Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi. VÍSIR/ERNIR „Storytel er leiðandi hljóðbókaveita í Evrópu og við byrjum með nokkur hundruð íslenska titla, bæði titla sem ekki hafa komið út áður á íslensku og eldri titla, og einnig yfir 30 þúsund enskar hljóðbækur,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi, sem verður formlega opnað í dag. Storytel er sænskt fyrirtæki með yfir hálfa milljón áskrifenda í níu löndum og hefur verið lýst ýmist sem eins konar Netflix eða Spotify fyrir bækur. Ísland verður tíunda landið sem fær aðgang að Storytel en þar greiða notendur mánaðarlegt gjald fyrir ótakmarkaðan aðgang að hljóð- og rafbókum Stefán segir hljóðbækur ekki hafa náð flugi á Íslandi af ýmsum ástæðum en Storytel sé af annarri stærðargráðu en áður hafi þekkst hér. Markaðsrannsóknir sýni að Íslendingar vilja geta hlustað á íslenskar hljóðbækur og þeirri eftirspurn ætli Storytel á mæta. „Þetta fer allt í gegnum smáforrit og verður því aðgengilegt og byggir á áskriftarmódeli. Við höfum aldrei haft það áður. Notendur munu geta prófað 14 daga frítt og borga svo eitt gjald á mánuði og hlustað á allar þessar bækur í þjónustunni. Þá er um að ræða nýjar tekjur fyrir rétthafa og höfunda sem munu fá greitt af því sem hlustað er á.“ Stefán segir að áskriftin muni kosta 2.690 krónur á mánuði, sem er heldur minna en til stóð fyrst en fyrirtækið ætlar að taka á sig virðisaukaskattinn í von um að stjórnvöld svari kallinu um afnám skattsins á bækur. Raddfagrir fá tækifæri Úrval íslenskra hljóðbóka verður aukið verulega á næstu árum og mun útgáfuarmur Storytel framleiða um eina bók á dag auk þess sem þjónustan stendur öðrum útgefendum til boða, innlendum sem erlendum, sem vilja koma efni sínu á framfæri. „Við erum búin að tryggja okkur réttinn á meira og minna öllum hljóðbókum sem til eru á Íslandi. Síðan höfum við setið við undanfarna mánuði og framleitt tugi bóka sem aldrei hafa komið út. Síðan, þegar fram líður, munum við framleiða 250-300 bækur á ári.“ Auk íslenskra titla verður í nánustu framtíð einnig hægt að nálgast þarna þýdda erlenda titla á íslensku. Tilkoma Storytel gæti því þýtt uppgrip hjá leikurum og raddfögrum við að lesa allar þessar bækur þegar framleiðslan verður komin á fullt. „Já, loksins getum við boðið upp á alvöru vinnu fyrir leikara í þessu. Við höfum verið að gefa út kannski tíu hljóðbækur út á ári undanfarin ár. En nú erum við komin með þrjú stúdíó sem eru þétt setin og leikarar koma hér og lesa.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
„Storytel er leiðandi hljóðbókaveita í Evrópu og við byrjum með nokkur hundruð íslenska titla, bæði titla sem ekki hafa komið út áður á íslensku og eldri titla, og einnig yfir 30 þúsund enskar hljóðbækur,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi, sem verður formlega opnað í dag. Storytel er sænskt fyrirtæki með yfir hálfa milljón áskrifenda í níu löndum og hefur verið lýst ýmist sem eins konar Netflix eða Spotify fyrir bækur. Ísland verður tíunda landið sem fær aðgang að Storytel en þar greiða notendur mánaðarlegt gjald fyrir ótakmarkaðan aðgang að hljóð- og rafbókum Stefán segir hljóðbækur ekki hafa náð flugi á Íslandi af ýmsum ástæðum en Storytel sé af annarri stærðargráðu en áður hafi þekkst hér. Markaðsrannsóknir sýni að Íslendingar vilja geta hlustað á íslenskar hljóðbækur og þeirri eftirspurn ætli Storytel á mæta. „Þetta fer allt í gegnum smáforrit og verður því aðgengilegt og byggir á áskriftarmódeli. Við höfum aldrei haft það áður. Notendur munu geta prófað 14 daga frítt og borga svo eitt gjald á mánuði og hlustað á allar þessar bækur í þjónustunni. Þá er um að ræða nýjar tekjur fyrir rétthafa og höfunda sem munu fá greitt af því sem hlustað er á.“ Stefán segir að áskriftin muni kosta 2.690 krónur á mánuði, sem er heldur minna en til stóð fyrst en fyrirtækið ætlar að taka á sig virðisaukaskattinn í von um að stjórnvöld svari kallinu um afnám skattsins á bækur. Raddfagrir fá tækifæri Úrval íslenskra hljóðbóka verður aukið verulega á næstu árum og mun útgáfuarmur Storytel framleiða um eina bók á dag auk þess sem þjónustan stendur öðrum útgefendum til boða, innlendum sem erlendum, sem vilja koma efni sínu á framfæri. „Við erum búin að tryggja okkur réttinn á meira og minna öllum hljóðbókum sem til eru á Íslandi. Síðan höfum við setið við undanfarna mánuði og framleitt tugi bóka sem aldrei hafa komið út. Síðan, þegar fram líður, munum við framleiða 250-300 bækur á ári.“ Auk íslenskra titla verður í nánustu framtíð einnig hægt að nálgast þarna þýdda erlenda titla á íslensku. Tilkoma Storytel gæti því þýtt uppgrip hjá leikurum og raddfögrum við að lesa allar þessar bækur þegar framleiðslan verður komin á fullt. „Já, loksins getum við boðið upp á alvöru vinnu fyrir leikara í þessu. Við höfum verið að gefa út kannski tíu hljóðbækur út á ári undanfarin ár. En nú erum við komin með þrjú stúdíó sem eru þétt setin og leikarar koma hér og lesa.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira