Þotan sem Airbus býður sem arftaka Boeing 757 Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2018 21:00 Airbus A321 LR í fyrsta flugtaki í Hamborg í gær. Mynd/Airbus. Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. Sýnt var frá jómfrúarfluginu í fréttum Stöðvar 2. Ef einhver flugvél á skilið titilinn þjóðarþota Íslendinga þá væri það sennilega Boeing 757, sem verið hefur í þjónustu Icelandair í 28 ár og flutt fleira fólk til og frá landinu en nokkur önnur vél. En þótt fjórtán ár séu liðin frá því framleiðslu 757-vélanna lauk er Icelandair með 26 slíkar í rekstri og áformar að nota þær áfram í einhver ár enn, einfaldlega vegna þess að vantað hefur inn á markaðinn vél af sambærilegri stærð og afkastagetu sem getur leyst hana af hólmi á lengri flugleiðum félagsins. En nú telur Airbus sig hafa arftakann, sem er langdræg útgáfa af 321-vélinni, kölluð LR (long-range), en henni var flogið í fyrsta sinn í Hamborg í gær. Með nýjum hreyflum og eldsneytisgeymum segir Airbus hana komast yfir sjöþúsund kílómetra í áfanga. „Hún getur núna auðveldlega flogið yfir Atlantshafið frá New York til Parísar. Hún getur líka þjónað öðrum flugleiðum, eins og á leiðinni Dubai-Peking og Singapore-Sidney,” segir Klaus Roewe, verkefnisstjóri 320-vélanna hjá Airbus. Nýju Airbus-þotunni fagnað eftir lendingu í gær. Áætlað er að hún verði komin í farþegaflug fyrir árslok.Mynd/Airbus.Hún tekur álíka farþegafjölda og Boeing 757 en Airbus-menn segja hana mun hagkvæmari. „Minni kostnaður sem nemur 30%,” segir Amaya Rodriguez-Gonzalez, markaðsstjóri hjá Airbus. Fyrsta flugið stóð í tvær og hálfa klukkustund og gekk að óskum. Stefnt er að því að hún verði komin í notkun á síðasta fjórðungi þessa árs. Að einu leyti toppar hún þó ekki 757-vélina. Airbus-vélin hefur minna farangursrými og minna burðarþol, sem þýddi til dæmis að félag eins og Icelandair gæti ekki tekið stóra fiskfarma aukalega í vörulestina. Þannig er hámarksflugtaksþungi nýju Airbus-vélarinnar allt að 97 tonn meðan hámarksflugtaksþungi Boeing 757-200 er allt að 116 tonn. Hér má sjá fyrsta flugið: Tengdar fréttir Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Örgleði (ekki öl-gleði) Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Sjá meira
Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. Sýnt var frá jómfrúarfluginu í fréttum Stöðvar 2. Ef einhver flugvél á skilið titilinn þjóðarþota Íslendinga þá væri það sennilega Boeing 757, sem verið hefur í þjónustu Icelandair í 28 ár og flutt fleira fólk til og frá landinu en nokkur önnur vél. En þótt fjórtán ár séu liðin frá því framleiðslu 757-vélanna lauk er Icelandair með 26 slíkar í rekstri og áformar að nota þær áfram í einhver ár enn, einfaldlega vegna þess að vantað hefur inn á markaðinn vél af sambærilegri stærð og afkastagetu sem getur leyst hana af hólmi á lengri flugleiðum félagsins. En nú telur Airbus sig hafa arftakann, sem er langdræg útgáfa af 321-vélinni, kölluð LR (long-range), en henni var flogið í fyrsta sinn í Hamborg í gær. Með nýjum hreyflum og eldsneytisgeymum segir Airbus hana komast yfir sjöþúsund kílómetra í áfanga. „Hún getur núna auðveldlega flogið yfir Atlantshafið frá New York til Parísar. Hún getur líka þjónað öðrum flugleiðum, eins og á leiðinni Dubai-Peking og Singapore-Sidney,” segir Klaus Roewe, verkefnisstjóri 320-vélanna hjá Airbus. Nýju Airbus-þotunni fagnað eftir lendingu í gær. Áætlað er að hún verði komin í farþegaflug fyrir árslok.Mynd/Airbus.Hún tekur álíka farþegafjölda og Boeing 757 en Airbus-menn segja hana mun hagkvæmari. „Minni kostnaður sem nemur 30%,” segir Amaya Rodriguez-Gonzalez, markaðsstjóri hjá Airbus. Fyrsta flugið stóð í tvær og hálfa klukkustund og gekk að óskum. Stefnt er að því að hún verði komin í notkun á síðasta fjórðungi þessa árs. Að einu leyti toppar hún þó ekki 757-vélina. Airbus-vélin hefur minna farangursrými og minna burðarþol, sem þýddi til dæmis að félag eins og Icelandair gæti ekki tekið stóra fiskfarma aukalega í vörulestina. Þannig er hámarksflugtaksþungi nýju Airbus-vélarinnar allt að 97 tonn meðan hámarksflugtaksþungi Boeing 757-200 er allt að 116 tonn. Hér má sjá fyrsta flugið:
Tengdar fréttir Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Örgleði (ekki öl-gleði) Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Sjá meira
Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00