Sjónarhorn kvenna og karla saman gerir heiminn betri Brynhildur Björnsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 15:00 Hildur Petersen hlýtur þakkarviðurkenningu FKA í ár. MYND/Anton Brink Hildur Petersen athafnakona hlýtur þakkarviðurkenningu FKA að þessu sinni. Hildur er frumkvöðull á ýmsum sviðum og hefur verið virk í viðskiptalífinu frá árinu 1978. Hún er fyrsta konan sem var kjörin í Viðskiptaráð árið1990, fyrsta konan í stjórn banka árið 1987 og fyrsta konan á Íslandi til að skrá fyrirtæki á verðbréfamarkað.„Það er skrítið að hugsa til baka að það skuli ekki hafa verið fleiri konur að taka að sér slík verkefni á þessum tíma,“ segir Hildur, „og ég var svolítið vön því að vera alltaf ein í stjórnum með körlum en ég sá það fljótt hvað það var bæði áhrifaríkara og skemmtilegra þegar það var blanda af konum og körlum, hvort sem það er í stjórnum eða einhverri annarri starfsemi.“ Hún settist enn fremur í fyrstu stjórn FKA árið 1999 og sat þar í níu ár og finnst ótrúlega mikið hafa breyst frá þeim tíma. „Sem dæmi má nefna að árið 1994 var ég á forsíðu tímaritsins Frjálsrar verslunar ásamt Rakel Olsen og Guðrúnu Lárusdóttur. Þá var rétt hægt að finna tíu konur í viðskiptalífinu sem hægt var að hampa. Svona var líka staðan þegar FKA var stofnað. Nú gefur Frjáls verslun út blað árlega um hundrað áhrifamestu konurnar í viðskiptalífinu og það eru mun fleiri góðar konur í stjórnunarstörfum. Og þó það sækist seint að koma okkur í áhrifamestu stöðurnar hefur tíðarandinn breyst verulega. En af hverju við erum ekki komin lengra get ég ekki alveg sett fingur á, það er einhver ósýnilegur veggur. Konur eru jafn vel menntaðar, þær gefa sig jafnmikið í verkefnin og karlar og eru alveg tilbúnar í þetta en strákunum finnst kannski þægilegra að vera saman, alveg eins og konum finnst ekki leiðinlegt að vera saman heldur. En ég verð að segja að út frá mínu sjónarhorni hefur mér alltaf fundist bæði áhrifaríkara og skemmtilegra þegar kynin vinna saman. Það hefur alltaf verið innprentað í mig að þannig virki það best.“ Þess má geta að Hans Petersen ljósmyndavörufyrirtækið sem Hildur stýrði í rúm tuttugu ár fékk fyrstu jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs 1994. Hildur bendir á að FKA hafi einnig unnið markvisst að því gegnum árin að virkja atvinnulífið með sér. „Við vorum í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð og í kjölfarið jókst skilningur á því að þetta er ekki vandamál kvenna heldur atvinnulífsins þegar sjónarmið beggja kynja koma ekki að borðinu.“ Hildur Petersen hefur komið víða við í atvinnulífinu en í dag á fyrirtækið Vistvæn framtíð hug hennar allan en það var stofnað með það að leiðarljósi að minnka plastnotkun. „Þessi meinsemd hefur verið mér hugleikin í tvö til þrjú ár. Ég ákvað að fá til mín þrjá myndlistarmenn og rithöfunda til að vinna að hugmynd sem tengist menguninni í hafinu. Þetta eru ögrandi myndir sem sýna framtíðina sem blasir við okkur, bæði í máli og myndum, sem við látum prenta á innkaupapoka sem við erum að selja víða og markmiðið er að vekja fólk til vitundar um plastnotkun sína og gefa valkost við plastnotkun.“ En hver eru næstu skref fyrir konur í atvinnurekstri í átt að jafnrétti?„Þetta er stór og mikil spurning,“ segir Hildur. „Ég held að FKA sé að gera mjög góða hluti með því til dæmis að gera konur sýnilegar í fjölmiðlum því það skiptir máli að konur komi fram og segi sínar skoðanir, þá kemur það smám saman í ljós að konur eru auðvitað oft með önnur sjónarhorn sem stuðla að þarfri framþróun. Við þurfum að virkja atvinnulífið enn betur með okkur því með sjónarhorn karla og kvenna við borðið verður heimurinn betri." Sjá nánari umfjöllun í sérblaðinu Konur í atvinnulífinu. Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira
