Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. mars 2018 19:00 Markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands þurrkaðist út í gær. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. Ólögmæt hagnýting hugbúnaðar- og greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica á persónuuplýsingum 50 milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna 2016 er eitt mesta áfall sem Facebook hefur orðið fyrir frá stofnun en greint var frá málinu fyrir helgi. Cambridge Analytica vann fyrir framboð Donalds Trumps og er talið að gagnagrunnar fyrirtækisins hafi nýst við greiningu og kortlagningu á stjórnmálaviðhorfum fólks í aðdraganda kosninganna. Cambridge Analytica tókst að safna persónuupplýsingum um Bandaríkjamenn með útgáfu alls kyns smáforrita eða appa. Ef notendur sóttu sér eitthvað af þessum öppum gat fyrirtækið nálgast allar persónuupplýsingar um notandann og alla vini viðkomandi á Facebook. Smátt og smátt tókst fyrirtækinu að safna persónuupplýsingum um 50 milljónir Bandaríkjamanna en með þessu er fyrirtækið sagt hafa brotið gegn skilmálum Facebook. Hlutabréf í Facebook lækkuðu um 6,8 prósent í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs í gær eftir að greint var frá málinu og þurrkaðist út 36,7 milljarða dollara markaðsverðmæti hlutabréfa fyrirtækisins. Það er jafnvirði tæplega 3.700 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar þá var öll landsframleiðsla Íslands á síðasta ári 2.555 milljarðar króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Lækkunin á hlutabréfum Facebook í gær jafngildir því um einn og hálfri landsframleiðslu Íslands. Og bréfin í Facebook héldu áfram að lækka í dag eftir opnun markaða. Frekari vandamál gætu verið framundan fyrir Facebook. Vera kann að fyrirtækið hafi brotið gegn skilmálum sáttargerðar sem það gerði við Federal Trade Commission, viðskipta- og samkeppnieftirlitið í Bandaríkjunum, árið 2011. Með sáttinni samþykkti fyrirtækið að gera notendum Facebook með skýrum hætti grein fyrir því ef persónuupplýsingum þeirra yrði miðlað til þriðja aðila. Þá á Facebook hugsanlega yfir höfði sér málshöfðanir frá fjárfestum sem keyptu hlutabréf í fyrirtækinu í góðri trú á þeirri forsendu að fyrirtækið myndi virða skilmála sáttargerðarinnar. Gísli Halldórsson sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum.Snýr að kjarnanum í starfseminni Gísli Halldórsson sjóðstjóri í hlutabréfastýringu hjá Íslandssjóðum segir að markaðir hafi brugðist hart við því málið snúi að kjarnanum í starfsemi Facebook sem sé hagnýting á persónuupplýsingum notenda.Má því segja að viðskiptamódel Facebook sé í hættu? „Já, án nokkurs vafa. Fyrirtækið hefur níutíu og átta prósent tekna sinna af auglýsingasölu. Það er því allur reksturinn undir að það skerðist ekki með einhverjum hætti. Facebook er með tvo milljarða virka notendur á síðunni og hver þeirra skilar fyrirtækinu að meðaltali í kringum tuttugu dollurum á ári en þessi tala var í fimm dollurum fyrir fimm árum síðan. Þannig að ef þessi þróun skerðist með einhverjum hætti þá mun það klárlega hafa afleiðingar,“ segir Gísli. Hann segir erfitt að segja til um hvaða afleiðingar málið muni hafa fyrir Facebook og það komi til með að skýrast á næstu vikum. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands þurrkaðist út í gær. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. Ólögmæt hagnýting hugbúnaðar- og greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica á persónuuplýsingum 50 milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna 2016 er eitt mesta áfall sem Facebook hefur orðið fyrir frá stofnun en greint var frá málinu fyrir helgi. Cambridge Analytica vann fyrir framboð Donalds Trumps og er talið að gagnagrunnar fyrirtækisins hafi nýst við greiningu og kortlagningu á stjórnmálaviðhorfum fólks í aðdraganda kosninganna. Cambridge Analytica tókst að safna persónuupplýsingum um Bandaríkjamenn með útgáfu alls kyns smáforrita eða appa. Ef notendur sóttu sér eitthvað af þessum öppum gat fyrirtækið nálgast allar persónuupplýsingar um notandann og alla vini viðkomandi á Facebook. Smátt og smátt tókst fyrirtækinu að safna persónuupplýsingum um 50 milljónir Bandaríkjamanna en með þessu er fyrirtækið sagt hafa brotið gegn skilmálum Facebook. Hlutabréf í Facebook lækkuðu um 6,8 prósent í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs í gær eftir að greint var frá málinu og þurrkaðist út 36,7 milljarða dollara markaðsverðmæti hlutabréfa fyrirtækisins. Það er jafnvirði tæplega 3.700 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar þá var öll landsframleiðsla Íslands á síðasta ári 2.555 milljarðar króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Lækkunin á hlutabréfum Facebook í gær jafngildir því um einn og hálfri landsframleiðslu Íslands. Og bréfin í Facebook héldu áfram að lækka í dag eftir opnun markaða. Frekari vandamál gætu verið framundan fyrir Facebook. Vera kann að fyrirtækið hafi brotið gegn skilmálum sáttargerðar sem það gerði við Federal Trade Commission, viðskipta- og samkeppnieftirlitið í Bandaríkjunum, árið 2011. Með sáttinni samþykkti fyrirtækið að gera notendum Facebook með skýrum hætti grein fyrir því ef persónuupplýsingum þeirra yrði miðlað til þriðja aðila. Þá á Facebook hugsanlega yfir höfði sér málshöfðanir frá fjárfestum sem keyptu hlutabréf í fyrirtækinu í góðri trú á þeirri forsendu að fyrirtækið myndi virða skilmála sáttargerðarinnar. Gísli Halldórsson sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum.Snýr að kjarnanum í starfseminni Gísli Halldórsson sjóðstjóri í hlutabréfastýringu hjá Íslandssjóðum segir að markaðir hafi brugðist hart við því málið snúi að kjarnanum í starfsemi Facebook sem sé hagnýting á persónuupplýsingum notenda.Má því segja að viðskiptamódel Facebook sé í hættu? „Já, án nokkurs vafa. Fyrirtækið hefur níutíu og átta prósent tekna sinna af auglýsingasölu. Það er því allur reksturinn undir að það skerðist ekki með einhverjum hætti. Facebook er með tvo milljarða virka notendur á síðunni og hver þeirra skilar fyrirtækinu að meðaltali í kringum tuttugu dollurum á ári en þessi tala var í fimm dollurum fyrir fimm árum síðan. Þannig að ef þessi þróun skerðist með einhverjum hætti þá mun það klárlega hafa afleiðingar,“ segir Gísli. Hann segir erfitt að segja til um hvaða afleiðingar málið muni hafa fyrir Facebook og það komi til með að skýrast á næstu vikum.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira