Þotan sem Airbus býður sem arftaka Boeing 757 Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2018 21:00 Airbus A321 LR í fyrsta flugtaki í Hamborg í gær. Mynd/Airbus. Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. Sýnt var frá jómfrúarfluginu í fréttum Stöðvar 2. Ef einhver flugvél á skilið titilinn þjóðarþota Íslendinga þá væri það sennilega Boeing 757, sem verið hefur í þjónustu Icelandair í 28 ár og flutt fleira fólk til og frá landinu en nokkur önnur vél. En þótt fjórtán ár séu liðin frá því framleiðslu 757-vélanna lauk er Icelandair með 26 slíkar í rekstri og áformar að nota þær áfram í einhver ár enn, einfaldlega vegna þess að vantað hefur inn á markaðinn vél af sambærilegri stærð og afkastagetu sem getur leyst hana af hólmi á lengri flugleiðum félagsins. En nú telur Airbus sig hafa arftakann, sem er langdræg útgáfa af 321-vélinni, kölluð LR (long-range), en henni var flogið í fyrsta sinn í Hamborg í gær. Með nýjum hreyflum og eldsneytisgeymum segir Airbus hana komast yfir sjöþúsund kílómetra í áfanga. „Hún getur núna auðveldlega flogið yfir Atlantshafið frá New York til Parísar. Hún getur líka þjónað öðrum flugleiðum, eins og á leiðinni Dubai-Peking og Singapore-Sidney,” segir Klaus Roewe, verkefnisstjóri 320-vélanna hjá Airbus. Nýju Airbus-þotunni fagnað eftir lendingu í gær. Áætlað er að hún verði komin í farþegaflug fyrir árslok.Mynd/Airbus.Hún tekur álíka farþegafjölda og Boeing 757 en Airbus-menn segja hana mun hagkvæmari. „Minni kostnaður sem nemur 30%,” segir Amaya Rodriguez-Gonzalez, markaðsstjóri hjá Airbus. Fyrsta flugið stóð í tvær og hálfa klukkustund og gekk að óskum. Stefnt er að því að hún verði komin í notkun á síðasta fjórðungi þessa árs. Að einu leyti toppar hún þó ekki 757-vélina. Airbus-vélin hefur minna farangursrými og minna burðarþol, sem þýddi til dæmis að félag eins og Icelandair gæti ekki tekið stóra fiskfarma aukalega í vörulestina. Þannig er hámarksflugtaksþungi nýju Airbus-vélarinnar allt að 97 tonn meðan hámarksflugtaksþungi Boeing 757-200 er allt að 116 tonn. Hér má sjá fyrsta flugið: Tengdar fréttir Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Sjá meira
Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. Sýnt var frá jómfrúarfluginu í fréttum Stöðvar 2. Ef einhver flugvél á skilið titilinn þjóðarþota Íslendinga þá væri það sennilega Boeing 757, sem verið hefur í þjónustu Icelandair í 28 ár og flutt fleira fólk til og frá landinu en nokkur önnur vél. En þótt fjórtán ár séu liðin frá því framleiðslu 757-vélanna lauk er Icelandair með 26 slíkar í rekstri og áformar að nota þær áfram í einhver ár enn, einfaldlega vegna þess að vantað hefur inn á markaðinn vél af sambærilegri stærð og afkastagetu sem getur leyst hana af hólmi á lengri flugleiðum félagsins. En nú telur Airbus sig hafa arftakann, sem er langdræg útgáfa af 321-vélinni, kölluð LR (long-range), en henni var flogið í fyrsta sinn í Hamborg í gær. Með nýjum hreyflum og eldsneytisgeymum segir Airbus hana komast yfir sjöþúsund kílómetra í áfanga. „Hún getur núna auðveldlega flogið yfir Atlantshafið frá New York til Parísar. Hún getur líka þjónað öðrum flugleiðum, eins og á leiðinni Dubai-Peking og Singapore-Sidney,” segir Klaus Roewe, verkefnisstjóri 320-vélanna hjá Airbus. Nýju Airbus-þotunni fagnað eftir lendingu í gær. Áætlað er að hún verði komin í farþegaflug fyrir árslok.Mynd/Airbus.Hún tekur álíka farþegafjölda og Boeing 757 en Airbus-menn segja hana mun hagkvæmari. „Minni kostnaður sem nemur 30%,” segir Amaya Rodriguez-Gonzalez, markaðsstjóri hjá Airbus. Fyrsta flugið stóð í tvær og hálfa klukkustund og gekk að óskum. Stefnt er að því að hún verði komin í notkun á síðasta fjórðungi þessa árs. Að einu leyti toppar hún þó ekki 757-vélina. Airbus-vélin hefur minna farangursrými og minna burðarþol, sem þýddi til dæmis að félag eins og Icelandair gæti ekki tekið stóra fiskfarma aukalega í vörulestina. Þannig er hámarksflugtaksþungi nýju Airbus-vélarinnar allt að 97 tonn meðan hámarksflugtaksþungi Boeing 757-200 er allt að 116 tonn. Hér má sjá fyrsta flugið:
Tengdar fréttir Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Sjá meira
Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00