Vettel hékk á sigrinum í háspennu í Barein Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. apríl 2018 16:53 Vettel fagnar eftir sigurinn í dag mynd/ferrari Þjóðverjinn Sebastian Vettel sigraði kappaksturinn í Barein í Formúlu 1 eftir frábæran endasprett þar sem Valeri Bottas sótti hart að honum. „Dekkin voru búin. Algjörlega búin. Mamma mía,“ sagði Vettel í talstöðvarbúnaðinn í bílnum eftir að hann kom í mark. Ef hringirnir hefðu verið 58 en ekki 57 hefði Bottas mögulega náð að stela sigrinum því hann át upp muninn á síðustu tíu hringjunum. Liðsfélagi Bottas á Mercedes, Lewis Hamilton, varð í þriðja sætinu. Vettel hefur nú unnið fyrstu tvö mót tímabilsins og það hefur ekki gerst á þessari öld að sá ökuþór sem vinni fyrstu tvo kappakstrana endi ekki upp sem heimsmeistari. Kimi Raikkonen, sem byrjaði keppnina í öðru sæti, þurfti að hætta keppni eftir að hann keyrði á starfsmann Ferrari við dekkjarskipti. Starfsmaðurinn var fluttur á sjúkrahús og er ekki vitað um ástand hans, hann er þó ekki talinn vera í lífshættu. Formúla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel sigraði kappaksturinn í Barein í Formúlu 1 eftir frábæran endasprett þar sem Valeri Bottas sótti hart að honum. „Dekkin voru búin. Algjörlega búin. Mamma mía,“ sagði Vettel í talstöðvarbúnaðinn í bílnum eftir að hann kom í mark. Ef hringirnir hefðu verið 58 en ekki 57 hefði Bottas mögulega náð að stela sigrinum því hann át upp muninn á síðustu tíu hringjunum. Liðsfélagi Bottas á Mercedes, Lewis Hamilton, varð í þriðja sætinu. Vettel hefur nú unnið fyrstu tvö mót tímabilsins og það hefur ekki gerst á þessari öld að sá ökuþór sem vinni fyrstu tvo kappakstrana endi ekki upp sem heimsmeistari. Kimi Raikkonen, sem byrjaði keppnina í öðru sæti, þurfti að hætta keppni eftir að hann keyrði á starfsmann Ferrari við dekkjarskipti. Starfsmaðurinn var fluttur á sjúkrahús og er ekki vitað um ástand hans, hann er þó ekki talinn vera í lífshættu.
Formúla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira