Glamour

Smekkbuxur fyrir karlmenn

Ritstjórn skrifar
Glamour/Skjáskot

Útivistartrend sem kallast á öðru máli "Gorpcore" hefur verið mjög áberandi síðustu árstíðir, bæði hjá konum jafnt sem körlum. Gönguskór og praktískir anorakkar hafa sést á tískupallinum hjá merkjum eins og Balenciaga og Louis Vuitton. Smekkbuxurnar passa vel inn í þennan stíl, og nú hafa smekkbuxurnar sést á götunni líkt og á tískupallinum.

Hollywood-leikarinn Chris Pine sást í sínum smekkbuxum á Heathrow-flugvelli í London, og eru þær án efa mjög þægilegur ferðafélagi. Gull-smekkbuxurnar eru frá samstarfi Supreme x The North Face, en sú lína kemur út í vikunni. 

Smekkbuxur eru eitthvað sem þú ættir að prófa fyrir vorið. Henta vel við gönguskó og strigaskó, og henta einstaklega vel í garðvinnuna líka.

Frá línu Supreme x The North Face
Pitti Uomo
Fenty Puma 2018
Walter Van Beirendonck 2018
Frá tískuvikunni í Seoul
R13
Chris Pine á Heathrow


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.