„Ákæruvaldið virðist líta á þessa tilkynningu sem einhverskonar brandara“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 17:00 Reimar Pétursson er hér til vinstri. Fyrir aftan hann ræðir Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, við skjólstæðing sinn. Til hægri er Gunnar Egill Egilsson, verjandi Péturs Jónssonar. Vísir/Anton Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baludrssonar, fyrrverandi forstöðumanns markaðsviðskipta Glitnis, gerði miklar athugasemdir við það hversu langur tími hafi liðið frá því að meint brot áttu sér stað þangað til að markaðsmisntokunarmál Glitins var tekið fyrir í héraðdsómi. Sagði hann tafir á málinu hafa haft mikil neikvæð áhrif á skjólstæðing sinn. Þetta kom fram í málflutningi Reimars í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jóhannes Baldursson er ákærður í málinu fyrir markaðsmisnotkun og er því haldið fram í ákæru að Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónsson, fyrrverandi starfsmenn deildar eigin viðskipta bankans, hafi stundað markaðsmisnotkun að undirlagi Jóhannesar og Lárusar Welding fyrrverandi forstjóra bankans. Í máli sínu sagið Reimar að ef málið hefði verði tekið fyrir fyrr þegar atburðirnir væru mönnum enn í fersku minni kynni ýmislegt að hafa komið í ljós sem hefði verið umbjóðanda hans til hagsbóta.Atvik í hverju máli sérstök Þá sagði hann einnig athugavert að málið sé borið saman við markaðsmisnotkunarmál Landsbankans og Kaupþings. Hann sagði heilbrigt að bera saman mál en það væri þó takmörkunum háð. „Atvik í hverju máli fyrir sig eru sérstök og engum verður refsað nema hann hafi sjálfur unnið sér til refsingar,” sagði Reimar. „Það er ekki hægt að vísa með einhverjum almennum hætti til Landsbanka- og Kaupþingsdóma með það. Umbjóðandi minn er sjálfstæður persónuleiki, hann lifir sjálfstæðu lífi og hann verður ekki dæmdur að sök bara sökum þess að stjórnendur Landsbankans og Kaupþings hafa verið dæmdir.“ Reimar benti einnig á að menn í hliðstæðum stöðum í Landsbankanum og Kaupþingi hefðu ekki verið ákærðir í þeim málum. Þá sagði hann að Jóhannes hefði ekki ákveðið með hvaða hætti viðskipti með eigin bréf bankans færu fram og að ákæruefnin beindust að þessu fyrirkomulagi sem hann ákvað ekki. Hann hafi ekki verið í aðstöðu til að framkvæma breytingarnar jafnvel þó hann hafi viljað það enda hafi það verið í höndum ákveðinna nefnda innan bankans að taka slíkar ákvarðanir. „Það er ekki hægt að refsa mönnum fyrir að vanrækja hlutverk sem þeir eiga ekki að sinna.“Tilkynnt með pompi og prakt Eitt álitamál við aðalmeðferð málsins er hvort Glitnir hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. Reimar sagði það vera grundvallarmun á þessu máli og sambærilegum málum Landsbanka og Kaupþings. „Það er óhrekjanleg staðreynd að Glitnir var með formlega viðskiptavakt. Ákæruvaldið talar alltaf eins og þetta hafi verið óformlegt. Þetta var formleg viðskiptavakt. Þetta var tilkynnt með pompi og prakt í Kauphöll 2. júlí 1998.“ Hann benti á máli sínu til stuðnings að í kringum tilkynninguna hafi forstjóri Kauphallar lýst henni í Morgunblaðinu sem mikilsverðu framtaki sem bæri að fagna. „Ákæruvaldið virðist líta á þessa tilkynningu sem einhverskonar brandara,“ sagði Reimar. „Þetta er tilkynning. Það er haldinn fundur, fregnir í blöðunum. Það er enginn að leyna neinu.“Berið að leiðbeina villuráfandi bankamönnum Reimar benti einnig á máli sínu til stuðnings að ef starfsemi deildar eigin viðskipta við bankann hefði verið glæpsamleg þyrfti einnig að líta til leiðbeiningarskyldu Fjármálaeftirlitsins. „Hefði Fjármálaeftirlitinu ekki borið að leiðbeina þessum villuráfandi bankamönnum að þetta væru einhverjir stórkostlegir glæpir sem þeir voru að tilkynna til Fjármálaeftirlitsins?“ Reimar sagði að þær lögskýringar sem ákæurvaldið tefldi fram í málinu væru langsóttar. Engum hefði á þessum tíma dottið í hug að um glæpsamlega háttsemi væri að ræða. Til staðar hafi verið ýmsir innri og ytri skoðunaraðilar sem engar athugasemdir hafi gert. „Það er Kauphöll, það er Fjármálaeftirlitið, það er regluvörður, innri endurskoðun. Það datt engum í hug að þetta gæti verið óheimilt.“ Reimar fer fram á að Jóhannes verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins og að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Lárusi ekki gerð frekari refsing Saksóknari sækist ekki eftir frekari refsingu yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í stóru markaðsmisnotkunarmáli. 1. febrúar 2018 12:00 Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13 Markaðsmisnotkun í Glitni: Áttar sig ekki á umræðu um að Glitnir hafi ekki verið með formlega viðskiptavakt Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og forveri Lárusar Welding í því starfi, segist hafa litið svo á að bankinn hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. 19. janúar 2018 14:35 „Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. 1. febrúar 2018 14:56 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baludrssonar, fyrrverandi forstöðumanns markaðsviðskipta Glitnis, gerði miklar athugasemdir við það hversu langur tími hafi liðið frá því að meint brot áttu sér stað þangað til að markaðsmisntokunarmál Glitins var tekið fyrir í héraðdsómi. Sagði hann tafir á málinu hafa haft mikil neikvæð áhrif á skjólstæðing sinn. Þetta kom fram í málflutningi Reimars í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jóhannes Baldursson er ákærður í málinu fyrir markaðsmisnotkun og er því haldið fram í ákæru að Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónsson, fyrrverandi starfsmenn deildar eigin viðskipta bankans, hafi stundað markaðsmisnotkun að undirlagi Jóhannesar og Lárusar Welding fyrrverandi forstjóra bankans. Í máli sínu sagið Reimar að ef málið hefði verði tekið fyrir fyrr þegar atburðirnir væru mönnum enn í fersku minni kynni ýmislegt að hafa komið í ljós sem hefði verið umbjóðanda hans til hagsbóta.Atvik í hverju máli sérstök Þá sagði hann einnig athugavert að málið sé borið saman við markaðsmisnotkunarmál Landsbankans og Kaupþings. Hann sagði heilbrigt að bera saman mál en það væri þó takmörkunum háð. „Atvik í hverju máli fyrir sig eru sérstök og engum verður refsað nema hann hafi sjálfur unnið sér til refsingar,” sagði Reimar. „Það er ekki hægt að vísa með einhverjum almennum hætti til Landsbanka- og Kaupþingsdóma með það. Umbjóðandi minn er sjálfstæður persónuleiki, hann lifir sjálfstæðu lífi og hann verður ekki dæmdur að sök bara sökum þess að stjórnendur Landsbankans og Kaupþings hafa verið dæmdir.“ Reimar benti einnig á að menn í hliðstæðum stöðum í Landsbankanum og Kaupþingi hefðu ekki verið ákærðir í þeim málum. Þá sagði hann að Jóhannes hefði ekki ákveðið með hvaða hætti viðskipti með eigin bréf bankans færu fram og að ákæruefnin beindust að þessu fyrirkomulagi sem hann ákvað ekki. Hann hafi ekki verið í aðstöðu til að framkvæma breytingarnar jafnvel þó hann hafi viljað það enda hafi það verið í höndum ákveðinna nefnda innan bankans að taka slíkar ákvarðanir. „Það er ekki hægt að refsa mönnum fyrir að vanrækja hlutverk sem þeir eiga ekki að sinna.“Tilkynnt með pompi og prakt Eitt álitamál við aðalmeðferð málsins er hvort Glitnir hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. Reimar sagði það vera grundvallarmun á þessu máli og sambærilegum málum Landsbanka og Kaupþings. „Það er óhrekjanleg staðreynd að Glitnir var með formlega viðskiptavakt. Ákæruvaldið talar alltaf eins og þetta hafi verið óformlegt. Þetta var formleg viðskiptavakt. Þetta var tilkynnt með pompi og prakt í Kauphöll 2. júlí 1998.“ Hann benti á máli sínu til stuðnings að í kringum tilkynninguna hafi forstjóri Kauphallar lýst henni í Morgunblaðinu sem mikilsverðu framtaki sem bæri að fagna. „Ákæruvaldið virðist líta á þessa tilkynningu sem einhverskonar brandara,“ sagði Reimar. „Þetta er tilkynning. Það er haldinn fundur, fregnir í blöðunum. Það er enginn að leyna neinu.“Berið að leiðbeina villuráfandi bankamönnum Reimar benti einnig á máli sínu til stuðnings að ef starfsemi deildar eigin viðskipta við bankann hefði verið glæpsamleg þyrfti einnig að líta til leiðbeiningarskyldu Fjármálaeftirlitsins. „Hefði Fjármálaeftirlitinu ekki borið að leiðbeina þessum villuráfandi bankamönnum að þetta væru einhverjir stórkostlegir glæpir sem þeir voru að tilkynna til Fjármálaeftirlitsins?“ Reimar sagði að þær lögskýringar sem ákæurvaldið tefldi fram í málinu væru langsóttar. Engum hefði á þessum tíma dottið í hug að um glæpsamlega háttsemi væri að ræða. Til staðar hafi verið ýmsir innri og ytri skoðunaraðilar sem engar athugasemdir hafi gert. „Það er Kauphöll, það er Fjármálaeftirlitið, það er regluvörður, innri endurskoðun. Það datt engum í hug að þetta gæti verið óheimilt.“ Reimar fer fram á að Jóhannes verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins og að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði.
Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Lárusi ekki gerð frekari refsing Saksóknari sækist ekki eftir frekari refsingu yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í stóru markaðsmisnotkunarmáli. 1. febrúar 2018 12:00 Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13 Markaðsmisnotkun í Glitni: Áttar sig ekki á umræðu um að Glitnir hafi ekki verið með formlega viðskiptavakt Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og forveri Lárusar Welding í því starfi, segist hafa litið svo á að bankinn hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. 19. janúar 2018 14:35 „Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. 1. febrúar 2018 14:56 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Lárusi ekki gerð frekari refsing Saksóknari sækist ekki eftir frekari refsingu yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í stóru markaðsmisnotkunarmáli. 1. febrúar 2018 12:00
Þorsteinn fór mikinn í dómsal: „Menn eru í keppni um að reyna að sakfella menn“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis, segist ávallt hafa treyst Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans, og að hann geri það enn. 22. janúar 2018 11:13
Markaðsmisnotkun í Glitni: Áttar sig ekki á umræðu um að Glitnir hafi ekki verið með formlega viðskiptavakt Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og forveri Lárusar Welding í því starfi, segist hafa litið svo á að bankinn hafi verið með formlega viðskiptavakt á eigin hlutum. 19. janúar 2018 14:35
„Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. 1. febrúar 2018 14:56