Af fimbulfambi, slysasleppingum og íslensku sauðkindinni Jón Þór Ólason skrifar 6. mars 2018 07:00 Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, fer mikinn í grein í Fréttablaðinu þann 28. febrúar sl., vopnaður lýsingarorðum og tilvísunum er rekja má til fallins forseta Bandaríkjanna og Hávamála. Er ljóst að formaðurinn er með böggum hildar sökum þess að ritstjóra Fréttablaðsins varð það á að skrifa leiðara um slysasleppingar úr laxeldi og vekja athygli á þeirri staðreynd að gríðarleg áhætta er til staðar fyrir íslenska laxastofninn og íslenska náttúru. Glæpur ritstjórans virðist vera sá að málflutningurinn fellur ekki að þeirri ímynd sem formaðurinn hefur leitast við að draga upp af laxeldi í sjókvíum. Sú aðferðafræði er Einar beitir í þeirri rökræðu er alþekkt, þ.e. að draga fram strax í upphafi einhverja ranga fullyrðingu fram hjá ritstjóranum, sem í þessu tilviki var sú að Einar var titlaður framkvæmdarstjóri í greininni en ekki formaður stjórnar, og fullyrða svo í framhaldinu að slík ónákvæmni sé einkennandi fyrir málatilbúnað ritstjórans og því sé ekki á honum byggjandi. Leiðarinn í heild sinni var langt frá því að vera eitthvert fimbulfamb.Náttúran njóti vafans Einar er mjög ósáttur við samlíkingu ritstjórans á laxeldi og innflutningi á norskum kindum, sem honum finnst raunar svo fráleit að hann spyrðir við tvö upphrópunarmerki. Ég virðist hins vegar tilheyra sama málfundafélagi og ritstjórinn því mér finnst hún eiga fullkomlega við, því barátta okkar snýr að því að vernda íslenska náttúru og þar á meðal hinn einstaka íslenska laxastofn sem synt hefur á móti straumi til hrygningar í íslenskum vatnsföllum í 10.000 ár. Ég vil láta náttúruna njóta vafans og vernda genamengi villta laxins. Það er fullljóst með hliðsjón af reynslu annarra þjóða hér um, að innflutningur á erlendum frjóum fiski til laxeldis mun leiða til erfðablöndunar auk þess sem laxeldi fylgja ýmsir sjúkdómar sem óþekktir eru í íslenska laxinum. Til samanburðar liggur fyrir að það voru gerðar tilraunir með innflutning á sauðfé frá Evrópu sem höfðu skelfilegar afleiðingar fyrir íslenska sauðfjárstofninn enda báru hinir erlendu sauðfjárstofnar með sér ýmsa sjúkdóma sem áður voru óþekktir hér á landi, svo sem fjárkláða, mæðiveiki, riðu, garnaveiki o.fl. Þessi samlíking með sauðkindina er því nú ekki fráleitari en svo að þarna má einmitt finna mikil líkindi. Því virðist oft vera haldið fram að laxeldi sé ný atvinnugrein á Íslandi en svo er nú svo sannarlega ekki eins og ég komst raunar að þegar ég nam gjaldþrotaskiptarétt við lagadeild Háskóla Íslands. Saga laxeldis hefur verið saga væntinga og vonbrigða. Raunar ætti saga laxeldis við strendur Íslands að vera stjórnvöldum og öllum öðrum er láta sig mál þessi varða viðvörun um þá miklu áhættu sem þessari atvinnugrein er búin. Nú hafa hins væntingarnar um gróðavon náð nýjum hæðum og laxeldismenn fullyrða að nú sé öldin önnur og allur búnaður uppfylli ströngustu kröfur. Hið ætlaða fimbulfamb ritstjórans má m.a. rekja til þess tjóns er varð á tveimur eldiskvíum Arnarlax í Arnarfirði og Tálknafirði. Virðist óumdeilt að um 194 þúsund laxar voru í eldiskvínni í Tálknafirði og af þeim hafi drepist um 53 þúsund laxar eða samtals um 160 tonn af laxi. Til að setja þetta í samhengi við hinn villta íslenska laxastofn, þá er hrygningarstofninn talinn vera á bilinu 33-50.000 laxar og ef miðað er við algengt veiðihlutfall, sem er um 60%, þá ganga rúmlega 80 þúsund villtir laxar í íslenskar ár á hverju sumri. Er það nema von að menn fari upp á afturlappirnar.Slysasleppingar óhjákvæmilegar Það er sama hvort litið er til Noregs, Skotlands, Kanada eða Chile reynslan sýnir að slysasleppingar eru óhjákvæmilegar í öllu opnu sjókvíaeldi, sama hvað viljinn er góður. Tilvísun Einars í greininni, um að slysasleppingum í Noregi hafi fækkað verulega, er hjákátleg í ljósi þess að bara í febrúarmánuði var greint frá því í fréttum að langstærsta laxeldisfyrirtæki Noregs, Marine Harvest, hefði lent í hremmingum vegna slysasleppinga. Þannig hefðu 54 þúsund laxar sloppið úr kví í Þrændalögum auk þess sem uppgötvast hefði stórt gat á nót í eldiskví fyrirtækisins í Austvika í Flatanger en í nótinni hefðu verið 138 þúsund laxar. Ekki lá þó fyrir hve margir laxar hefðu sloppið þar. Vænti ég þess að þær kvíar sem eru í notkun hjá Marine Harvest séu síst verri búnaður en notaður er hérlendis. Það að halda því fram að sjókvíaeldi á laxi sé unnt að stunda í góðri sátt við náttúruna er fimbulfamb.Höfundur er formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, fer mikinn í grein í Fréttablaðinu þann 28. febrúar sl., vopnaður lýsingarorðum og tilvísunum er rekja má til fallins forseta Bandaríkjanna og Hávamála. Er ljóst að formaðurinn er með böggum hildar sökum þess að ritstjóra Fréttablaðsins varð það á að skrifa leiðara um slysasleppingar úr laxeldi og vekja athygli á þeirri staðreynd að gríðarleg áhætta er til staðar fyrir íslenska laxastofninn og íslenska náttúru. Glæpur ritstjórans virðist vera sá að málflutningurinn fellur ekki að þeirri ímynd sem formaðurinn hefur leitast við að draga upp af laxeldi í sjókvíum. Sú aðferðafræði er Einar beitir í þeirri rökræðu er alþekkt, þ.e. að draga fram strax í upphafi einhverja ranga fullyrðingu fram hjá ritstjóranum, sem í þessu tilviki var sú að Einar var titlaður framkvæmdarstjóri í greininni en ekki formaður stjórnar, og fullyrða svo í framhaldinu að slík ónákvæmni sé einkennandi fyrir málatilbúnað ritstjórans og því sé ekki á honum byggjandi. Leiðarinn í heild sinni var langt frá því að vera eitthvert fimbulfamb.Náttúran njóti vafans Einar er mjög ósáttur við samlíkingu ritstjórans á laxeldi og innflutningi á norskum kindum, sem honum finnst raunar svo fráleit að hann spyrðir við tvö upphrópunarmerki. Ég virðist hins vegar tilheyra sama málfundafélagi og ritstjórinn því mér finnst hún eiga fullkomlega við, því barátta okkar snýr að því að vernda íslenska náttúru og þar á meðal hinn einstaka íslenska laxastofn sem synt hefur á móti straumi til hrygningar í íslenskum vatnsföllum í 10.000 ár. Ég vil láta náttúruna njóta vafans og vernda genamengi villta laxins. Það er fullljóst með hliðsjón af reynslu annarra þjóða hér um, að innflutningur á erlendum frjóum fiski til laxeldis mun leiða til erfðablöndunar auk þess sem laxeldi fylgja ýmsir sjúkdómar sem óþekktir eru í íslenska laxinum. Til samanburðar liggur fyrir að það voru gerðar tilraunir með innflutning á sauðfé frá Evrópu sem höfðu skelfilegar afleiðingar fyrir íslenska sauðfjárstofninn enda báru hinir erlendu sauðfjárstofnar með sér ýmsa sjúkdóma sem áður voru óþekktir hér á landi, svo sem fjárkláða, mæðiveiki, riðu, garnaveiki o.fl. Þessi samlíking með sauðkindina er því nú ekki fráleitari en svo að þarna má einmitt finna mikil líkindi. Því virðist oft vera haldið fram að laxeldi sé ný atvinnugrein á Íslandi en svo er nú svo sannarlega ekki eins og ég komst raunar að þegar ég nam gjaldþrotaskiptarétt við lagadeild Háskóla Íslands. Saga laxeldis hefur verið saga væntinga og vonbrigða. Raunar ætti saga laxeldis við strendur Íslands að vera stjórnvöldum og öllum öðrum er láta sig mál þessi varða viðvörun um þá miklu áhættu sem þessari atvinnugrein er búin. Nú hafa hins væntingarnar um gróðavon náð nýjum hæðum og laxeldismenn fullyrða að nú sé öldin önnur og allur búnaður uppfylli ströngustu kröfur. Hið ætlaða fimbulfamb ritstjórans má m.a. rekja til þess tjóns er varð á tveimur eldiskvíum Arnarlax í Arnarfirði og Tálknafirði. Virðist óumdeilt að um 194 þúsund laxar voru í eldiskvínni í Tálknafirði og af þeim hafi drepist um 53 þúsund laxar eða samtals um 160 tonn af laxi. Til að setja þetta í samhengi við hinn villta íslenska laxastofn, þá er hrygningarstofninn talinn vera á bilinu 33-50.000 laxar og ef miðað er við algengt veiðihlutfall, sem er um 60%, þá ganga rúmlega 80 þúsund villtir laxar í íslenskar ár á hverju sumri. Er það nema von að menn fari upp á afturlappirnar.Slysasleppingar óhjákvæmilegar Það er sama hvort litið er til Noregs, Skotlands, Kanada eða Chile reynslan sýnir að slysasleppingar eru óhjákvæmilegar í öllu opnu sjókvíaeldi, sama hvað viljinn er góður. Tilvísun Einars í greininni, um að slysasleppingum í Noregi hafi fækkað verulega, er hjákátleg í ljósi þess að bara í febrúarmánuði var greint frá því í fréttum að langstærsta laxeldisfyrirtæki Noregs, Marine Harvest, hefði lent í hremmingum vegna slysasleppinga. Þannig hefðu 54 þúsund laxar sloppið úr kví í Þrændalögum auk þess sem uppgötvast hefði stórt gat á nót í eldiskví fyrirtækisins í Austvika í Flatanger en í nótinni hefðu verið 138 þúsund laxar. Ekki lá þó fyrir hve margir laxar hefðu sloppið þar. Vænti ég þess að þær kvíar sem eru í notkun hjá Marine Harvest séu síst verri búnaður en notaður er hérlendis. Það að halda því fram að sjókvíaeldi á laxi sé unnt að stunda í góðri sátt við náttúruna er fimbulfamb.Höfundur er formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og lögmaður
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar