Vinsælustu vörur IKEA á Íslandi: Landinn sólginn í pizzadeigið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 12:00 Blái pokinn, BILLY-hillan, sprittkertin og LACK-borðið eru á meðal vinsælustu vara IKEA hér á landi. Ein af fréttum liðinnar viku var fregnin af andláti Ingvars Kamprad, stofnanda IKEA. Kamprad lést þann 28. janúar síðastliðinn, 91 árs að aldri. Hann stofnaði IKEA árið 1943, þá aðeins 17 ára gamall, og hefur fyrirtækið haft gríðarleg áhrif á framleiðslu og hönnun húsgagna allar götur síðan. Við þessi tímamót lék Vísi forvitni á að vita hvað væru vinsælustu vörur sænska húsgagnarisans hér á landi en IKEA opnaði sína fyrstu verslun hér árið 1981. Verslunin var þá deild innan Hagkaups í Skeifunni en fjórum árum síðar flutti hún í Hús verslunarinnar í Kringlunni. Níu árum síðar, eða árið 1994, opnaði IKEA síðan verslun sína í Holtagörðum og tólf árum síðar, árið 2006, opnaði verslunin sem enn er starfrækt í Kauptúni í Garðabæ.LACK-borðið kostaði fyrst 5000 krónur Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að listinn endurspegli söluna síðan verslunin opnaði í Kauptúni. Hins vegar hafi verið skipt nokkrum sinnum um tölvukerfi á þessum 37 árum IKEA á Íslandi og því sé listinn ekki hávísindalegur. „Síðustu þrjú til fjögur ár hefur pizzadeigið sem við framleiðum reyndar sjálf verið okkar mesti „bestseller“ með yfir 100 þúsund deig seld á ári. Í öðru sæti eru svo Glimma teljós, 100 saman í pakka,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Blái innkaupapokinn, sem heitir FRAKTA, er síðan sívinsæll og LACK-borðin sem hafa verið seld í IKEA á Íslandi síðan 1992. „Það má til gamans geta að þau kostuðu rúmlega 5000 krónur þá og það tók verkamann þrettán klukkustundir að vinna sér inn fyrir einu borði, eftir að hafa borgað skatt. Í dag kostar sama borð 950 krónur og er verkamaðurinn því í kringum hálftíma að vinna sér inn fyrir borðinu,“ segir Þórarinn. Það er því pizzadeigið sem landinn kaupir mest af í IKEA, margir eflaust fyrir föstudagspizzuna. Glimma-sprittkertin koma svo í 2. sæti enda nauðsynlegt að lýsa upp skammdegið hér á klakanum. Aðrar vörur sem eru á meðal þeirra vinsælustu eru síðan LACK-borðin og LACK-hillur, MALM-vörulínan (kommóður, rúm og skrifborð), KLIPPAN-sófinn, BILLY-bókaskáparnir og RIBBA-rammar. Vinsælasti rétturinn á veitingastað IKEA eru síðan auðvitað sænsku kjötbollurnar. Tengdar fréttir Sænski fáninn blaktir í hálfa stöng við IKEA Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi lýsir Ingvari Kamprad sem manni sem breytti heiminum. 28. janúar 2018 14:30 Stofnandi IKEA látinn Ingvar Kamprad lést á heimili sínu í heimabænum Småland. 28. janúar 2018 11:06 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Ein af fréttum liðinnar viku var fregnin af andláti Ingvars Kamprad, stofnanda IKEA. Kamprad lést þann 28. janúar síðastliðinn, 91 árs að aldri. Hann stofnaði IKEA árið 1943, þá aðeins 17 ára gamall, og hefur fyrirtækið haft gríðarleg áhrif á framleiðslu og hönnun húsgagna allar götur síðan. Við þessi tímamót lék Vísi forvitni á að vita hvað væru vinsælustu vörur sænska húsgagnarisans hér á landi en IKEA opnaði sína fyrstu verslun hér árið 1981. Verslunin var þá deild innan Hagkaups í Skeifunni en fjórum árum síðar flutti hún í Hús verslunarinnar í Kringlunni. Níu árum síðar, eða árið 1994, opnaði IKEA síðan verslun sína í Holtagörðum og tólf árum síðar, árið 2006, opnaði verslunin sem enn er starfrækt í Kauptúni í Garðabæ.LACK-borðið kostaði fyrst 5000 krónur Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að listinn endurspegli söluna síðan verslunin opnaði í Kauptúni. Hins vegar hafi verið skipt nokkrum sinnum um tölvukerfi á þessum 37 árum IKEA á Íslandi og því sé listinn ekki hávísindalegur. „Síðustu þrjú til fjögur ár hefur pizzadeigið sem við framleiðum reyndar sjálf verið okkar mesti „bestseller“ með yfir 100 þúsund deig seld á ári. Í öðru sæti eru svo Glimma teljós, 100 saman í pakka,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Blái innkaupapokinn, sem heitir FRAKTA, er síðan sívinsæll og LACK-borðin sem hafa verið seld í IKEA á Íslandi síðan 1992. „Það má til gamans geta að þau kostuðu rúmlega 5000 krónur þá og það tók verkamann þrettán klukkustundir að vinna sér inn fyrir einu borði, eftir að hafa borgað skatt. Í dag kostar sama borð 950 krónur og er verkamaðurinn því í kringum hálftíma að vinna sér inn fyrir borðinu,“ segir Þórarinn. Það er því pizzadeigið sem landinn kaupir mest af í IKEA, margir eflaust fyrir föstudagspizzuna. Glimma-sprittkertin koma svo í 2. sæti enda nauðsynlegt að lýsa upp skammdegið hér á klakanum. Aðrar vörur sem eru á meðal þeirra vinsælustu eru síðan LACK-borðin og LACK-hillur, MALM-vörulínan (kommóður, rúm og skrifborð), KLIPPAN-sófinn, BILLY-bókaskáparnir og RIBBA-rammar. Vinsælasti rétturinn á veitingastað IKEA eru síðan auðvitað sænsku kjötbollurnar.
Tengdar fréttir Sænski fáninn blaktir í hálfa stöng við IKEA Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi lýsir Ingvari Kamprad sem manni sem breytti heiminum. 28. janúar 2018 14:30 Stofnandi IKEA látinn Ingvar Kamprad lést á heimili sínu í heimabænum Småland. 28. janúar 2018 11:06 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Sænski fáninn blaktir í hálfa stöng við IKEA Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi lýsir Ingvari Kamprad sem manni sem breytti heiminum. 28. janúar 2018 14:30