Íslenski torfbærinn öðlast nýtt líf sem lúxusgisting Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2018 20:45 Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, hótelstjóri Torfhúsa. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íslenski torfbærinn, sem fóstraði þjóðina í gegnum aldirnar, er orðinn grunnur að lúxusgistingu fyrir ferðamenn. Þorp tíu torfhúsa er risið í Biskupstungum þar sem gestir hvers húss hafa heita einkalaug í stuðlabergsumgjörð. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Torfhúsin eru tíu talsins í landi Einiholts, sunnan Geysis og norðan Reykholts í Biskupstungum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það má kannski segja að torfhúsaþyrpingin sem risin er í landi Einiholts í Biskupstungum sé íslenska hestinum að þakka en það var í gegnum hestamennsku sem hjónin Sigurður Jensson og Sjöfn Kolbeins bundust vináttuböndum við hjón frá Lichtenstein. Það leiddi til þess að þau ákváðu saman að byggja upp ferðaþjónustu á grunni íslenskrar þjóðmenningar. Stefnt er að því að opnað verði í sumar. Heit baðlaug í stuðlabergsumgjörð er við hvert hús.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Svipmót gömlu íslensku torfhúsanna er haft í öndvegi. Venjulegir heitir pottar þóttu ekki hæfa við hliðina, segir sonurinn Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, sem stýrir rekstrinum. Við hvert hús er heit laug og umgjörðin er stuðlaberg. Þótt að utan líkist húsin þeim sem sjást á Árbæjarsafni er þó engin gömul baðstofa innanhúss, þar eru öll nútímaþægindi og vel í lagt. Sérstaka athygli vekur að í glerið á sturtuklefanum er búið að setja mynd af gömlu íslensku frímerki og er mismunandi mynd í hverju húsi.Á glervegg sturtuklefans er mynd af íslensku frímerki. Hér er það Geysir sem er á frímerkinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Móttökuhúsið við heimreiðina minnir á skála frá landnámsöld en þar verða setustofa og veitingasalir með útsýni yfir fjallahringinn. Í anddyrinu blasa við miklar steinhleðslur, sem einkenna húsin, og kostuðu mikla vinnu, en grjótið var sótt í námu við Fellskot. Stuðlabergið var sótt í námu við Hrepphóla en það setur einnig mikinn svip á húsin og umhverfið.Stuðlaberg myndar umgjörð um laugina.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En verður gistingin í verðflokki á færi venjulegra Íslendinga? „Þetta verður í hærri kantinum, get ég sagt, - verðið. En samt alveg mjög sanngjarnt miðað við gæðin, sem við erum að bjóða hérna, og upplifunina,“ segir Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, hótelstjóri Torfhúsa. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 var fjallað um uppbyggingu ferðaþjónustu í nærsveitum Gullfoss og Geysis. Frétt Stöðvar 2 um torfhúsin má sjá hér: Bláskógabyggð Um land allt Tengdar fréttir Torfbærinn í Laxárdal sögufrægar gersemar Ein helsta perla íslenskra húsaminja leynist í afdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Torfbærinn er sérstakur að því leyti að lækur rennur í gegnum hann. 26. febrúar 2018 22:45 Torfhús táknmynd íslenskrar þjóðmenningar Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. 3. júlí 2013 18:45 Nýtt glæsihótel rammar inn gamla Geysisskólann Nýtt lúxushótel með veitingasölum fyrir áttahundruð gesti rís nú við Geysi í Haukadal. Gamli íþróttaskólinn á Geysi verður rammaður inn í hótelið. 24. mars 2018 21:30 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Íslenski torfbærinn, sem fóstraði þjóðina í gegnum aldirnar, er orðinn grunnur að lúxusgistingu fyrir ferðamenn. Þorp tíu torfhúsa er risið í Biskupstungum þar sem gestir hvers húss hafa heita einkalaug í stuðlabergsumgjörð. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Torfhúsin eru tíu talsins í landi Einiholts, sunnan Geysis og norðan Reykholts í Biskupstungum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það má kannski segja að torfhúsaþyrpingin sem risin er í landi Einiholts í Biskupstungum sé íslenska hestinum að þakka en það var í gegnum hestamennsku sem hjónin Sigurður Jensson og Sjöfn Kolbeins bundust vináttuböndum við hjón frá Lichtenstein. Það leiddi til þess að þau ákváðu saman að byggja upp ferðaþjónustu á grunni íslenskrar þjóðmenningar. Stefnt er að því að opnað verði í sumar. Heit baðlaug í stuðlabergsumgjörð er við hvert hús.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Svipmót gömlu íslensku torfhúsanna er haft í öndvegi. Venjulegir heitir pottar þóttu ekki hæfa við hliðina, segir sonurinn Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, sem stýrir rekstrinum. Við hvert hús er heit laug og umgjörðin er stuðlaberg. Þótt að utan líkist húsin þeim sem sjást á Árbæjarsafni er þó engin gömul baðstofa innanhúss, þar eru öll nútímaþægindi og vel í lagt. Sérstaka athygli vekur að í glerið á sturtuklefanum er búið að setja mynd af gömlu íslensku frímerki og er mismunandi mynd í hverju húsi.Á glervegg sturtuklefans er mynd af íslensku frímerki. Hér er það Geysir sem er á frímerkinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Móttökuhúsið við heimreiðina minnir á skála frá landnámsöld en þar verða setustofa og veitingasalir með útsýni yfir fjallahringinn. Í anddyrinu blasa við miklar steinhleðslur, sem einkenna húsin, og kostuðu mikla vinnu, en grjótið var sótt í námu við Fellskot. Stuðlabergið var sótt í námu við Hrepphóla en það setur einnig mikinn svip á húsin og umhverfið.Stuðlaberg myndar umgjörð um laugina.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En verður gistingin í verðflokki á færi venjulegra Íslendinga? „Þetta verður í hærri kantinum, get ég sagt, - verðið. En samt alveg mjög sanngjarnt miðað við gæðin, sem við erum að bjóða hérna, og upplifunina,“ segir Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, hótelstjóri Torfhúsa. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 var fjallað um uppbyggingu ferðaþjónustu í nærsveitum Gullfoss og Geysis. Frétt Stöðvar 2 um torfhúsin má sjá hér:
Bláskógabyggð Um land allt Tengdar fréttir Torfbærinn í Laxárdal sögufrægar gersemar Ein helsta perla íslenskra húsaminja leynist í afdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Torfbærinn er sérstakur að því leyti að lækur rennur í gegnum hann. 26. febrúar 2018 22:45 Torfhús táknmynd íslenskrar þjóðmenningar Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. 3. júlí 2013 18:45 Nýtt glæsihótel rammar inn gamla Geysisskólann Nýtt lúxushótel með veitingasölum fyrir áttahundruð gesti rís nú við Geysi í Haukadal. Gamli íþróttaskólinn á Geysi verður rammaður inn í hótelið. 24. mars 2018 21:30 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Torfbærinn í Laxárdal sögufrægar gersemar Ein helsta perla íslenskra húsaminja leynist í afdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Torfbærinn er sérstakur að því leyti að lækur rennur í gegnum hann. 26. febrúar 2018 22:45
Torfhús táknmynd íslenskrar þjóðmenningar Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. 3. júlí 2013 18:45
Nýtt glæsihótel rammar inn gamla Geysisskólann Nýtt lúxushótel með veitingasölum fyrir áttahundruð gesti rís nú við Geysi í Haukadal. Gamli íþróttaskólinn á Geysi verður rammaður inn í hótelið. 24. mars 2018 21:30
Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45