Viðskipti innlent

Mjólkursamsalan er ekki að fara að loka Búðardal

Kristján Már Unnarsson skrifar
Mjólkursamsalan í Búðardal er stærsta atvinnufyrirtæki Dalabyggðar.
Mjólkursamsalan í Búðardal er stærsta atvinnufyrirtæki Dalabyggðar. vísir/Pjetur

„Nei, alls ekki,“ svarar stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar, Egill Sigurðsson, spurningu um hvort til standi að loka starfsstöð fyrirtækisins í Búðardal. Orðrómur þess efnis hefur gengið meðal Dalamanna að undanförnu.

Egill Sigurðsson, formaður stjórnar MS. vísir/auðunn

„Þetta er sérhæfð ostagerð þar sem Dalaostar eru framleiddir. Þeir eru hvergi framleiddir annarsstaðar á landinu. Það kemur ekki til greina að loka henni. Dalamenn geta verið rólegir með það,“ segir Egill, sem sjálfur er bóndi á Berustöðum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu.

MS í Búðardal er stærsta atvinnufyrirtæki Dalasýslu. Á heimasíðu Mjólkusamsölunnar segir að MS Búðardal taki á móti mjólk frá bændum í Dalasýslu og á Vestfjörðum. Starfsmenn eru samtals 22.

„Ostar eru mikilvægur hluti af menningarsögu Dalanna en fyrsti mygluosturinn á Íslandi var framleiddur í Ólafsdal árið 1915. Mikil hefð hefur skapast fyrir ostagerð og segja má að Dalirnir séu ostahérað Íslands,“ segir á Dalaostar.is. 

„Þrátt fyrir að vera hvorki stærsta né fjölmennasta hérað landsins hafa Dalirnir skipt miklu máli í sögu Íslands, allt frá landnemum og Sturlungasögu yfir í ostagerð,“ segir ennfremur.

Frá Búðardal. Í þessum eina þéttbýliskjarna Dalabyggðar búa 260 manns af 670 íbúum sveitarfélagsins. Stöð 2/Arnar Halldórsson.

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.