Innflutningur átjánfaldaðist vegna Costco Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 08:00 Gríðarlegt magn berja hefur endað í risavöxnum innkaupakerrum Costco síðan verslunin var opnuð. Vísir/ernir Viðskipti Innflutningur á ferskum jarðarberjum frá Bandaríkjunum fór úr rúmum 26 tonnum árið 2016 í rúm 465 tonn á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Sprenging varð einnig á innflutningi annarra berja milli ára þar sem gríðarlega aukningu má merkja þegar Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í maí í fyrra. Bandarísku Driscoll’s-jarðarberin sem Costco hóf að selja á hagstæðara verði en áður hafði þekkst hér á landi í fyrra hafa verið ein vinsælasta vara verslunarinnar frá opnun. Steve Pappas, framkvæmdastjóri Costco í Evrópu, lét hafa eftir sér á fjármálaþingi Íslandsbanka í september að sala á jarðarberjum hefði farið fram úr öllum þeirra væntingum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa jarðarberjaöskjurnar verið söluhæsta vara Costco hér á landi, að eldsneyti undanskildu.Sjá einnig: Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu CostcoFrá opnun Costco í maí til ársloka 2017 nam innflutningur á ferskum jarðarberjum tæpum 464 tonnum. Mánuðina þar áður, frá janúar til apríl, nam innflutningurinn 1,6 tonnum. Ljóst er því að koma Costco og innflutningur verslunarinnar á berjum frá Bandaríkjunum útskýrir nær alla þessa aukningu.Ekki bara jarðaber Jarðarberin hafa verið seld í 907 gramma öskjum í Costco, en kílóverðið er um 1.200 krónur. Ef við gefum okkur að hvert innflutt kíló í fyrra hafi selst má áætla að Íslendingar hafi keypt jarðarber fyrir nærri 560 milljónir króna, eða rúmlega 513 þúsund öskjur. Innflutt kílómagn í fyrra jafngildir því að hvert mannsbarn á landinu hafi látið tæplega 1,4 kíló af jarðarberjum inn fyrir sínar varir á síðasta ári.Costco-berjaæði Íslendinga hefur þó ekki einskorðast við jarðarber. Samkvæmt tölum Hagstofunnar um innflutning á kirsuberjum jókst hann úr tæpum 8,4 tonnum árið 2016 í ríflega 54 tonn í fyrra. Þar má sömuleiðis merkja mikla aukningu á innflutningi eftir opnun Costco. Hindber, brómber, mórber og lóganber eru flokkuð saman í innflutningstölum. Þar jókst innflutningur úr rúmum 2 tonnum árið 2016 í rúm 107 tonn í fyrra. Hér er aðeins litið til innflutnings frá Bandaríkjunum, þaðan sem Costco flytur inn ber sín, en hafa ber í huga að flutt er inn nokkuð af berjum á ársvísu hér á landi frá löndum á borð við Belgíu, Holland og Spán svo eitthvað sé nefnt. Stærsti markaðurinn er þó frá Bandaríkjunum.Í desember síðastliðnum ræddi Fréttablaðið við íslenska jarðarberjabændur sem sögðu komu Costco hafa reynst þeim mikið högg. Henda hefði þurft berjum í tonnavís eftir að landinn fór að kaupa þau í hundruðum tonna í Costco. Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Sprenging orðið í innflutningi á breska klósettpappír Costco Fyrstu sjö mánuðina eftir opnun Costco í Garðabæ jókst innflutningur á salernispappír um 748 tonn eða 61 prósent. Rekja má aukninguna til Bretlands þaðan sem 364 tonn bárust í júnímánuði einum. 25. janúar 2018 08:00 Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00 Innkoma Costco viðskipti ársins Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum. 27. desember 2017 07:00 Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Viðskipti Innflutningur á ferskum jarðarberjum frá Bandaríkjunum fór úr rúmum 26 tonnum árið 2016 í rúm 465 tonn á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Sprenging varð einnig á innflutningi annarra berja milli ára þar sem gríðarlega aukningu má merkja þegar Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í maí í fyrra. Bandarísku Driscoll’s-jarðarberin sem Costco hóf að selja á hagstæðara verði en áður hafði þekkst hér á landi í fyrra hafa verið ein vinsælasta vara verslunarinnar frá opnun. Steve Pappas, framkvæmdastjóri Costco í Evrópu, lét hafa eftir sér á fjármálaþingi Íslandsbanka í september að sala á jarðarberjum hefði farið fram úr öllum þeirra væntingum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa jarðarberjaöskjurnar verið söluhæsta vara Costco hér á landi, að eldsneyti undanskildu.Sjá einnig: Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu CostcoFrá opnun Costco í maí til ársloka 2017 nam innflutningur á ferskum jarðarberjum tæpum 464 tonnum. Mánuðina þar áður, frá janúar til apríl, nam innflutningurinn 1,6 tonnum. Ljóst er því að koma Costco og innflutningur verslunarinnar á berjum frá Bandaríkjunum útskýrir nær alla þessa aukningu.Ekki bara jarðaber Jarðarberin hafa verið seld í 907 gramma öskjum í Costco, en kílóverðið er um 1.200 krónur. Ef við gefum okkur að hvert innflutt kíló í fyrra hafi selst má áætla að Íslendingar hafi keypt jarðarber fyrir nærri 560 milljónir króna, eða rúmlega 513 þúsund öskjur. Innflutt kílómagn í fyrra jafngildir því að hvert mannsbarn á landinu hafi látið tæplega 1,4 kíló af jarðarberjum inn fyrir sínar varir á síðasta ári.Costco-berjaæði Íslendinga hefur þó ekki einskorðast við jarðarber. Samkvæmt tölum Hagstofunnar um innflutning á kirsuberjum jókst hann úr tæpum 8,4 tonnum árið 2016 í ríflega 54 tonn í fyrra. Þar má sömuleiðis merkja mikla aukningu á innflutningi eftir opnun Costco. Hindber, brómber, mórber og lóganber eru flokkuð saman í innflutningstölum. Þar jókst innflutningur úr rúmum 2 tonnum árið 2016 í rúm 107 tonn í fyrra. Hér er aðeins litið til innflutnings frá Bandaríkjunum, þaðan sem Costco flytur inn ber sín, en hafa ber í huga að flutt er inn nokkuð af berjum á ársvísu hér á landi frá löndum á borð við Belgíu, Holland og Spán svo eitthvað sé nefnt. Stærsti markaðurinn er þó frá Bandaríkjunum.Í desember síðastliðnum ræddi Fréttablaðið við íslenska jarðarberjabændur sem sögðu komu Costco hafa reynst þeim mikið högg. Henda hefði þurft berjum í tonnavís eftir að landinn fór að kaupa þau í hundruðum tonna í Costco.
Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Sprenging orðið í innflutningi á breska klósettpappír Costco Fyrstu sjö mánuðina eftir opnun Costco í Garðabæ jókst innflutningur á salernispappír um 748 tonn eða 61 prósent. Rekja má aukninguna til Bretlands þaðan sem 364 tonn bárust í júnímánuði einum. 25. janúar 2018 08:00 Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00 Innkoma Costco viðskipti ársins Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum. 27. desember 2017 07:00 Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Sprenging orðið í innflutningi á breska klósettpappír Costco Fyrstu sjö mánuðina eftir opnun Costco í Garðabæ jókst innflutningur á salernispappír um 748 tonn eða 61 prósent. Rekja má aukninguna til Bretlands þaðan sem 364 tonn bárust í júnímánuði einum. 25. janúar 2018 08:00
Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00
Innkoma Costco viðskipti ársins Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum. 27. desember 2017 07:00