Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 66-91 │KR skellti Njarðvík í Ljónagryfjunni

Magnús Einþór Áskelsson skrifar
Kristófer Acox
Kristófer Acox Vísir/bára
KRingar unnu öruggann sigur á Njarðvíkingum 66-91 í örðum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominosdeildar karla í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. KRingar höfðu völdin frá upphafi og spiluðu einn sinn besta leik í vetur.

 

Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en fljótlega tóku KRingar völdin, spiluðu grimma vörn og sóknin að skila auðveldum körfum. Leikmenn Njarðvíkur náðu ekki að bregðast við mótlætinu og létu það fara í skapið á sér og fengu þeir tvær tæknivillur á skömmum tíma. Gestirnir með sextán stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 30-14.

 

Gestirnir héldu áfram að spila vel í örðum leikhluta, ýttu Njarðvíkingum út úr aðgerðum sínum og þröngvuðu þá í erfið skot. Lykilmenn Njarðvíkur alls ekki að finna sig og KRingar héldu áfram að auka forskotið. KR leiddi í leikhléi, 57-33 og ljóst að það yrðir brött brekkan fyrir heimamenn í síðari hálfleik.

 

Njarðvíkingar spiluðu sinn besta kafla leiksins í þriðja leikhluta. Náðu að bæta vörnina og ná nokkrum stoppum í röð. Þeir náðu þó aldrei að minnka muninn nægjanlega mikið til að eiga einhvern möguleika í þessum leik. Staðan 55-78

 

KRingar skorðu fyrstu sex stigin í fjórða leikhluta sem tóku endanlega allann kraft úr heimamönnum. Leikhlutinn var því aðeins formsatrið og fengu yngri leikmenn að spreyta sig síðustu mínútur leiksins. Sigur KR staðreynd 66-91.

Njarðvík: Ragnar Agust Nathanaelsson 16/8 fráköst, Logi  Gunnarsson 13, Oddur Rúnar Kristjánsson 8, Maciek Stanislav Baginski 7, Kristinn Pálsson 7/8 fráköst, Terrell Vinson 7/7 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 5, Ragnar Helgi Friðriksson 3.

KR: Kristófer Acox 21/11 fráköst, Darri Hilmarsson 17/6 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 14/4 fráköst, Björn Kristjánsson 11, Kendall Pollard 10/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 9/7 fráköst/15 stoðsendingar, Þórir Lárusson 3, Vilhjálmur Kári Jensson 3, Sigurður Á. Þorvaldsson 3/4 fráköst.

 

Af hverju vann KR?

KRingar komu greinilega mjög vel undirbúnir til leiks. Þeir ýttu Njarðvíkingum úr öllum sínum aðgerðum og spiluðu ágætis sóknarleik. Njarðvíkingar brotnuðu snemma og létu mótlætið fara í taugarnar á sér.

 

Hverjir stóðu upp úr?

Það áttu ekki margir góðann leik fyrir heimamenn, Ragnar Nathanaelsson leiddi í framlagi með 16 stig og 8 fráköst. Hjá gestunum var Kristófer Acox öflugur en hann skoraði 21 stig og tók 11 fráköst. Darri Hilmarsson var einnig góður með 17 stig, en hann hitti 70% skota sinna.

Hvað gekk illa?

Leikur heimamann var slakur í kvöld á báðum endum vallarins. Þeim gekk illa að finna Terrell Vinson við teig KRinga og höfðu engar lausnir á vörn gestanna.

 

Tölfræði sem vekur athygli

KRingar eru allsstaðar yfir í tölfræðinni, KRingar gáfu 28 stoðsendingar gegn 12 stoðsendingum Njarðvíkinga. Pavel Ermolinskij með 15 slíkar fyrir gestina.

 

Hvað gerist næst?

Njarðvík mætir í Vesturbæinn á fimmtudaginn og  verður að vinna til að fara ekki í sumarfrí

 

Daníel: Við áttum bara mjög erfitt í kvöld

Daníel Guðmundsson þjáfari Njarðvíkur var alls ekki sáttur í leikslok, hann sagði að liðið hefði haft fá svör við varnarleik KRinga í kvöld, en þeir lokuðu algerlega á Terrell Vinson besta leikmann Njarðvíkur í vetur.

 

„Hvað brást? Vörn og sókn, við fengum engar neyðaropnanir fyrir Terrell en hann var vel gættur af KRingum og hann komst aldrei í takt við leikinn og fyrir vikið var sóknarleikur okkar dálítið erfiður og við áttum fá svör inná vellinum hvað við vorum að fara að gera,” sagði hann.

 

Daníel sagði að þegar leikplaninu er ekki fylgt 100% eftir að þá sé erfitt að vinna lið sterkt lið eins og KR sem er að hans mati sterkasta liðið á landinu.

 

„ Við leggjum alltaf leikinn upp með ákveðnum áherslum með hinu og þessu en ef því er ekki framfylgt í einu og ölllu þá verður þetta alltaf erfitt.”

„Við vitum að KR er með sterkasta liðið á landinu og við þurfum að eiga toppleik tiil að ná sigri úr því einvígi  en við áttum bara mjög erfitt í kvöld og þeir voru að spila ótrúlega vel,“ sagði hann.  

 

Finnur: Mér fannst við leggja hart að okkur

Finnur Stefánsson þjálfari KRinga var ánægður með leik sinna manna í kvöld. Honum fannst þeir hafa lagt sig fram í verkefnið og spilað kröftugann varnarleika óg góðann sóknarleik.

 

„ Mér fannst við vera að leggja hart að okkur allann tímann, mér fannst við með kraft í vörninni og það var góður hraði í sóknarleiknum lengst af, kannski aðeins þegar þeir koma aggresívir á okkur í þriðja leikhluta þá erum við kannski aðeins að flýta okkur mikið staðinn fyrir að refsa þeim fyrir opnuninna sem þeir voru að gefa en ekki auðvelt þó að stigamunurinn hafi endað í tuttugu og fimm.”

 

Aðspurður hvort að uppleggið í varnarleiknum væri að stöðva Terrell Vinson sagði Finnur að það væri auðvitað hluti af þessu en Njarðvík væri vel mannað lið og þvi þyrfti liðsvörin að vera til staðar.

„ Þú þarft ekkert að vera sérfræðingur til að sjá hverjir eru stigahæðstir hjá andstæðingnum maður kíkjir bara á kkí.is. Hann er búinn að vera frábær í allann vetur og auðvitað er það stór þáttur í því sem við erum að gera að stoppa hann en Njarðvíkurliðið er vel mannað.”

„Logi Gunnars frábær og strákar sem eru búnir að vera þarna lengi og eru með Njarðvíkurhjarta. Það er kannski ekki nein áhersla á einn frekar en annann, við reynum bara að þétta vörnina okkar, spila fyrir hvorn annann og hjálpast að, ég held að það sé stóra málið,” sagði hann.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.