Vinsælustu vörur IKEA á Íslandi: Landinn sólginn í pizzadeigið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 12:00 Blái pokinn, BILLY-hillan, sprittkertin og LACK-borðið eru á meðal vinsælustu vara IKEA hér á landi. Ein af fréttum liðinnar viku var fregnin af andláti Ingvars Kamprad, stofnanda IKEA. Kamprad lést þann 28. janúar síðastliðinn, 91 árs að aldri. Hann stofnaði IKEA árið 1943, þá aðeins 17 ára gamall, og hefur fyrirtækið haft gríðarleg áhrif á framleiðslu og hönnun húsgagna allar götur síðan. Við þessi tímamót lék Vísi forvitni á að vita hvað væru vinsælustu vörur sænska húsgagnarisans hér á landi en IKEA opnaði sína fyrstu verslun hér árið 1981. Verslunin var þá deild innan Hagkaups í Skeifunni en fjórum árum síðar flutti hún í Hús verslunarinnar í Kringlunni. Níu árum síðar, eða árið 1994, opnaði IKEA síðan verslun sína í Holtagörðum og tólf árum síðar, árið 2006, opnaði verslunin sem enn er starfrækt í Kauptúni í Garðabæ.LACK-borðið kostaði fyrst 5000 krónur Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að listinn endurspegli söluna síðan verslunin opnaði í Kauptúni. Hins vegar hafi verið skipt nokkrum sinnum um tölvukerfi á þessum 37 árum IKEA á Íslandi og því sé listinn ekki hávísindalegur. „Síðustu þrjú til fjögur ár hefur pizzadeigið sem við framleiðum reyndar sjálf verið okkar mesti „bestseller“ með yfir 100 þúsund deig seld á ári. Í öðru sæti eru svo Glimma teljós, 100 saman í pakka,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Blái innkaupapokinn, sem heitir FRAKTA, er síðan sívinsæll og LACK-borðin sem hafa verið seld í IKEA á Íslandi síðan 1992. „Það má til gamans geta að þau kostuðu rúmlega 5000 krónur þá og það tók verkamann þrettán klukkustundir að vinna sér inn fyrir einu borði, eftir að hafa borgað skatt. Í dag kostar sama borð 950 krónur og er verkamaðurinn því í kringum hálftíma að vinna sér inn fyrir borðinu,“ segir Þórarinn. Það er því pizzadeigið sem landinn kaupir mest af í IKEA, margir eflaust fyrir föstudagspizzuna. Glimma-sprittkertin koma svo í 2. sæti enda nauðsynlegt að lýsa upp skammdegið hér á klakanum. Aðrar vörur sem eru á meðal þeirra vinsælustu eru síðan LACK-borðin og LACK-hillur, MALM-vörulínan (kommóður, rúm og skrifborð), KLIPPAN-sófinn, BILLY-bókaskáparnir og RIBBA-rammar. Vinsælasti rétturinn á veitingastað IKEA eru síðan auðvitað sænsku kjötbollurnar. Tengdar fréttir Sænski fáninn blaktir í hálfa stöng við IKEA Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi lýsir Ingvari Kamprad sem manni sem breytti heiminum. 28. janúar 2018 14:30 Stofnandi IKEA látinn Ingvar Kamprad lést á heimili sínu í heimabænum Småland. 28. janúar 2018 11:06 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Sjá meira
Ein af fréttum liðinnar viku var fregnin af andláti Ingvars Kamprad, stofnanda IKEA. Kamprad lést þann 28. janúar síðastliðinn, 91 árs að aldri. Hann stofnaði IKEA árið 1943, þá aðeins 17 ára gamall, og hefur fyrirtækið haft gríðarleg áhrif á framleiðslu og hönnun húsgagna allar götur síðan. Við þessi tímamót lék Vísi forvitni á að vita hvað væru vinsælustu vörur sænska húsgagnarisans hér á landi en IKEA opnaði sína fyrstu verslun hér árið 1981. Verslunin var þá deild innan Hagkaups í Skeifunni en fjórum árum síðar flutti hún í Hús verslunarinnar í Kringlunni. Níu árum síðar, eða árið 1994, opnaði IKEA síðan verslun sína í Holtagörðum og tólf árum síðar, árið 2006, opnaði verslunin sem enn er starfrækt í Kauptúni í Garðabæ.LACK-borðið kostaði fyrst 5000 krónur Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að listinn endurspegli söluna síðan verslunin opnaði í Kauptúni. Hins vegar hafi verið skipt nokkrum sinnum um tölvukerfi á þessum 37 árum IKEA á Íslandi og því sé listinn ekki hávísindalegur. „Síðustu þrjú til fjögur ár hefur pizzadeigið sem við framleiðum reyndar sjálf verið okkar mesti „bestseller“ með yfir 100 þúsund deig seld á ári. Í öðru sæti eru svo Glimma teljós, 100 saman í pakka,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Blái innkaupapokinn, sem heitir FRAKTA, er síðan sívinsæll og LACK-borðin sem hafa verið seld í IKEA á Íslandi síðan 1992. „Það má til gamans geta að þau kostuðu rúmlega 5000 krónur þá og það tók verkamann þrettán klukkustundir að vinna sér inn fyrir einu borði, eftir að hafa borgað skatt. Í dag kostar sama borð 950 krónur og er verkamaðurinn því í kringum hálftíma að vinna sér inn fyrir borðinu,“ segir Þórarinn. Það er því pizzadeigið sem landinn kaupir mest af í IKEA, margir eflaust fyrir föstudagspizzuna. Glimma-sprittkertin koma svo í 2. sæti enda nauðsynlegt að lýsa upp skammdegið hér á klakanum. Aðrar vörur sem eru á meðal þeirra vinsælustu eru síðan LACK-borðin og LACK-hillur, MALM-vörulínan (kommóður, rúm og skrifborð), KLIPPAN-sófinn, BILLY-bókaskáparnir og RIBBA-rammar. Vinsælasti rétturinn á veitingastað IKEA eru síðan auðvitað sænsku kjötbollurnar.
Tengdar fréttir Sænski fáninn blaktir í hálfa stöng við IKEA Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi lýsir Ingvari Kamprad sem manni sem breytti heiminum. 28. janúar 2018 14:30 Stofnandi IKEA látinn Ingvar Kamprad lést á heimili sínu í heimabænum Småland. 28. janúar 2018 11:06 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Sjá meira
Sænski fáninn blaktir í hálfa stöng við IKEA Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi lýsir Ingvari Kamprad sem manni sem breytti heiminum. 28. janúar 2018 14:30