Svíinn Henrik Stenson leiðir mótið á átta höggum undir pari en Tiger er í sjöunda sæti ásamt fleirum. Hann er fjórum höggum á eftir Stenson og Rory McIlroy er svo höggi á eftir Tiger.
Tiger var með sex fugla á hringnum í gær en þann fallegasta má sjá hér að neðan. Hann er nánast að pútta af bílastæðinu og ofan í.
WOW!!! @TigerWoods from 71 feet ...#QuickHitspic.twitter.com/xO7XWJVv9p
— PGA TOUR (@PGATOUR) March 15, 2018
„Ég er bara að keppa og njóta þess. Það er svo langt síðan ég gat gert það og það var eiginleg bara spurning hvenær ég myndi fara að njóta þess á ný,“ sagði Tiger en hann hefur verið þjáður í mörg ár og farið í fjórar bakaðgerðir.
„Tilfinningin hjá mér er sú að ég er ekkert að hugsa of mikið. Ég er bara í rétta fílingnum og læt vaða. Tilfinningin er komin aftur.“
Golfstöðin sýnir frá mótinu og hefst útsending klukkan 18.00 í kvöld.