Vinsælustu vörur IKEA á Íslandi: Landinn sólginn í pizzadeigið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 12:00 Blái pokinn, BILLY-hillan, sprittkertin og LACK-borðið eru á meðal vinsælustu vara IKEA hér á landi. Ein af fréttum liðinnar viku var fregnin af andláti Ingvars Kamprad, stofnanda IKEA. Kamprad lést þann 28. janúar síðastliðinn, 91 árs að aldri. Hann stofnaði IKEA árið 1943, þá aðeins 17 ára gamall, og hefur fyrirtækið haft gríðarleg áhrif á framleiðslu og hönnun húsgagna allar götur síðan. Við þessi tímamót lék Vísi forvitni á að vita hvað væru vinsælustu vörur sænska húsgagnarisans hér á landi en IKEA opnaði sína fyrstu verslun hér árið 1981. Verslunin var þá deild innan Hagkaups í Skeifunni en fjórum árum síðar flutti hún í Hús verslunarinnar í Kringlunni. Níu árum síðar, eða árið 1994, opnaði IKEA síðan verslun sína í Holtagörðum og tólf árum síðar, árið 2006, opnaði verslunin sem enn er starfrækt í Kauptúni í Garðabæ.LACK-borðið kostaði fyrst 5000 krónur Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að listinn endurspegli söluna síðan verslunin opnaði í Kauptúni. Hins vegar hafi verið skipt nokkrum sinnum um tölvukerfi á þessum 37 árum IKEA á Íslandi og því sé listinn ekki hávísindalegur. „Síðustu þrjú til fjögur ár hefur pizzadeigið sem við framleiðum reyndar sjálf verið okkar mesti „bestseller“ með yfir 100 þúsund deig seld á ári. Í öðru sæti eru svo Glimma teljós, 100 saman í pakka,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Blái innkaupapokinn, sem heitir FRAKTA, er síðan sívinsæll og LACK-borðin sem hafa verið seld í IKEA á Íslandi síðan 1992. „Það má til gamans geta að þau kostuðu rúmlega 5000 krónur þá og það tók verkamann þrettán klukkustundir að vinna sér inn fyrir einu borði, eftir að hafa borgað skatt. Í dag kostar sama borð 950 krónur og er verkamaðurinn því í kringum hálftíma að vinna sér inn fyrir borðinu,“ segir Þórarinn. Það er því pizzadeigið sem landinn kaupir mest af í IKEA, margir eflaust fyrir föstudagspizzuna. Glimma-sprittkertin koma svo í 2. sæti enda nauðsynlegt að lýsa upp skammdegið hér á klakanum. Aðrar vörur sem eru á meðal þeirra vinsælustu eru síðan LACK-borðin og LACK-hillur, MALM-vörulínan (kommóður, rúm og skrifborð), KLIPPAN-sófinn, BILLY-bókaskáparnir og RIBBA-rammar. Vinsælasti rétturinn á veitingastað IKEA eru síðan auðvitað sænsku kjötbollurnar. Tengdar fréttir Sænski fáninn blaktir í hálfa stöng við IKEA Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi lýsir Ingvari Kamprad sem manni sem breytti heiminum. 28. janúar 2018 14:30 Stofnandi IKEA látinn Ingvar Kamprad lést á heimili sínu í heimabænum Småland. 28. janúar 2018 11:06 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Ein af fréttum liðinnar viku var fregnin af andláti Ingvars Kamprad, stofnanda IKEA. Kamprad lést þann 28. janúar síðastliðinn, 91 árs að aldri. Hann stofnaði IKEA árið 1943, þá aðeins 17 ára gamall, og hefur fyrirtækið haft gríðarleg áhrif á framleiðslu og hönnun húsgagna allar götur síðan. Við þessi tímamót lék Vísi forvitni á að vita hvað væru vinsælustu vörur sænska húsgagnarisans hér á landi en IKEA opnaði sína fyrstu verslun hér árið 1981. Verslunin var þá deild innan Hagkaups í Skeifunni en fjórum árum síðar flutti hún í Hús verslunarinnar í Kringlunni. Níu árum síðar, eða árið 1994, opnaði IKEA síðan verslun sína í Holtagörðum og tólf árum síðar, árið 2006, opnaði verslunin sem enn er starfrækt í Kauptúni í Garðabæ.LACK-borðið kostaði fyrst 5000 krónur Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að listinn endurspegli söluna síðan verslunin opnaði í Kauptúni. Hins vegar hafi verið skipt nokkrum sinnum um tölvukerfi á þessum 37 árum IKEA á Íslandi og því sé listinn ekki hávísindalegur. „Síðustu þrjú til fjögur ár hefur pizzadeigið sem við framleiðum reyndar sjálf verið okkar mesti „bestseller“ með yfir 100 þúsund deig seld á ári. Í öðru sæti eru svo Glimma teljós, 100 saman í pakka,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Blái innkaupapokinn, sem heitir FRAKTA, er síðan sívinsæll og LACK-borðin sem hafa verið seld í IKEA á Íslandi síðan 1992. „Það má til gamans geta að þau kostuðu rúmlega 5000 krónur þá og það tók verkamann þrettán klukkustundir að vinna sér inn fyrir einu borði, eftir að hafa borgað skatt. Í dag kostar sama borð 950 krónur og er verkamaðurinn því í kringum hálftíma að vinna sér inn fyrir borðinu,“ segir Þórarinn. Það er því pizzadeigið sem landinn kaupir mest af í IKEA, margir eflaust fyrir föstudagspizzuna. Glimma-sprittkertin koma svo í 2. sæti enda nauðsynlegt að lýsa upp skammdegið hér á klakanum. Aðrar vörur sem eru á meðal þeirra vinsælustu eru síðan LACK-borðin og LACK-hillur, MALM-vörulínan (kommóður, rúm og skrifborð), KLIPPAN-sófinn, BILLY-bókaskáparnir og RIBBA-rammar. Vinsælasti rétturinn á veitingastað IKEA eru síðan auðvitað sænsku kjötbollurnar.
Tengdar fréttir Sænski fáninn blaktir í hálfa stöng við IKEA Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi lýsir Ingvari Kamprad sem manni sem breytti heiminum. 28. janúar 2018 14:30 Stofnandi IKEA látinn Ingvar Kamprad lést á heimili sínu í heimabænum Småland. 28. janúar 2018 11:06 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Sænski fáninn blaktir í hálfa stöng við IKEA Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi lýsir Ingvari Kamprad sem manni sem breytti heiminum. 28. janúar 2018 14:30