Viðskipti erlent

Óhugnanlegur hlátur Alexu hræðir notendur

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Stafrænir aðstoðarmenn líkt og Alexa eru hannaðir þannig að þeir bregðast einungis við þegar þeir heyra ákveðin orð.
Stafrænir aðstoðarmenn líkt og Alexa eru hannaðir þannig að þeir bregðast einungis við þegar þeir heyra ákveðin orð. Vísir/Getty
Amazon vinnur nú að því að laga galla í stafræna aðstoðarmanninum Alexu sem veldur því að tækið hlær fyrirvaralaust.

Einhverjir notendur sögðu frá því að hláturinn kæmi upp úr þurru, jafnvel þegar tækið væri „sofandi.“ Aðrir sögðu hann hljóma þegar tækið væri að sinna öðrum verkum, eins og að spila tónlist.

Stafrænir aðstoðarmenn líkt og Alexa eru hannaðir þannig að þeir bregðast einungis við þegar þeir heyra ákveðin orð. Alexa bregst við orðunum „Alexa“ og „Amazon.“

„Við erum meðvituð um þetta og vinnum að því að laga þetta,“ sagði Amazon í tilkynningu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×