Hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. febrúar 2018 10:00 Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn. Seðlabankinn búist við verðbólgu á bilinu tvö til tvö komma átta prósent á næstu misserum. Hann segir að engin ástæða sé til endurfjármögnunar verðtryggðra lána þótt verðbólgan sé komin upp að markmiði Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á fundi sínum í vikunni að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. Í yfirlýsingu nefndarinnar þar sem fjallað er um ástæður ákvörðunar nefndarinnar er fjallað nokkuð um verðbólguhorfur. Verðbólga í janúar jókst úr 1,9 prósentum í 2,4 prósent sem einkum má rekja til hækkunar húsnæðisverðs á landsbyggðinni. Að mati peningastefnunefndar eru horfur á að verðbólga verði nálægt markmiði á árinu.Verið fjögur ár samfellt undir markmiði Verðbólga fór undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans í febrúar 2014 og hefur hún haldist þar síðan. Núna eru hins vegar blikur á lofti því verðbólgan hækkaði í 2,4 prósent í janúar og er núna aðeins 0,1 prósentustigi frá markmiði. Þetta hefur verið tilefni til vangaveltna um hvort hún muni aðeins aukast úr þessu. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka velti því upp í grein í síðustu viku hvort tími lágrar verðbólgu væri liðinn en þar segir: „Hvort sem lesa eigi of mikið í þessa mælingu eða ekki eru verðbólgutölurnar ágætis afsökun til að velta því upp hvort tími lágrar verðbólgu sé nú að líða undir lok.“Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn. Hann segir að Seðlabankinn reikni með 2,0-2,8 prósenta verðbólgu á næstu misserum. Verðbólgan fór upp í 2,4 prósent í janúar og er aðeins 0,1 prósentustigi frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans.Vísir/ÞÞEr tími lágrar verðbólgu liðinn? „Nei, ekki að okkar mati. Verðbólgan núna er 2,4 prósent sem ég held að allir Íslendingar eldri tvævetur myndu segja að væri tiltölulega lág verðbólga. Hún er bara komin í markmið okkar. Okkar verkefni er þá að tryggja að hún fari ekki langt fram úr því. Við getum ekki tryggt að hún verði alltaf nákvæmlega 2,5 prósent. Samkvæmt okkar spá sveiflast hún á bilinu 2,0-2,8 prósent á næstu misserum og það er bara ansi lág og stöðug verðbólga að okkar mati,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Þannig að þeir sem eru með verðtryggð íbúðalán ættu ekki að endurfjármagna og færa sig í óverðtryggt? „Nei, það held ég nú ekki.“ Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn. Seðlabankinn búist við verðbólgu á bilinu tvö til tvö komma átta prósent á næstu misserum. Hann segir að engin ástæða sé til endurfjármögnunar verðtryggðra lána þótt verðbólgan sé komin upp að markmiði Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á fundi sínum í vikunni að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. Í yfirlýsingu nefndarinnar þar sem fjallað er um ástæður ákvörðunar nefndarinnar er fjallað nokkuð um verðbólguhorfur. Verðbólga í janúar jókst úr 1,9 prósentum í 2,4 prósent sem einkum má rekja til hækkunar húsnæðisverðs á landsbyggðinni. Að mati peningastefnunefndar eru horfur á að verðbólga verði nálægt markmiði á árinu.Verið fjögur ár samfellt undir markmiði Verðbólga fór undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans í febrúar 2014 og hefur hún haldist þar síðan. Núna eru hins vegar blikur á lofti því verðbólgan hækkaði í 2,4 prósent í janúar og er núna aðeins 0,1 prósentustigi frá markmiði. Þetta hefur verið tilefni til vangaveltna um hvort hún muni aðeins aukast úr þessu. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka velti því upp í grein í síðustu viku hvort tími lágrar verðbólgu væri liðinn en þar segir: „Hvort sem lesa eigi of mikið í þessa mælingu eða ekki eru verðbólgutölurnar ágætis afsökun til að velta því upp hvort tími lágrar verðbólgu sé nú að líða undir lok.“Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn. Hann segir að Seðlabankinn reikni með 2,0-2,8 prósenta verðbólgu á næstu misserum. Verðbólgan fór upp í 2,4 prósent í janúar og er aðeins 0,1 prósentustigi frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans.Vísir/ÞÞEr tími lágrar verðbólgu liðinn? „Nei, ekki að okkar mati. Verðbólgan núna er 2,4 prósent sem ég held að allir Íslendingar eldri tvævetur myndu segja að væri tiltölulega lág verðbólga. Hún er bara komin í markmið okkar. Okkar verkefni er þá að tryggja að hún fari ekki langt fram úr því. Við getum ekki tryggt að hún verði alltaf nákvæmlega 2,5 prósent. Samkvæmt okkar spá sveiflast hún á bilinu 2,0-2,8 prósent á næstu misserum og það er bara ansi lág og stöðug verðbólga að okkar mati,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Þannig að þeir sem eru með verðtryggð íbúðalán ættu ekki að endurfjármagna og færa sig í óverðtryggt? „Nei, það held ég nú ekki.“
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira