Af fimbulfambi, slysasleppingum og íslensku sauðkindinni Jón Þór Ólason skrifar 6. mars 2018 07:00 Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, fer mikinn í grein í Fréttablaðinu þann 28. febrúar sl., vopnaður lýsingarorðum og tilvísunum er rekja má til fallins forseta Bandaríkjanna og Hávamála. Er ljóst að formaðurinn er með böggum hildar sökum þess að ritstjóra Fréttablaðsins varð það á að skrifa leiðara um slysasleppingar úr laxeldi og vekja athygli á þeirri staðreynd að gríðarleg áhætta er til staðar fyrir íslenska laxastofninn og íslenska náttúru. Glæpur ritstjórans virðist vera sá að málflutningurinn fellur ekki að þeirri ímynd sem formaðurinn hefur leitast við að draga upp af laxeldi í sjókvíum. Sú aðferðafræði er Einar beitir í þeirri rökræðu er alþekkt, þ.e. að draga fram strax í upphafi einhverja ranga fullyrðingu fram hjá ritstjóranum, sem í þessu tilviki var sú að Einar var titlaður framkvæmdarstjóri í greininni en ekki formaður stjórnar, og fullyrða svo í framhaldinu að slík ónákvæmni sé einkennandi fyrir málatilbúnað ritstjórans og því sé ekki á honum byggjandi. Leiðarinn í heild sinni var langt frá því að vera eitthvert fimbulfamb.Náttúran njóti vafans Einar er mjög ósáttur við samlíkingu ritstjórans á laxeldi og innflutningi á norskum kindum, sem honum finnst raunar svo fráleit að hann spyrðir við tvö upphrópunarmerki. Ég virðist hins vegar tilheyra sama málfundafélagi og ritstjórinn því mér finnst hún eiga fullkomlega við, því barátta okkar snýr að því að vernda íslenska náttúru og þar á meðal hinn einstaka íslenska laxastofn sem synt hefur á móti straumi til hrygningar í íslenskum vatnsföllum í 10.000 ár. Ég vil láta náttúruna njóta vafans og vernda genamengi villta laxins. Það er fullljóst með hliðsjón af reynslu annarra þjóða hér um, að innflutningur á erlendum frjóum fiski til laxeldis mun leiða til erfðablöndunar auk þess sem laxeldi fylgja ýmsir sjúkdómar sem óþekktir eru í íslenska laxinum. Til samanburðar liggur fyrir að það voru gerðar tilraunir með innflutning á sauðfé frá Evrópu sem höfðu skelfilegar afleiðingar fyrir íslenska sauðfjárstofninn enda báru hinir erlendu sauðfjárstofnar með sér ýmsa sjúkdóma sem áður voru óþekktir hér á landi, svo sem fjárkláða, mæðiveiki, riðu, garnaveiki o.fl. Þessi samlíking með sauðkindina er því nú ekki fráleitari en svo að þarna má einmitt finna mikil líkindi. Því virðist oft vera haldið fram að laxeldi sé ný atvinnugrein á Íslandi en svo er nú svo sannarlega ekki eins og ég komst raunar að þegar ég nam gjaldþrotaskiptarétt við lagadeild Háskóla Íslands. Saga laxeldis hefur verið saga væntinga og vonbrigða. Raunar ætti saga laxeldis við strendur Íslands að vera stjórnvöldum og öllum öðrum er láta sig mál þessi varða viðvörun um þá miklu áhættu sem þessari atvinnugrein er búin. Nú hafa hins væntingarnar um gróðavon náð nýjum hæðum og laxeldismenn fullyrða að nú sé öldin önnur og allur búnaður uppfylli ströngustu kröfur. Hið ætlaða fimbulfamb ritstjórans má m.a. rekja til þess tjóns er varð á tveimur eldiskvíum Arnarlax í Arnarfirði og Tálknafirði. Virðist óumdeilt að um 194 þúsund laxar voru í eldiskvínni í Tálknafirði og af þeim hafi drepist um 53 þúsund laxar eða samtals um 160 tonn af laxi. Til að setja þetta í samhengi við hinn villta íslenska laxastofn, þá er hrygningarstofninn talinn vera á bilinu 33-50.000 laxar og ef miðað er við algengt veiðihlutfall, sem er um 60%, þá ganga rúmlega 80 þúsund villtir laxar í íslenskar ár á hverju sumri. Er það nema von að menn fari upp á afturlappirnar.Slysasleppingar óhjákvæmilegar Það er sama hvort litið er til Noregs, Skotlands, Kanada eða Chile reynslan sýnir að slysasleppingar eru óhjákvæmilegar í öllu opnu sjókvíaeldi, sama hvað viljinn er góður. Tilvísun Einars í greininni, um að slysasleppingum í Noregi hafi fækkað verulega, er hjákátleg í ljósi þess að bara í febrúarmánuði var greint frá því í fréttum að langstærsta laxeldisfyrirtæki Noregs, Marine Harvest, hefði lent í hremmingum vegna slysasleppinga. Þannig hefðu 54 þúsund laxar sloppið úr kví í Þrændalögum auk þess sem uppgötvast hefði stórt gat á nót í eldiskví fyrirtækisins í Austvika í Flatanger en í nótinni hefðu verið 138 þúsund laxar. Ekki lá þó fyrir hve margir laxar hefðu sloppið þar. Vænti ég þess að þær kvíar sem eru í notkun hjá Marine Harvest séu síst verri búnaður en notaður er hérlendis. Það að halda því fram að sjókvíaeldi á laxi sé unnt að stunda í góðri sátt við náttúruna er fimbulfamb.Höfundur er formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, fer mikinn í grein í Fréttablaðinu þann 28. febrúar sl., vopnaður lýsingarorðum og tilvísunum er rekja má til fallins forseta Bandaríkjanna og Hávamála. Er ljóst að formaðurinn er með böggum hildar sökum þess að ritstjóra Fréttablaðsins varð það á að skrifa leiðara um slysasleppingar úr laxeldi og vekja athygli á þeirri staðreynd að gríðarleg áhætta er til staðar fyrir íslenska laxastofninn og íslenska náttúru. Glæpur ritstjórans virðist vera sá að málflutningurinn fellur ekki að þeirri ímynd sem formaðurinn hefur leitast við að draga upp af laxeldi í sjókvíum. Sú aðferðafræði er Einar beitir í þeirri rökræðu er alþekkt, þ.e. að draga fram strax í upphafi einhverja ranga fullyrðingu fram hjá ritstjóranum, sem í þessu tilviki var sú að Einar var titlaður framkvæmdarstjóri í greininni en ekki formaður stjórnar, og fullyrða svo í framhaldinu að slík ónákvæmni sé einkennandi fyrir málatilbúnað ritstjórans og því sé ekki á honum byggjandi. Leiðarinn í heild sinni var langt frá því að vera eitthvert fimbulfamb.Náttúran njóti vafans Einar er mjög ósáttur við samlíkingu ritstjórans á laxeldi og innflutningi á norskum kindum, sem honum finnst raunar svo fráleit að hann spyrðir við tvö upphrópunarmerki. Ég virðist hins vegar tilheyra sama málfundafélagi og ritstjórinn því mér finnst hún eiga fullkomlega við, því barátta okkar snýr að því að vernda íslenska náttúru og þar á meðal hinn einstaka íslenska laxastofn sem synt hefur á móti straumi til hrygningar í íslenskum vatnsföllum í 10.000 ár. Ég vil láta náttúruna njóta vafans og vernda genamengi villta laxins. Það er fullljóst með hliðsjón af reynslu annarra þjóða hér um, að innflutningur á erlendum frjóum fiski til laxeldis mun leiða til erfðablöndunar auk þess sem laxeldi fylgja ýmsir sjúkdómar sem óþekktir eru í íslenska laxinum. Til samanburðar liggur fyrir að það voru gerðar tilraunir með innflutning á sauðfé frá Evrópu sem höfðu skelfilegar afleiðingar fyrir íslenska sauðfjárstofninn enda báru hinir erlendu sauðfjárstofnar með sér ýmsa sjúkdóma sem áður voru óþekktir hér á landi, svo sem fjárkláða, mæðiveiki, riðu, garnaveiki o.fl. Þessi samlíking með sauðkindina er því nú ekki fráleitari en svo að þarna má einmitt finna mikil líkindi. Því virðist oft vera haldið fram að laxeldi sé ný atvinnugrein á Íslandi en svo er nú svo sannarlega ekki eins og ég komst raunar að þegar ég nam gjaldþrotaskiptarétt við lagadeild Háskóla Íslands. Saga laxeldis hefur verið saga væntinga og vonbrigða. Raunar ætti saga laxeldis við strendur Íslands að vera stjórnvöldum og öllum öðrum er láta sig mál þessi varða viðvörun um þá miklu áhættu sem þessari atvinnugrein er búin. Nú hafa hins væntingarnar um gróðavon náð nýjum hæðum og laxeldismenn fullyrða að nú sé öldin önnur og allur búnaður uppfylli ströngustu kröfur. Hið ætlaða fimbulfamb ritstjórans má m.a. rekja til þess tjóns er varð á tveimur eldiskvíum Arnarlax í Arnarfirði og Tálknafirði. Virðist óumdeilt að um 194 þúsund laxar voru í eldiskvínni í Tálknafirði og af þeim hafi drepist um 53 þúsund laxar eða samtals um 160 tonn af laxi. Til að setja þetta í samhengi við hinn villta íslenska laxastofn, þá er hrygningarstofninn talinn vera á bilinu 33-50.000 laxar og ef miðað er við algengt veiðihlutfall, sem er um 60%, þá ganga rúmlega 80 þúsund villtir laxar í íslenskar ár á hverju sumri. Er það nema von að menn fari upp á afturlappirnar.Slysasleppingar óhjákvæmilegar Það er sama hvort litið er til Noregs, Skotlands, Kanada eða Chile reynslan sýnir að slysasleppingar eru óhjákvæmilegar í öllu opnu sjókvíaeldi, sama hvað viljinn er góður. Tilvísun Einars í greininni, um að slysasleppingum í Noregi hafi fækkað verulega, er hjákátleg í ljósi þess að bara í febrúarmánuði var greint frá því í fréttum að langstærsta laxeldisfyrirtæki Noregs, Marine Harvest, hefði lent í hremmingum vegna slysasleppinga. Þannig hefðu 54 þúsund laxar sloppið úr kví í Þrændalögum auk þess sem uppgötvast hefði stórt gat á nót í eldiskví fyrirtækisins í Austvika í Flatanger en í nótinni hefðu verið 138 þúsund laxar. Ekki lá þó fyrir hve margir laxar hefðu sloppið þar. Vænti ég þess að þær kvíar sem eru í notkun hjá Marine Harvest séu síst verri búnaður en notaður er hérlendis. Það að halda því fram að sjókvíaeldi á laxi sé unnt að stunda í góðri sátt við náttúruna er fimbulfamb.Höfundur er formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og lögmaður
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun