Segir hluthafa N1 senda skýr skilaboð um að almennir starfsmenn muni ekki njóta góðs af velgengni fyrirtækisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2018 21:00 Ragnar Þór Ingólfsson,formaður VR, segir að hluthafar N1 hafi sent skýr skilaboð út í samfélagið og til neytenda um að almennir starfsmenn muni ekki njóta góðs af velgengni fyrirtækisins. Vísir/Stefán Tillaga stjórnar VR á aðalfundi N1 sem fram fór síðdegis í dag um að almennir starfsmenn fyrirtækisins myndu fá sambærilegar launahækkanir og forstjóri fyrirtækisins, Eggert Þór Kristófersson, var felld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúar stéttarfélagsins hafi verið þeir einu sem greiddu atkvæði með tillögunni en félagið er hluthafi í N1. Tillaga VR gekk út á að almennir starfsmenn myndu fá sambærilega launhækkun og forstjórinn en laun hans hækkuðu um tæp 21 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Kom fram á aðalfundinum í dag að launahækkunina megi rekja til kaupaukagreiðslna sem greiddar voru til forstjórans vegna góðs árangurs á árinu 2016.„Nú vitum við það að æðstu stjórnendur N1 fá bónusa fyrir að halda kaupinu niðri“ Ragnar segir að hluthafar hafi sent skýr skilaboð út í samfélagið og til neytenda um að almennir starfsmenn muni ekki njóta góðs af velgengni fyrirtækisins. „Þeir höfðu þarna dauðafæri á að koma til móts við þessa sterku umræðu sem hefur verið í samfélaginu undanfarna daga og kusu að freista gæfunnar gagnvart neytendum,“ segir Ragnar. Hann segir hluthafa þannig hafa kosið að svara ekki kalli í samfélaginu og þeir muni þurfa að svara fyrir það þegar hinn almenni neytandi ákveður hvert hann beinir sínum viðskiptum. Aðspurður um útskýringar stjórnar N1 á launum forstjórans og hvað honum finnst um þær segir Ragnar að þær staðfesti að það séu óskýrar kaupaukagreiðslur og bónusgreiðslur í gangi hjá æðstu stjórnendum fyrirtækisins. „Það var alveg klárt mál á hluthöfum að þetta var ekki vel kynnt og ekki mjög skýrt hvernig greiðslum skyldi háttað. En nú vitum við það að æðstu stjórnendur N1 fá bónusa fyrir að halda kaupinu niðri og álagningunni uppi því þeirra árangurstengdu greiðslur eru tengdar við EBITDU félagsins sem þýðir einfaldlega það að ef að kostnaði er haldið niðri, meðal annars, þá mun bónusinn hækka. Þetta er eitthvað sem við getum alls ekki sætt okkur við.“Segir stöðuna á vinnumarkaði gríðarlega erfiða Á kynningu á skýrslu stjórnar fór Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, yfir það að frá árinu 2013 hafa laun vakt- og stöðvarstjóra hafa hækkað um 35 prósent og 34 prósent. Spurður hvort að það hafi ekki einhverja þýðingu segir Ragnar: „Það er hægt að reikna sig niður á hvaða vitleysu sem er og það er hægt að nota hvaða tímabil sem er. Af hverju að nota 2013 til 2017? Af hverju ekki að miða við 2015?“ Ragnar segir að staðan á vinnumarkaði sé gríðarlega erfið. „Allar þessar ákvarðanir með svona gríðarlega háar bónusgreiðslur, þær voru 21 milljón á síðasta ári og stefna kannski í að verða eitthvað lægri í ár. En það breytir því ekki að þarna eru fyrirtækin að auka á þessa gríðarlega erfiðu stöðu. Kjararáð, Landsvirkjun og stjórnendur fyrirtækja koma núna í halarófu með þvílíkar launagreiðslur og hækkanir í krónum talið og þetta mun gera komandi kjarasamningaviðræður gríðarlega erfiðar,“ segir Ragnar. Kjaramál Tengdar fréttir Vill að Gildi selji allt hlutafé í N1 vegna launahækkunar forstjórans Guðmundur Ragnarsson, formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna hyggst leggja fram þá tillögu á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins Gildis að sjóðurinn selji allt hlutafé sitt í N1. 19. mars 2018 10:09 Kaupaukagreiðslur ástæða milljóna launahækkunar forstjóra N1 Þetta kemur fram í skýrslu stjórnar fyrirtækisins sem lögð er fyrir aðalfund þess sem fram fer nú síðdegis í höfuðstöðvum fyrirtækisins en Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, kynnir skýrsluna. 19. mars 2018 17:17 Leggja til að starfsmenn N1 fái sömu hækkun og forstjórinn Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum fyrirtækisins skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk á liðnu ári. 16. mars 2018 12:44 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Tillaga stjórnar VR á aðalfundi N1 sem fram fór síðdegis í dag um að almennir starfsmenn fyrirtækisins myndu fá sambærilegar launahækkanir og forstjóri fyrirtækisins, Eggert Þór Kristófersson, var felld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúar stéttarfélagsins hafi verið þeir einu sem greiddu atkvæði með tillögunni en félagið er hluthafi í N1. Tillaga VR gekk út á að almennir starfsmenn myndu fá sambærilega launhækkun og forstjórinn en laun hans hækkuðu um tæp 21 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Kom fram á aðalfundinum í dag að launahækkunina megi rekja til kaupaukagreiðslna sem greiddar voru til forstjórans vegna góðs árangurs á árinu 2016.„Nú vitum við það að æðstu stjórnendur N1 fá bónusa fyrir að halda kaupinu niðri“ Ragnar segir að hluthafar hafi sent skýr skilaboð út í samfélagið og til neytenda um að almennir starfsmenn muni ekki njóta góðs af velgengni fyrirtækisins. „Þeir höfðu þarna dauðafæri á að koma til móts við þessa sterku umræðu sem hefur verið í samfélaginu undanfarna daga og kusu að freista gæfunnar gagnvart neytendum,“ segir Ragnar. Hann segir hluthafa þannig hafa kosið að svara ekki kalli í samfélaginu og þeir muni þurfa að svara fyrir það þegar hinn almenni neytandi ákveður hvert hann beinir sínum viðskiptum. Aðspurður um útskýringar stjórnar N1 á launum forstjórans og hvað honum finnst um þær segir Ragnar að þær staðfesti að það séu óskýrar kaupaukagreiðslur og bónusgreiðslur í gangi hjá æðstu stjórnendum fyrirtækisins. „Það var alveg klárt mál á hluthöfum að þetta var ekki vel kynnt og ekki mjög skýrt hvernig greiðslum skyldi háttað. En nú vitum við það að æðstu stjórnendur N1 fá bónusa fyrir að halda kaupinu niðri og álagningunni uppi því þeirra árangurstengdu greiðslur eru tengdar við EBITDU félagsins sem þýðir einfaldlega það að ef að kostnaði er haldið niðri, meðal annars, þá mun bónusinn hækka. Þetta er eitthvað sem við getum alls ekki sætt okkur við.“Segir stöðuna á vinnumarkaði gríðarlega erfiða Á kynningu á skýrslu stjórnar fór Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, yfir það að frá árinu 2013 hafa laun vakt- og stöðvarstjóra hafa hækkað um 35 prósent og 34 prósent. Spurður hvort að það hafi ekki einhverja þýðingu segir Ragnar: „Það er hægt að reikna sig niður á hvaða vitleysu sem er og það er hægt að nota hvaða tímabil sem er. Af hverju að nota 2013 til 2017? Af hverju ekki að miða við 2015?“ Ragnar segir að staðan á vinnumarkaði sé gríðarlega erfið. „Allar þessar ákvarðanir með svona gríðarlega háar bónusgreiðslur, þær voru 21 milljón á síðasta ári og stefna kannski í að verða eitthvað lægri í ár. En það breytir því ekki að þarna eru fyrirtækin að auka á þessa gríðarlega erfiðu stöðu. Kjararáð, Landsvirkjun og stjórnendur fyrirtækja koma núna í halarófu með þvílíkar launagreiðslur og hækkanir í krónum talið og þetta mun gera komandi kjarasamningaviðræður gríðarlega erfiðar,“ segir Ragnar.
Kjaramál Tengdar fréttir Vill að Gildi selji allt hlutafé í N1 vegna launahækkunar forstjórans Guðmundur Ragnarsson, formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna hyggst leggja fram þá tillögu á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins Gildis að sjóðurinn selji allt hlutafé sitt í N1. 19. mars 2018 10:09 Kaupaukagreiðslur ástæða milljóna launahækkunar forstjóra N1 Þetta kemur fram í skýrslu stjórnar fyrirtækisins sem lögð er fyrir aðalfund þess sem fram fer nú síðdegis í höfuðstöðvum fyrirtækisins en Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, kynnir skýrsluna. 19. mars 2018 17:17 Leggja til að starfsmenn N1 fái sömu hækkun og forstjórinn Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum fyrirtækisins skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk á liðnu ári. 16. mars 2018 12:44 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Vill að Gildi selji allt hlutafé í N1 vegna launahækkunar forstjórans Guðmundur Ragnarsson, formaður VM - félags vélstjóra og málmtæknimanna hyggst leggja fram þá tillögu á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins Gildis að sjóðurinn selji allt hlutafé sitt í N1. 19. mars 2018 10:09
Kaupaukagreiðslur ástæða milljóna launahækkunar forstjóra N1 Þetta kemur fram í skýrslu stjórnar fyrirtækisins sem lögð er fyrir aðalfund þess sem fram fer nú síðdegis í höfuðstöðvum fyrirtækisins en Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, kynnir skýrsluna. 19. mars 2018 17:17
Leggja til að starfsmenn N1 fái sömu hækkun og forstjórinn Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum fyrirtækisins skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk á liðnu ári. 16. mars 2018 12:44