomandi, þegar tollasamningur Íslands og ESB sem gerður var haustið 2015, tekur gildi. Tollar á hina ýmsu vöruflokka falla niður, svo sem á pítsur, fyllt pasta, ýmsar súkkulaðivörur og kex.

Oftast er um magntolla að ræða, fasta krónutölu sem leggst ofan á hvert kíló viðkomandi vöru.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að verð á viðkomandi vörum ætti að lækka eftir tollabreytinguna, lækkunin verði þó í einhverjum tilvikum ekki mikil. Hann bendir á að það taki tíma fyrir verðlækkanir að koma fram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.