Óttast ekki hrun þrátt fyrir skarpa lækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2018 07:07 Þessum hlutabréfasala leist ekkert á blikuna við opnum markaða í Asíu í morgun. Vísir/Getty Japanska Nikkei 225 hlutabréfavísitalan hefur þróast með svipuðum hætti og sú bandaríska síðastliðinn sólarhring. Greint var frá því í gærkvöldi að Dow Jones hafði, þegar markaðir lokuðu vestanhafs í gær, fallið um næstum 5 prósent á einum sólarhring sem er mesta lækkun vísitölunnar síðan í fjármálahruninu 2008. Nikkei vísitalan hefur að sama skapi fallið um 4,7 prósent á einum sólarhring þegar þetta er skrifað. Hang Seng vísitalan í Hong Kong hefur einnig fallið um 4,5 prósent og sú suður-kóreska, Kospi, hefur lækkað um 2,6 prósent. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum hefur verið að hækka almennt síðustu mánuði og hækkaði Dow Jones um meira en 25 prósent á síðast ári. Raunar var óvenjulítið um óróleika á hlutabréfamarkaði árið 2017 en vísitölur í Asíu hafa tilhneigingu til að fylgja þróuninni vestanhafs.Sjá einnig: Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008Lækkun gærdagsins, og það sem af er morguns í Asíu, má í raun rekja til þess sem alla jafna væru jákvæðar fréttir af bandarískum vinnumarkaði. Greint var frá því fyrir helgi að störfum í Bandaríkjunum hafi fjölgað mjög á síðustu misserum og laun hækkað sömuleiðis. Þessi tíðindi vöktu þó nokkurn ugg meðal fjárfesta. Þá grunar að seðlabanki Bandaríkjanna muni vegna þessa grípa til meiri vaxtahækkana en gert hafði verið ráð fyrir. Fjármálaráðgjafi sem breska ríkisútvarpið ræddi við segir að lækkunin á hlutabréfamörkuðum sé ekki til marks um yfirvofandi hrun eða trú á að allt sé að fara til fjandans. „Þetta eru áhyggjur af betra gengi en búist var við og því verðum við að endurstilla miðið.“ Hvíta húsið reyndi að slá á ótta fjárfesta um helgina og sagði að þeir ættu ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu tímabundnu kröggum. Mikilvægara væri að líta til þeirra þátta sem hafa áhrif á stöðugleika bandarísks efnhags til lengri tíma, þátta sem allir væru sterki en nokkru sinni fyrr. Tengdar fréttir Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008 Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði í dag um 1175 stig eða 4,6 prósent. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í september árið 2008. 5. febrúar 2018 21:35 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Japanska Nikkei 225 hlutabréfavísitalan hefur þróast með svipuðum hætti og sú bandaríska síðastliðinn sólarhring. Greint var frá því í gærkvöldi að Dow Jones hafði, þegar markaðir lokuðu vestanhafs í gær, fallið um næstum 5 prósent á einum sólarhring sem er mesta lækkun vísitölunnar síðan í fjármálahruninu 2008. Nikkei vísitalan hefur að sama skapi fallið um 4,7 prósent á einum sólarhring þegar þetta er skrifað. Hang Seng vísitalan í Hong Kong hefur einnig fallið um 4,5 prósent og sú suður-kóreska, Kospi, hefur lækkað um 2,6 prósent. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum hefur verið að hækka almennt síðustu mánuði og hækkaði Dow Jones um meira en 25 prósent á síðast ári. Raunar var óvenjulítið um óróleika á hlutabréfamarkaði árið 2017 en vísitölur í Asíu hafa tilhneigingu til að fylgja þróuninni vestanhafs.Sjá einnig: Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008Lækkun gærdagsins, og það sem af er morguns í Asíu, má í raun rekja til þess sem alla jafna væru jákvæðar fréttir af bandarískum vinnumarkaði. Greint var frá því fyrir helgi að störfum í Bandaríkjunum hafi fjölgað mjög á síðustu misserum og laun hækkað sömuleiðis. Þessi tíðindi vöktu þó nokkurn ugg meðal fjárfesta. Þá grunar að seðlabanki Bandaríkjanna muni vegna þessa grípa til meiri vaxtahækkana en gert hafði verið ráð fyrir. Fjármálaráðgjafi sem breska ríkisútvarpið ræddi við segir að lækkunin á hlutabréfamörkuðum sé ekki til marks um yfirvofandi hrun eða trú á að allt sé að fara til fjandans. „Þetta eru áhyggjur af betra gengi en búist var við og því verðum við að endurstilla miðið.“ Hvíta húsið reyndi að slá á ótta fjárfesta um helgina og sagði að þeir ættu ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu tímabundnu kröggum. Mikilvægara væri að líta til þeirra þátta sem hafa áhrif á stöðugleika bandarísks efnhags til lengri tíma, þátta sem allir væru sterki en nokkru sinni fyrr.
Tengdar fréttir Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008 Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði í dag um 1175 stig eða 4,6 prósent. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í september árið 2008. 5. febrúar 2018 21:35 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008 Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði í dag um 1175 stig eða 4,6 prósent. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í september árið 2008. 5. febrúar 2018 21:35