Segir mikla vöntun á afurðum þörungsins Haraldur Guðmundsson skrifar 29. janúar 2014 07:00 Ragnheiður E. Árnadóttir iðnaðarráðherra og Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, skoðuðu húsnæðið að undirritun lokinni. Vísir/GVA „Fyrirtækið er ólíkt mörgum öðrum að því leytinu til að öll okkar framleiðsla mun seljast vegna mikils skorts á þessum afurðum þörungsins,“ segir Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs. Skarphéðinn og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skrifuðu í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju fyrirtækisins á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar mun Algalíf rækta þörunga og vinna úr þeim virka efnið astaxanthin, sem er sterkt andoxunarefni og er meðal annars notað í fæðubótarefni og vítamínblöndur. Algalíf var stofnað í ágúst 2012 og er í eigu norska félagsins NutraQ A/S. Átta manns starfa nú hjá fyrirtækinu en starfsmenn verða um þrjátíu talsins þegar verksmiðjan verður komin í full afköst um mitt ár 2016. Verksmiðjan mun að sögn Skarphéðins kosta um tvo milljarða króna. Fyrirtækið nýtir nú fimmtán hundruð fermetra húsnæði á Ásbrú en áform eru um að stækka húsnæðið um sex þúsund fermetra. „Í rauninni er búið að vinna markvisst með þennan þörung í tæp tvö ár og við höfum leitað að húsnæði fyrir verksmiðjuna bæði hér og erlendis. Ákvörðunin um að fara á Ásbrú var tekin snemma síðasta haust og þá var farið á fullt í að semja,“ segir Skarphéðinn og bætir því við að margar ástæður hafi legið að baki ákvörðuninni um að reisa verksmiðjuna hér á landi. „Augljósi kosturinn er hagstætt orkuverð, en það var ekki úrslitaatriði því verðið er lægra í Bandaríkjunum. Samfélagið í Reykjanesbæ er einnig mjög opið og vildi styðja við okkur, veðurfarið er hagstætt fyrir framleiðsluna vegna kuldans og hér er nóg af hreinu vatni. Þörungarnir vaxa í vel yfir tuttugu stiga hita og því getum við notast við náttúrulega kælingu allt árið.“ Verksmiðjan verður að sögn Skarphéðins sú fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum. „Þörungarnir verða ræktaðir í lokuðu kerfi þar sem næringu, hita og birtumagni verður stýrt nákvæmlega.“ Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
„Fyrirtækið er ólíkt mörgum öðrum að því leytinu til að öll okkar framleiðsla mun seljast vegna mikils skorts á þessum afurðum þörungsins,“ segir Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs. Skarphéðinn og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skrifuðu í gær undir fjárfestingarsamning vegna örþörungaverksmiðju fyrirtækisins á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar mun Algalíf rækta þörunga og vinna úr þeim virka efnið astaxanthin, sem er sterkt andoxunarefni og er meðal annars notað í fæðubótarefni og vítamínblöndur. Algalíf var stofnað í ágúst 2012 og er í eigu norska félagsins NutraQ A/S. Átta manns starfa nú hjá fyrirtækinu en starfsmenn verða um þrjátíu talsins þegar verksmiðjan verður komin í full afköst um mitt ár 2016. Verksmiðjan mun að sögn Skarphéðins kosta um tvo milljarða króna. Fyrirtækið nýtir nú fimmtán hundruð fermetra húsnæði á Ásbrú en áform eru um að stækka húsnæðið um sex þúsund fermetra. „Í rauninni er búið að vinna markvisst með þennan þörung í tæp tvö ár og við höfum leitað að húsnæði fyrir verksmiðjuna bæði hér og erlendis. Ákvörðunin um að fara á Ásbrú var tekin snemma síðasta haust og þá var farið á fullt í að semja,“ segir Skarphéðinn og bætir því við að margar ástæður hafi legið að baki ákvörðuninni um að reisa verksmiðjuna hér á landi. „Augljósi kosturinn er hagstætt orkuverð, en það var ekki úrslitaatriði því verðið er lægra í Bandaríkjunum. Samfélagið í Reykjanesbæ er einnig mjög opið og vildi styðja við okkur, veðurfarið er hagstætt fyrir framleiðsluna vegna kuldans og hér er nóg af hreinu vatni. Þörungarnir vaxa í vel yfir tuttugu stiga hita og því getum við notast við náttúrulega kælingu allt árið.“ Verksmiðjan verður að sögn Skarphéðins sú fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum. „Þörungarnir verða ræktaðir í lokuðu kerfi þar sem næringu, hita og birtumagni verður stýrt nákvæmlega.“
Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira