Viðskipti innlent

Gísli kveður GAMMA

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Gísli Hauksson.
Gísli Hauksson. Vísir/GVA

Gísli Hauksson, fyrrverandi forstjóri og annar stofnenda GAMMA Capital Management hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu. Greint er frá þessu á vef GAMMA. Gísli verður áfram stærsti einstaki hluthafi í GAMMA en snýr sér nú að öðrum verkefnum.

Gísli var annar stofnenda GAMMA fyrir tíu árum síðan ásamt Agnari Tómasi Möller verkfræðingi, sem starfar nú sem framkvæmdastjóri sjóða hjá fyrirtækinu.

Gísli hefur frá árinu 2015 verið búsettur erlendis og á þeim tíma hefur hann meðal annars leitt uppbyggingu á erlendri starfsemi félagsins. Valdimar Árnason, forstjóri GAMMA, mun fyrst um sinn hafa umsjón yfir starfsemi GAMMA í New York á London, en engin breyting verður á hluthafahópi fyrirtækisins.

„Ég læt nú af störfum hjá félaginu sem ég stofnaði fyrir um 10 árum og hefur átt hug minn allan þann tíma. Á þessum tímamótum við 10 ára afmæli félagsins er gott tilefni til að breyta til og mun ég einbeita mér í ríkara mæli að öðrum verkefnum, m.a. eigin fjárfestingum og fjölskyldunnar, stjórnarsetu í fyrirtækjum og verkefnum á sviði menningarmála. Ég verð áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA og mun styðja við frekari vöxt og viðgang félagsins. Rekstur félagsins er í góðum höndum samstarfsmanna til margra ára og veit ég að GAMMA verður áfram í fremstu röð fjármálafyrirtækja,“ segir Gísli í frétt á vef GAMMA.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
1,48
6
45.229
SKEL
0,95
12
279.306
ARION
0,59
8
85.806
SYN
0
1
8.111
SJOVA
0
1
180

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,5
8
181.765
FESTI
-1,06
3
69.776
TM
-0,91
3
32.700
ICEAIR
-0,72
8
22.507
KVIKA
-0,48
2
64.325
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.