Aukið flug og lagerhald kemur niður á íslensku Costco-verði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. mars 2018 05:46 Viðskiptavinir Costco hafa margir tekið eftir verðhækkunum undanfarið og eru ekki ánægðir Vísir/ERNIR „Stefna okkar er að útvega meðlimum okkar gæðavörur á lægsta mögulega verðinu og engin breyting hefur orðið á því, hvorki á Íslandi né annars staðar,“ segir Steve Barnett, viðskiptastjóri Costco í Bretlandi og á Íslandi, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um verðhækkanir á vörum verslunarinnar hér á landi að undanförnu.Verðathuganir Fréttablaðsins hafa sýnt að verð á völdum vörum hefur verið að hækka jafnt og þétt undanfarna mánuði auk þess sem meðlimir hafa kvartað sáran yfir gríðarlegum hækkunum á hinum ýmsu vörum á samfélagsmiðlum. Margir meðlimir hafa hótað því að endurnýja ekki aðildarkort sín þegar þau renna út á næstu mánuðum. Fréttablaðið leitaði skýringa á þessum hækkunum hjá stjórnendum Costco og í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins segir Barnett að þær séu nokkrar. Barnett segir að frá opnun hafi verð vissulega hækkað en einnig lækkað af ýmsum ástæðum. „Við erum að flytja inn vörur frá fjölda landa um allan heim og það hafa verið þó nokkrar sveiflur í gengi gjaldmiðla frá opnun sem hafa orðið til þess að við höfum neyðst til að hækka verð. Ég vil þó benda á að af sömu ástæðu höfum við einnig getað lækkað verð, í einhverjum tilfellum. “Sjá einnig: Matarkarfan hækkar í verði Forsendur flutningsleiða hafa einnig haft nokkuð að segja að sögn Barnetts. Costco hafi neyðst til að nota flug í meiri mæli en gert hafði verið ráð fyrir. Viðskiptastjóri Costco segir verð vissulega hafa hækkað en það hafi einnig lækkað.Vísir/Eyþór„Sökum flutningstíma og tafa erum við nú að flytja inn með flugi viðkvæmari vörur sem bundnar eru tilteknum dagsetningum í meiri mæli en upphaflega stóð til. Við teljum þetta bæta gæði og tryggja meðlimum okkar lengra hillulíf vara, en á endanum kostar það meira. Við reynum ávallt að lágmarka þessar hækkanir eins og við getum.“ Barnett segir að þá hafi Costco neyðst til að halda aukalager af vinsælustu vörum verslunarinnar í tímabundnu geymsluhúsnæði til að tryggja að eiga nóg af viðkomandi vörum. „Þetta hefur einnig átt sinn þátt í auknum kostnaði,“ segir Barnett. Svo virðist sem virkt aðhald og verðsamanburður fjölmiðla og almennings á Íslandi hafi ekki farið fram hjá stjórnendum Costco erlendis. Barnett segir að verðsamanburðurinn hafi í sumum tilfellum verið á vörum sem hafi tímabundið hillulíf og renni út (e. date sensitive items). Í þeim tilfellum þar sem vara nálgast það að renna út lækki Costco verð á þeirri vöru til að tryggja að neytendur fái samt sem áður gott verð. Aðferð Costco við þessar breytingar hafi þó valdið ruglingi. „Upphaflega breyttum við einfaldlega verðinu og margar vörur sem fólk hefur verið að benda á eru afrakstur þessa. Til að forðast rugling gefum við nú upp upphaflegt verð og afsláttinn bæði á hillumerkingum og kvittun. “ Barnett segir að lokum að Costco stundi virkt eftirlit með verðlagi til að tryggja meðlimum sínum lægra verð og betri kjör. Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Jarðarberjastríð milli matvöruverslana Costco skók markaðinn í fyrra en kílóverð jarðarberja hefur hækkað þar um 21,8 prósent síðan í haust. Nú er svo komið að kílóverð jarðarberja hjá Costco reyndist það næsthæsta hjá þeim fimm verslunum sem Fréttablaðið gerði verðathugun hjá. 17. mars 2018 09:44 Meirihluti landsmanna með aðild að Costco 71 prósent landsmanna er með Costco-aðildarkort samkvæmt nýrri könnun MMR 19. febrúar 2018 10:48 Matarkarfan hækkar í verði Meirihluti matvörunnar í verðkönnun Fréttablaðsins hjá Costco og Bónus hefur hækkað milli kannana. Viðskiptavinir kvarta á Facebook yfir verðhækkunum hjá Costco. Kílóverð á hveiti hækkað mest hjá Bónus 19. mars 2018 06:00 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
„Stefna okkar er að útvega meðlimum okkar gæðavörur á lægsta mögulega verðinu og engin breyting hefur orðið á því, hvorki á Íslandi né annars staðar,“ segir Steve Barnett, viðskiptastjóri Costco í Bretlandi og á Íslandi, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um verðhækkanir á vörum verslunarinnar hér á landi að undanförnu.Verðathuganir Fréttablaðsins hafa sýnt að verð á völdum vörum hefur verið að hækka jafnt og þétt undanfarna mánuði auk þess sem meðlimir hafa kvartað sáran yfir gríðarlegum hækkunum á hinum ýmsu vörum á samfélagsmiðlum. Margir meðlimir hafa hótað því að endurnýja ekki aðildarkort sín þegar þau renna út á næstu mánuðum. Fréttablaðið leitaði skýringa á þessum hækkunum hjá stjórnendum Costco og í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins segir Barnett að þær séu nokkrar. Barnett segir að frá opnun hafi verð vissulega hækkað en einnig lækkað af ýmsum ástæðum. „Við erum að flytja inn vörur frá fjölda landa um allan heim og það hafa verið þó nokkrar sveiflur í gengi gjaldmiðla frá opnun sem hafa orðið til þess að við höfum neyðst til að hækka verð. Ég vil þó benda á að af sömu ástæðu höfum við einnig getað lækkað verð, í einhverjum tilfellum. “Sjá einnig: Matarkarfan hækkar í verði Forsendur flutningsleiða hafa einnig haft nokkuð að segja að sögn Barnetts. Costco hafi neyðst til að nota flug í meiri mæli en gert hafði verið ráð fyrir. Viðskiptastjóri Costco segir verð vissulega hafa hækkað en það hafi einnig lækkað.Vísir/Eyþór„Sökum flutningstíma og tafa erum við nú að flytja inn með flugi viðkvæmari vörur sem bundnar eru tilteknum dagsetningum í meiri mæli en upphaflega stóð til. Við teljum þetta bæta gæði og tryggja meðlimum okkar lengra hillulíf vara, en á endanum kostar það meira. Við reynum ávallt að lágmarka þessar hækkanir eins og við getum.“ Barnett segir að þá hafi Costco neyðst til að halda aukalager af vinsælustu vörum verslunarinnar í tímabundnu geymsluhúsnæði til að tryggja að eiga nóg af viðkomandi vörum. „Þetta hefur einnig átt sinn þátt í auknum kostnaði,“ segir Barnett. Svo virðist sem virkt aðhald og verðsamanburður fjölmiðla og almennings á Íslandi hafi ekki farið fram hjá stjórnendum Costco erlendis. Barnett segir að verðsamanburðurinn hafi í sumum tilfellum verið á vörum sem hafi tímabundið hillulíf og renni út (e. date sensitive items). Í þeim tilfellum þar sem vara nálgast það að renna út lækki Costco verð á þeirri vöru til að tryggja að neytendur fái samt sem áður gott verð. Aðferð Costco við þessar breytingar hafi þó valdið ruglingi. „Upphaflega breyttum við einfaldlega verðinu og margar vörur sem fólk hefur verið að benda á eru afrakstur þessa. Til að forðast rugling gefum við nú upp upphaflegt verð og afsláttinn bæði á hillumerkingum og kvittun. “ Barnett segir að lokum að Costco stundi virkt eftirlit með verðlagi til að tryggja meðlimum sínum lægra verð og betri kjör.
Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Jarðarberjastríð milli matvöruverslana Costco skók markaðinn í fyrra en kílóverð jarðarberja hefur hækkað þar um 21,8 prósent síðan í haust. Nú er svo komið að kílóverð jarðarberja hjá Costco reyndist það næsthæsta hjá þeim fimm verslunum sem Fréttablaðið gerði verðathugun hjá. 17. mars 2018 09:44 Meirihluti landsmanna með aðild að Costco 71 prósent landsmanna er með Costco-aðildarkort samkvæmt nýrri könnun MMR 19. febrúar 2018 10:48 Matarkarfan hækkar í verði Meirihluti matvörunnar í verðkönnun Fréttablaðsins hjá Costco og Bónus hefur hækkað milli kannana. Viðskiptavinir kvarta á Facebook yfir verðhækkunum hjá Costco. Kílóverð á hveiti hækkað mest hjá Bónus 19. mars 2018 06:00 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Jarðarberjastríð milli matvöruverslana Costco skók markaðinn í fyrra en kílóverð jarðarberja hefur hækkað þar um 21,8 prósent síðan í haust. Nú er svo komið að kílóverð jarðarberja hjá Costco reyndist það næsthæsta hjá þeim fimm verslunum sem Fréttablaðið gerði verðathugun hjá. 17. mars 2018 09:44
Meirihluti landsmanna með aðild að Costco 71 prósent landsmanna er með Costco-aðildarkort samkvæmt nýrri könnun MMR 19. febrúar 2018 10:48
Matarkarfan hækkar í verði Meirihluti matvörunnar í verðkönnun Fréttablaðsins hjá Costco og Bónus hefur hækkað milli kannana. Viðskiptavinir kvarta á Facebook yfir verðhækkunum hjá Costco. Kílóverð á hveiti hækkað mest hjá Bónus 19. mars 2018 06:00