Hildur Petersen athafnakona hlýtur þakkarviðurkenningu FKA að þessu sinni. Hildur er frumkvöðull á ýmsum sviðum og hefur verið virk í viðskiptalífinu frá árinu 1978. Hún er fyrsta konan sem var kjörin í Viðskiptaráð árið1990, fyrsta konan í stjórn banka árið 1987 og fyrsta konan á Íslandi til að skrá fyrirtæki á verðbréfamarkað.„Það er skrítið að hugsa til baka að það skuli ekki hafa verið fleiri konur að taka að sér slík verkefni á þessum tíma,“ segir Hildur, „og ég var svolítið vön því að vera alltaf ein í stjórnum með körlum en ég sá það fljótt hvað það var bæði áhrifaríkara og skemmtilegra þegar það var blanda af konum og körlum, hvort sem það er í stjórnum eða einhverri annarri starfsemi.“ Hún settist enn fremur í fyrstu stjórn FKA árið 1999 og sat þar í níu ár og finnst ótrúlega mikið hafa breyst frá þeim tíma. „Sem dæmi má nefna að árið 1994 var ég á forsíðu tímaritsins Frjálsrar verslunar ásamt Rakel Olsen og Guðrúnu Lárusdóttur. Þá var rétt hægt að finna tíu konur í viðskiptalífinu sem hægt var að hampa. Svona var líka staðan þegar FKA var stofnað. Nú gefur Frjáls verslun út blað árlega um hundrað áhrifamestu konurnar í viðskiptalífinu og það eru mun fleiri góðar konur í stjórnunarstörfum. Og þó það sækist seint að koma okkur í áhrifamestu stöðurnar hefur tíðarandinn breyst verulega. En af hverju við erum ekki komin lengra get ég ekki alveg sett fingur á, það er einhver ósýnilegur veggur. Konur eru jafn vel menntaðar, þær gefa sig jafnmikið í verkefnin og karlar og eru alveg tilbúnar í þetta en strákunum finnst kannski þægilegra að vera saman, alveg eins og konum finnst ekki leiðinlegt að vera saman heldur. En ég verð að segja að út frá mínu sjónarhorni hefur mér alltaf fundist bæði áhrifaríkara og skemmtilegra þegar kynin vinna saman. Það hefur alltaf verið innprentað í mig að þannig virki það best.“ Þess má geta að Hans Petersen ljósmyndavörufyrirtækið sem Hildur stýrði í rúm tuttugu ár fékk fyrstu jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs 1994. Hildur bendir á að FKA hafi einnig unnið markvisst að því gegnum árin að virkja atvinnulífið með sér. „Við vorum í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð og í kjölfarið jókst skilningur á því að þetta er ekki vandamál kvenna heldur atvinnulífsins þegar sjónarmið beggja kynja koma ekki að borðinu.“ Hildur Petersen hefur komið víða við í atvinnulífinu en í dag á fyrirtækið Vistvæn framtíð hug hennar allan en það var stofnað með það að leiðarljósi að minnka plastnotkun. „Þessi meinsemd hefur verið mér hugleikin í tvö til þrjú ár. Ég ákvað að fá til mín þrjá myndlistarmenn og rithöfunda til að vinna að hugmynd sem tengist menguninni í hafinu. Þetta eru ögrandi myndir sem sýna framtíðina sem blasir við okkur, bæði í máli og myndum, sem við látum prenta á innkaupapoka sem við erum að selja víða og markmiðið er að vekja fólk til vitundar um plastnotkun sína og gefa valkost við plastnotkun.“ En hver eru næstu skref fyrir konur í atvinnurekstri í átt að jafnrétti?„Þetta er stór og mikil spurning,“ segir Hildur. „Ég held að FKA sé að gera mjög góða hluti með því til dæmis að gera konur sýnilegar í fjölmiðlum því það skiptir máli að konur komi fram og segi sínar skoðanir, þá kemur það smám saman í ljós að konur eru auðvitað oft með önnur sjónarhorn sem stuðla að þarfri framþróun. Við þurfum að virkja atvinnulífið enn betur með okkur því með sjónarhorn karla og kvenna við borðið verður heimurinn betri." Sjá nánari umfjöllun í sérblaðinu Konur í atvinnulífinu.
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira