Segir mikla vöntun á afurðum þörungsins Haraldur Guðmundsson skrifar 29. janúar 2014 07:00 Ragnheiður E. Árnadóttir iðnaðarráðherra og Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, skoðuðu húsnæðið að undirritun lokinni. Vísir/GVA „Fyrirtækið er ólíkt mörgum öðrum að því leytinu til að öll okkar framleiðsla mun seljast vegna mikils skorts á þessum afurðum þörungsins,“ segir Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs. Skarphéðinn og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skrifuðu í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju fyrirtækisins á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar mun Algalíf rækta þörunga og vinna úr þeim virka efnið astaxanthin, sem er sterkt andoxunarefni og er meðal annars notað í fæðubótarefni og vítamínblöndur. Algalíf var stofnað í ágúst 2012 og er í eigu norska félagsins NutraQ A/S. Átta manns starfa nú hjá fyrirtækinu en starfsmenn verða um þrjátíu talsins þegar verksmiðjan verður komin í full afköst um mitt ár 2016. Verksmiðjan mun að sögn Skarphéðins kosta um tvo milljarða króna. Fyrirtækið nýtir nú fimmtán hundruð fermetra húsnæði á Ásbrú en áform eru um að stækka húsnæðið um sex þúsund fermetra. „Í rauninni er búið að vinna markvisst með þennan þörung í tæp tvö ár og við höfum leitað að húsnæði fyrir verksmiðjuna bæði hér og erlendis. Ákvörðunin um að fara á Ásbrú var tekin snemma síðasta haust og þá var farið á fullt í að semja,“ segir Skarphéðinn og bætir því við að margar ástæður hafi legið að baki ákvörðuninni um að reisa verksmiðjuna hér á landi. „Augljósi kosturinn er hagstætt orkuverð, en það var ekki úrslitaatriði því verðið er lægra í Bandaríkjunum. Samfélagið í Reykjanesbæ er einnig mjög opið og vildi styðja við okkur, veðurfarið er hagstætt fyrir framleiðsluna vegna kuldans og hér er nóg af hreinu vatni. Þörungarnir vaxa í vel yfir tuttugu stiga hita og því getum við notast við náttúrulega kælingu allt árið.“ Verksmiðjan verður að sögn Skarphéðins sú fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum. „Þörungarnir verða ræktaðir í lokuðu kerfi þar sem næringu, hita og birtumagni verður stýrt nákvæmlega.“ Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
„Fyrirtækið er ólíkt mörgum öðrum að því leytinu til að öll okkar framleiðsla mun seljast vegna mikils skorts á þessum afurðum þörungsins,“ segir Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs. Skarphéðinn og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skrifuðu í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju fyrirtækisins á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar mun Algalíf rækta þörunga og vinna úr þeim virka efnið astaxanthin, sem er sterkt andoxunarefni og er meðal annars notað í fæðubótarefni og vítamínblöndur. Algalíf var stofnað í ágúst 2012 og er í eigu norska félagsins NutraQ A/S. Átta manns starfa nú hjá fyrirtækinu en starfsmenn verða um þrjátíu talsins þegar verksmiðjan verður komin í full afköst um mitt ár 2016. Verksmiðjan mun að sögn Skarphéðins kosta um tvo milljarða króna. Fyrirtækið nýtir nú fimmtán hundruð fermetra húsnæði á Ásbrú en áform eru um að stækka húsnæðið um sex þúsund fermetra. „Í rauninni er búið að vinna markvisst með þennan þörung í tæp tvö ár og við höfum leitað að húsnæði fyrir verksmiðjuna bæði hér og erlendis. Ákvörðunin um að fara á Ásbrú var tekin snemma síðasta haust og þá var farið á fullt í að semja,“ segir Skarphéðinn og bætir því við að margar ástæður hafi legið að baki ákvörðuninni um að reisa verksmiðjuna hér á landi. „Augljósi kosturinn er hagstætt orkuverð, en það var ekki úrslitaatriði því verðið er lægra í Bandaríkjunum. Samfélagið í Reykjanesbæ er einnig mjög opið og vildi styðja við okkur, veðurfarið er hagstætt fyrir framleiðsluna vegna kuldans og hér er nóg af hreinu vatni. Þörungarnir vaxa í vel yfir tuttugu stiga hita og því getum við notast við náttúrulega kælingu allt árið.“ Verksmiðjan verður að sögn Skarphéðins sú fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum. „Þörungarnir verða ræktaðir í lokuðu kerfi þar sem næringu, hita og birtumagni verður stýrt nákvæmlega.“
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira