Eitt skrautlegasta fyrirtæki landsins fær milljón á kíló Kristján Már Unnarsson skrifar 15. mars 2018 23:15 Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Litskrúðugasta fyrirtæki landsins gæti verið á Ásbrú á Keflavíkurflugvelli, það fær milljón fyrir hvert kíló af efni sem það vinnur úr þörungum og er komið með 35 velmenntaða starfsmenn. Myndir úr fyrirtækinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Skemmurnar á Miðnesheiði sem forðum hýstu varahlutalager bandaríska hersins og hlaupabraut fyrir hermenn láta ekki mikið yfir sér. Núna er þar líftæknifyrirtæki sem búið er að byggja upp fyrir á fjórða milljarð króna. Fyrirtækið heiti Algalíf, er í norskri eigu og ræktar örþörunga undir stjórn fyrrum Glímukóngs Íslands, Skarphéðins Orra Björnssonar. Úr þörungunum er unnið rautt litarefni, andoxunarefni sem kallast astaxanthin en það er fæðubótarefni. Vinnslusalirnir innandyra gerast vart skrautlegri. Lýsing í glerrrörum í öllum regnbogans litum framkallar ljóstillífum og gerir þörunginn að lokum rauðan. Svo er hægt að uppskera eftir þrjár vikur.Efnið eftirsótta er orðið rautt í lokaferlinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrirtækið veltir milljarði á ári, starfsmenn eru orðnir 35 talsins og helmingurinn með háskólamenntun, en í lokaferlinu er efnið sem verið er að sækjast eftir orðið eldrautt. Að lokum fer það í gegnum þurrkara og verður að örlitlum kornum en verðmætum. „Verðin á þessu er nálægt milljón á kíló af virka efninu,” sagði Skarphéðinn Orri. Fjallað var um fyrirtækið í þættinum „Um land allt” fyrr í vikunni en hann verður endursýndur á Stöð 2 síðdegis á sunnudag. Nánar má fræðast um starfsemi Algalífs hér í frétt Stöðvar 2: Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15 Segir mikla vöntun á afurðum þörungsins Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs, skrifaði í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju í Reykjanesbæ. Verksmiðjan mun kosta um tvo milljarða króna. 29. janúar 2014 07:00 Íslenska ríkið grætt ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fjárfestar undirbúa húsbyggingar á gamla varnarsvæðinu. 12. mars 2018 21:30 Örþörungaverksmiðja rís á Ásbrú Líftæknifélagið Algalíf, sem er í eigu norska félagsins Nutra-Q, ætlar að byggja upp hátæknivædda örþörungaverksmiðju á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll og verða samningar þar að lútandi undirritaðir í dag. 28. janúar 2014 08:51 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Litskrúðugasta fyrirtæki landsins gæti verið á Ásbrú á Keflavíkurflugvelli, það fær milljón fyrir hvert kíló af efni sem það vinnur úr þörungum og er komið með 35 velmenntaða starfsmenn. Myndir úr fyrirtækinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Skemmurnar á Miðnesheiði sem forðum hýstu varahlutalager bandaríska hersins og hlaupabraut fyrir hermenn láta ekki mikið yfir sér. Núna er þar líftæknifyrirtæki sem búið er að byggja upp fyrir á fjórða milljarð króna. Fyrirtækið heiti Algalíf, er í norskri eigu og ræktar örþörunga undir stjórn fyrrum Glímukóngs Íslands, Skarphéðins Orra Björnssonar. Úr þörungunum er unnið rautt litarefni, andoxunarefni sem kallast astaxanthin en það er fæðubótarefni. Vinnslusalirnir innandyra gerast vart skrautlegri. Lýsing í glerrrörum í öllum regnbogans litum framkallar ljóstillífum og gerir þörunginn að lokum rauðan. Svo er hægt að uppskera eftir þrjár vikur.Efnið eftirsótta er orðið rautt í lokaferlinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrirtækið veltir milljarði á ári, starfsmenn eru orðnir 35 talsins og helmingurinn með háskólamenntun, en í lokaferlinu er efnið sem verið er að sækjast eftir orðið eldrautt. Að lokum fer það í gegnum þurrkara og verður að örlitlum kornum en verðmætum. „Verðin á þessu er nálægt milljón á kíló af virka efninu,” sagði Skarphéðinn Orri. Fjallað var um fyrirtækið í þættinum „Um land allt” fyrr í vikunni en hann verður endursýndur á Stöð 2 síðdegis á sunnudag. Nánar má fræðast um starfsemi Algalífs hér í frétt Stöðvar 2:
Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15 Segir mikla vöntun á afurðum þörungsins Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs, skrifaði í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju í Reykjanesbæ. Verksmiðjan mun kosta um tvo milljarða króna. 29. janúar 2014 07:00 Íslenska ríkið grætt ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fjárfestar undirbúa húsbyggingar á gamla varnarsvæðinu. 12. mars 2018 21:30 Örþörungaverksmiðja rís á Ásbrú Líftæknifélagið Algalíf, sem er í eigu norska félagsins Nutra-Q, ætlar að byggja upp hátæknivædda örþörungaverksmiðju á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll og verða samningar þar að lútandi undirritaðir í dag. 28. janúar 2014 08:51 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15
Segir mikla vöntun á afurðum þörungsins Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs, skrifaði í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju í Reykjanesbæ. Verksmiðjan mun kosta um tvo milljarða króna. 29. janúar 2014 07:00
Íslenska ríkið grætt ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fjárfestar undirbúa húsbyggingar á gamla varnarsvæðinu. 12. mars 2018 21:30
Örþörungaverksmiðja rís á Ásbrú Líftæknifélagið Algalíf, sem er í eigu norska félagsins Nutra-Q, ætlar að byggja upp hátæknivædda örþörungaverksmiðju á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll og verða samningar þar að lútandi undirritaðir í dag. 28. janúar 2014 08:51