Glamour

Gyðjan Venus tók yfir Yeoman

Ritstjórn skrifar
Myndir/Andri Marínó

Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman frumsýndi nýjustu fatalínu sína Venus með glæsilegum gjörning í verslun sinni á Skólavörðustíg í gær í tengslum við HönnunarMars. 

Þær Kristín Anna og Aðalheiður Halldórsdóttir voru með söng- og dansgjörning umkringar fyrirsætum sem tók yfir glugga verslunarinnar. Mjög falleg og ferskt, í anda vorsins framundan. 

Þessi nýja fatalína Hildar Yeoman er innblásin af gyðjunni Venus. „Venus, gyðja ástarinnar, tákngervingur fegurðar, löngunar, vonar og vorsins.“

Hægt er sjá myndalbúm neðst í fréttinni en myndirnar tók Andri Marínó. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.