Leggja til 25 milljarða arðgreiðslu takist að selja hlut í Arion banka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. febrúar 2018 10:52 Kaupþing á fyrir 57 prósenta hlut í Arion banka. Vísir/Stefán Stjórn Arion banka leggur til að bankinn greiði 25 milljarða í arð til hluthafa bankans. Tillaga stjórnarinnar gerir þó ráð fyrir að arðgreiðslan sé háð því skilyrði að stærsti eigandi bankans hafi selt minnst tvö prósent eignar félagsins í bankanum fyrir 15. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu Arion banka til Kauphallarinnar. Þar er boðað til hluthafafundar bankans sem haldinn verður 12. febrúar næstkomandi. Gerir stjórnin tvær tillögur til fundarins, annars vegar að stjórn bankans fái tímabundna heimild til kaupa á eigin bréfum bankans fyrir allt að tæpa 19 milljarða króna. Er lagt til að stjórn bankans fái heimild til þess að kaupa allt að tíu prósent eigin bréfa bankans. Er lagt til að þessi heimild verði í gildi til 15. apríl og að það fé sem nýtt verði til kaupanna dragist frá væntanlegri arðgreiðslu. Hins vegar er lagt til að bankinn greiði, eins og fyrr segir, 25 milljarða, í arð til hluthafa bankans. Arðgreiðslan verði þó háð fyrrgreindum skilyrðum. Kaupskil er dótturfélag eignarhaldsfélagsins Kaupþings, stærsta eiganda bankans, en greint var frá því í Fréttablaðinu í síðasta mánuði að íslenskum lífeyrissjóðum standi til boða kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut félagsins í Arion banka. Kaupþing á í gegnum Kaupskil 57 prósent í bankanum. Goldman Sachs og þrír vogunarsjóðir eiga um 30 prósenta hlut og íslenska ríkið um þrettán prósent. Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjóða lífeyrissjóðunum að kaupa í Arion banka í vikunni Kaupþing mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í Arion banka í vikunni. Sjóðirnir verða að taka afstöðu til tilboðsins fyrir birtingu ársreiknings þann 14. febrúar. 24. janúar 2018 07:30 Sigmundur sótti að forsætisráðherra vegna Arion banka og vogunarsjóðanna Engin ákvörðun hefur verið tekin um sölu á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 5. febrúar 2018 16:30 Kaupþing getur keypt hlut ríkisins í Arion banka á um 23 milljarða Ef Kaupþing nýtir sér kauprétt að 13% hlut ríkisins þarf félagið að greiða um 23 milljarða. Það jafngildir genginu 0,8 miðað við eigið fé bankans. Bréfin yrðu seld á sama gengi til lífeyrissjóða. Kaupþing vill svar frá sjóðunum fyrir helgi. 31. janúar 2018 07:30 Mest lesið „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Stjórn Arion banka leggur til að bankinn greiði 25 milljarða í arð til hluthafa bankans. Tillaga stjórnarinnar gerir þó ráð fyrir að arðgreiðslan sé háð því skilyrði að stærsti eigandi bankans hafi selt minnst tvö prósent eignar félagsins í bankanum fyrir 15. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu Arion banka til Kauphallarinnar. Þar er boðað til hluthafafundar bankans sem haldinn verður 12. febrúar næstkomandi. Gerir stjórnin tvær tillögur til fundarins, annars vegar að stjórn bankans fái tímabundna heimild til kaupa á eigin bréfum bankans fyrir allt að tæpa 19 milljarða króna. Er lagt til að stjórn bankans fái heimild til þess að kaupa allt að tíu prósent eigin bréfa bankans. Er lagt til að þessi heimild verði í gildi til 15. apríl og að það fé sem nýtt verði til kaupanna dragist frá væntanlegri arðgreiðslu. Hins vegar er lagt til að bankinn greiði, eins og fyrr segir, 25 milljarða, í arð til hluthafa bankans. Arðgreiðslan verði þó háð fyrrgreindum skilyrðum. Kaupskil er dótturfélag eignarhaldsfélagsins Kaupþings, stærsta eiganda bankans, en greint var frá því í Fréttablaðinu í síðasta mánuði að íslenskum lífeyrissjóðum standi til boða kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut félagsins í Arion banka. Kaupþing á í gegnum Kaupskil 57 prósent í bankanum. Goldman Sachs og þrír vogunarsjóðir eiga um 30 prósenta hlut og íslenska ríkið um þrettán prósent.
Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjóða lífeyrissjóðunum að kaupa í Arion banka í vikunni Kaupþing mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í Arion banka í vikunni. Sjóðirnir verða að taka afstöðu til tilboðsins fyrir birtingu ársreiknings þann 14. febrúar. 24. janúar 2018 07:30 Sigmundur sótti að forsætisráðherra vegna Arion banka og vogunarsjóðanna Engin ákvörðun hefur verið tekin um sölu á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 5. febrúar 2018 16:30 Kaupþing getur keypt hlut ríkisins í Arion banka á um 23 milljarða Ef Kaupþing nýtir sér kauprétt að 13% hlut ríkisins þarf félagið að greiða um 23 milljarða. Það jafngildir genginu 0,8 miðað við eigið fé bankans. Bréfin yrðu seld á sama gengi til lífeyrissjóða. Kaupþing vill svar frá sjóðunum fyrir helgi. 31. janúar 2018 07:30 Mest lesið „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Bjóða lífeyrissjóðunum að kaupa í Arion banka í vikunni Kaupþing mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum að kaupa að lágmarki fimm prósenta hlut í Arion banka í vikunni. Sjóðirnir verða að taka afstöðu til tilboðsins fyrir birtingu ársreiknings þann 14. febrúar. 24. janúar 2018 07:30
Sigmundur sótti að forsætisráðherra vegna Arion banka og vogunarsjóðanna Engin ákvörðun hefur verið tekin um sölu á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 5. febrúar 2018 16:30
Kaupþing getur keypt hlut ríkisins í Arion banka á um 23 milljarða Ef Kaupþing nýtir sér kauprétt að 13% hlut ríkisins þarf félagið að greiða um 23 milljarða. Það jafngildir genginu 0,8 miðað við eigið fé bankans. Bréfin yrðu seld á sama gengi til lífeyrissjóða. Kaupþing vill svar frá sjóðunum fyrir helgi. 31. janúar 2018 07:30