Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. mars 2018 19:00 Markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands þurrkaðist út í gær. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. Ólögmæt hagnýting hugbúnaðar- og greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica á persónuuplýsingum 50 milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna 2016 er eitt mesta áfall sem Facebook hefur orðið fyrir frá stofnun en greint var frá málinu fyrir helgi. Cambridge Analytica vann fyrir framboð Donalds Trumps og er talið að gagnagrunnar fyrirtækisins hafi nýst við greiningu og kortlagningu á stjórnmálaviðhorfum fólks í aðdraganda kosninganna. Cambridge Analytica tókst að safna persónuupplýsingum um Bandaríkjamenn með útgáfu alls kyns smáforrita eða appa. Ef notendur sóttu sér eitthvað af þessum öppum gat fyrirtækið nálgast allar persónuupplýsingar um notandann og alla vini viðkomandi á Facebook. Smátt og smátt tókst fyrirtækinu að safna persónuupplýsingum um 50 milljónir Bandaríkjamanna en með þessu er fyrirtækið sagt hafa brotið gegn skilmálum Facebook. Hlutabréf í Facebook lækkuðu um 6,8 prósent í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs í gær eftir að greint var frá málinu og þurrkaðist út 36,7 milljarða dollara markaðsverðmæti hlutabréfa fyrirtækisins. Það er jafnvirði tæplega 3.700 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar þá var öll landsframleiðsla Íslands á síðasta ári 2.555 milljarðar króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Lækkunin á hlutabréfum Facebook í gær jafngildir því um einn og hálfri landsframleiðslu Íslands. Og bréfin í Facebook héldu áfram að lækka í dag eftir opnun markaða. Frekari vandamál gætu verið framundan fyrir Facebook. Vera kann að fyrirtækið hafi brotið gegn skilmálum sáttargerðar sem það gerði við Federal Trade Commission, viðskipta- og samkeppnieftirlitið í Bandaríkjunum, árið 2011. Með sáttinni samþykkti fyrirtækið að gera notendum Facebook með skýrum hætti grein fyrir því ef persónuupplýsingum þeirra yrði miðlað til þriðja aðila. Þá á Facebook hugsanlega yfir höfði sér málshöfðanir frá fjárfestum sem keyptu hlutabréf í fyrirtækinu í góðri trú á þeirri forsendu að fyrirtækið myndi virða skilmála sáttargerðarinnar. Gísli Halldórsson sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum.Snýr að kjarnanum í starfseminni Gísli Halldórsson sjóðstjóri í hlutabréfastýringu hjá Íslandssjóðum segir að markaðir hafi brugðist hart við því málið snúi að kjarnanum í starfsemi Facebook sem sé hagnýting á persónuupplýsingum notenda.Má því segja að viðskiptamódel Facebook sé í hættu? „Já, án nokkurs vafa. Fyrirtækið hefur níutíu og átta prósent tekna sinna af auglýsingasölu. Það er því allur reksturinn undir að það skerðist ekki með einhverjum hætti. Facebook er með tvo milljarða virka notendur á síðunni og hver þeirra skilar fyrirtækinu að meðaltali í kringum tuttugu dollurum á ári en þessi tala var í fimm dollurum fyrir fimm árum síðan. Þannig að ef þessi þróun skerðist með einhverjum hætti þá mun það klárlega hafa afleiðingar,“ segir Gísli. Hann segir erfitt að segja til um hvaða afleiðingar málið muni hafa fyrir Facebook og það komi til með að skýrast á næstu vikum. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands þurrkaðist út í gær. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. Ólögmæt hagnýting hugbúnaðar- og greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica á persónuuplýsingum 50 milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna 2016 er eitt mesta áfall sem Facebook hefur orðið fyrir frá stofnun en greint var frá málinu fyrir helgi. Cambridge Analytica vann fyrir framboð Donalds Trumps og er talið að gagnagrunnar fyrirtækisins hafi nýst við greiningu og kortlagningu á stjórnmálaviðhorfum fólks í aðdraganda kosninganna. Cambridge Analytica tókst að safna persónuupplýsingum um Bandaríkjamenn með útgáfu alls kyns smáforrita eða appa. Ef notendur sóttu sér eitthvað af þessum öppum gat fyrirtækið nálgast allar persónuupplýsingar um notandann og alla vini viðkomandi á Facebook. Smátt og smátt tókst fyrirtækinu að safna persónuupplýsingum um 50 milljónir Bandaríkjamanna en með þessu er fyrirtækið sagt hafa brotið gegn skilmálum Facebook. Hlutabréf í Facebook lækkuðu um 6,8 prósent í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs í gær eftir að greint var frá málinu og þurrkaðist út 36,7 milljarða dollara markaðsverðmæti hlutabréfa fyrirtækisins. Það er jafnvirði tæplega 3.700 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar þá var öll landsframleiðsla Íslands á síðasta ári 2.555 milljarðar króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Lækkunin á hlutabréfum Facebook í gær jafngildir því um einn og hálfri landsframleiðslu Íslands. Og bréfin í Facebook héldu áfram að lækka í dag eftir opnun markaða. Frekari vandamál gætu verið framundan fyrir Facebook. Vera kann að fyrirtækið hafi brotið gegn skilmálum sáttargerðar sem það gerði við Federal Trade Commission, viðskipta- og samkeppnieftirlitið í Bandaríkjunum, árið 2011. Með sáttinni samþykkti fyrirtækið að gera notendum Facebook með skýrum hætti grein fyrir því ef persónuupplýsingum þeirra yrði miðlað til þriðja aðila. Þá á Facebook hugsanlega yfir höfði sér málshöfðanir frá fjárfestum sem keyptu hlutabréf í fyrirtækinu í góðri trú á þeirri forsendu að fyrirtækið myndi virða skilmála sáttargerðarinnar. Gísli Halldórsson sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum.Snýr að kjarnanum í starfseminni Gísli Halldórsson sjóðstjóri í hlutabréfastýringu hjá Íslandssjóðum segir að markaðir hafi brugðist hart við því málið snúi að kjarnanum í starfsemi Facebook sem sé hagnýting á persónuupplýsingum notenda.Má því segja að viðskiptamódel Facebook sé í hættu? „Já, án nokkurs vafa. Fyrirtækið hefur níutíu og átta prósent tekna sinna af auglýsingasölu. Það er því allur reksturinn undir að það skerðist ekki með einhverjum hætti. Facebook er með tvo milljarða virka notendur á síðunni og hver þeirra skilar fyrirtækinu að meðaltali í kringum tuttugu dollurum á ári en þessi tala var í fimm dollurum fyrir fimm árum síðan. Þannig að ef þessi þróun skerðist með einhverjum hætti þá mun það klárlega hafa afleiðingar,“ segir Gísli. Hann segir erfitt að segja til um hvaða afleiðingar málið muni hafa fyrir Facebook og það komi til með að skýrast á næstu vikum.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira