Sjónarhorn kvenna og karla saman gerir heiminn betri Brynhildur Björnsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 15:00 Hildur Petersen hlýtur þakkarviðurkenningu FKA í ár. MYND/Anton Brink Hildur Petersen athafnakona hlýtur þakkarviðurkenningu FKA að þessu sinni. Hildur er frumkvöðull á ýmsum sviðum og hefur verið virk í viðskiptalífinu frá árinu 1978. Hún er fyrsta konan sem var kjörin í Viðskiptaráð árið1990, fyrsta konan í stjórn banka árið 1987 og fyrsta konan á Íslandi til að skrá fyrirtæki á verðbréfamarkað.„Það er skrítið að hugsa til baka að það skuli ekki hafa verið fleiri konur að taka að sér slík verkefni á þessum tíma,“ segir Hildur, „og ég var svolítið vön því að vera alltaf ein í stjórnum með körlum en ég sá það fljótt hvað það var bæði áhrifaríkara og skemmtilegra þegar það var blanda af konum og körlum, hvort sem það er í stjórnum eða einhverri annarri starfsemi.“ Hún settist enn fremur í fyrstu stjórn FKA árið 1999 og sat þar í níu ár og finnst ótrúlega mikið hafa breyst frá þeim tíma. „Sem dæmi má nefna að árið 1994 var ég á forsíðu tímaritsins Frjálsrar verslunar ásamt Rakel Olsen og Guðrúnu Lárusdóttur. Þá var rétt hægt að finna tíu konur í viðskiptalífinu sem hægt var að hampa. Svona var líka staðan þegar FKA var stofnað. Nú gefur Frjáls verslun út blað árlega um hundrað áhrifamestu konurnar í viðskiptalífinu og það eru mun fleiri góðar konur í stjórnunarstörfum. Og þó það sækist seint að koma okkur í áhrifamestu stöðurnar hefur tíðarandinn breyst verulega. En af hverju við erum ekki komin lengra get ég ekki alveg sett fingur á, það er einhver ósýnilegur veggur. Konur eru jafn vel menntaðar, þær gefa sig jafnmikið í verkefnin og karlar og eru alveg tilbúnar í þetta en strákunum finnst kannski þægilegra að vera saman, alveg eins og konum finnst ekki leiðinlegt að vera saman heldur. En ég verð að segja að út frá mínu sjónarhorni hefur mér alltaf fundist bæði áhrifaríkara og skemmtilegra þegar kynin vinna saman. Það hefur alltaf verið innprentað í mig að þannig virki það best.“ Þess má geta að Hans Petersen ljósmyndavörufyrirtækið sem Hildur stýrði í rúm tuttugu ár fékk fyrstu jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs 1994. Hildur bendir á að FKA hafi einnig unnið markvisst að því gegnum árin að virkja atvinnulífið með sér. „Við vorum í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð og í kjölfarið jókst skilningur á því að þetta er ekki vandamál kvenna heldur atvinnulífsins þegar sjónarmið beggja kynja koma ekki að borðinu.“ Hildur Petersen hefur komið víða við í atvinnulífinu en í dag á fyrirtækið Vistvæn framtíð hug hennar allan en það var stofnað með það að leiðarljósi að minnka plastnotkun. „Þessi meinsemd hefur verið mér hugleikin í tvö til þrjú ár. Ég ákvað að fá til mín þrjá myndlistarmenn og rithöfunda til að vinna að hugmynd sem tengist menguninni í hafinu. Þetta eru ögrandi myndir sem sýna framtíðina sem blasir við okkur, bæði í máli og myndum, sem við látum prenta á innkaupapoka sem við erum að selja víða og markmiðið er að vekja fólk til vitundar um plastnotkun sína og gefa valkost við plastnotkun.“ En hver eru næstu skref fyrir konur í atvinnurekstri í átt að jafnrétti?„Þetta er stór og mikil spurning,“ segir Hildur. „Ég held að FKA sé að gera mjög góða hluti með því til dæmis að gera konur sýnilegar í fjölmiðlum því það skiptir máli að konur komi fram og segi sínar skoðanir, þá kemur það smám saman í ljós að konur eru auðvitað oft með önnur sjónarhorn sem stuðla að þarfri framþróun. Við þurfum að virkja atvinnulífið enn betur með okkur því með sjónarhorn karla og kvenna við borðið verður heimurinn betri." Sjá nánari umfjöllun í sérblaðinu Konur í atvinnulífinu. Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Hildur Petersen athafnakona hlýtur þakkarviðurkenningu FKA að þessu sinni. Hildur er frumkvöðull á ýmsum sviðum og hefur verið virk í viðskiptalífinu frá árinu 1978. Hún er fyrsta konan sem var kjörin í Viðskiptaráð árið1990, fyrsta konan í stjórn banka árið 1987 og fyrsta konan á Íslandi til að skrá fyrirtæki á verðbréfamarkað.„Það er skrítið að hugsa til baka að það skuli ekki hafa verið fleiri konur að taka að sér slík verkefni á þessum tíma,“ segir Hildur, „og ég var svolítið vön því að vera alltaf ein í stjórnum með körlum en ég sá það fljótt hvað það var bæði áhrifaríkara og skemmtilegra þegar það var blanda af konum og körlum, hvort sem það er í stjórnum eða einhverri annarri starfsemi.“ Hún settist enn fremur í fyrstu stjórn FKA árið 1999 og sat þar í níu ár og finnst ótrúlega mikið hafa breyst frá þeim tíma. „Sem dæmi má nefna að árið 1994 var ég á forsíðu tímaritsins Frjálsrar verslunar ásamt Rakel Olsen og Guðrúnu Lárusdóttur. Þá var rétt hægt að finna tíu konur í viðskiptalífinu sem hægt var að hampa. Svona var líka staðan þegar FKA var stofnað. Nú gefur Frjáls verslun út blað árlega um hundrað áhrifamestu konurnar í viðskiptalífinu og það eru mun fleiri góðar konur í stjórnunarstörfum. Og þó það sækist seint að koma okkur í áhrifamestu stöðurnar hefur tíðarandinn breyst verulega. En af hverju við erum ekki komin lengra get ég ekki alveg sett fingur á, það er einhver ósýnilegur veggur. Konur eru jafn vel menntaðar, þær gefa sig jafnmikið í verkefnin og karlar og eru alveg tilbúnar í þetta en strákunum finnst kannski þægilegra að vera saman, alveg eins og konum finnst ekki leiðinlegt að vera saman heldur. En ég verð að segja að út frá mínu sjónarhorni hefur mér alltaf fundist bæði áhrifaríkara og skemmtilegra þegar kynin vinna saman. Það hefur alltaf verið innprentað í mig að þannig virki það best.“ Þess má geta að Hans Petersen ljósmyndavörufyrirtækið sem Hildur stýrði í rúm tuttugu ár fékk fyrstu jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs 1994. Hildur bendir á að FKA hafi einnig unnið markvisst að því gegnum árin að virkja atvinnulífið með sér. „Við vorum í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð og í kjölfarið jókst skilningur á því að þetta er ekki vandamál kvenna heldur atvinnulífsins þegar sjónarmið beggja kynja koma ekki að borðinu.“ Hildur Petersen hefur komið víða við í atvinnulífinu en í dag á fyrirtækið Vistvæn framtíð hug hennar allan en það var stofnað með það að leiðarljósi að minnka plastnotkun. „Þessi meinsemd hefur verið mér hugleikin í tvö til þrjú ár. Ég ákvað að fá til mín þrjá myndlistarmenn og rithöfunda til að vinna að hugmynd sem tengist menguninni í hafinu. Þetta eru ögrandi myndir sem sýna framtíðina sem blasir við okkur, bæði í máli og myndum, sem við látum prenta á innkaupapoka sem við erum að selja víða og markmiðið er að vekja fólk til vitundar um plastnotkun sína og gefa valkost við plastnotkun.“ En hver eru næstu skref fyrir konur í atvinnurekstri í átt að jafnrétti?„Þetta er stór og mikil spurning,“ segir Hildur. „Ég held að FKA sé að gera mjög góða hluti með því til dæmis að gera konur sýnilegar í fjölmiðlum því það skiptir máli að konur komi fram og segi sínar skoðanir, þá kemur það smám saman í ljós að konur eru auðvitað oft með önnur sjónarhorn sem stuðla að þarfri framþróun. Við þurfum að virkja atvinnulífið enn betur með okkur því með sjónarhorn karla og kvenna við borðið verður heimurinn betri." Sjá nánari umfjöllun í sérblaðinu Konur í atvinnulífinu.
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira