Körfubolti

Blikar áfram með konu við stjórnvölinn: Margrét tekur við af Hildi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Sturlaugsdóttir  og Sigríður H. Kristjánsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks.
Margrét Sturlaugsdóttir og Sigríður H. Kristjánsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Breiðablik

Margrét Sturlaugsdóttir verður næsti þjálfari kvennaliðs í Domino´s deild kvenna en Breiðablik gekk frá ráðningu hennar í dag.

Margrét tekur við af Hildi Sigurðardóttur sem stýrði liðinu á síðasta tímabili. Ásamt því að stýra meistaraflokknum mun Margrét halda áfram sem þjálfari yngri flokka hjá félaginu.

Blikar verða því áfram með konu í brúnni en Hildur var eina konan sem var aðalþjálfari í Domino´s deildinni á síðustu leiktíð.

Undir stjórn Hildar komu Blikar mjög á óvart á sínu fyrsta ári og voru með í baráttunni um úrvalsdeildarsæti þar til að liðið gaf aðeins eftir á lokakaflanum.

Margrét á það sameiginlegt með Hildi að hafa unnið marga Íslands- og bikarmeistaratitla á sínum ferli sem leikmaður í íslensku kvennadeildinni.

Margrét er þrautreyndur þjálfari með mikla reynslu af þjálfun síðan 1989. Hún hefur þjálfað lið Keflavíkur í Domino´s deildinni. Einnig er Margrét fyrst kvenna á íslandi til að komast inn í þjálfaranám FECC hjá FIBA og klárar það á næsta ári.

Lovísa Falsdóttir, elsta dóttir Margrétar, spilar með Breiðabliksliðinu í vetur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.