Hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. febrúar 2018 10:00 Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn. Seðlabankinn búist við verðbólgu á bilinu tvö til tvö komma átta prósent á næstu misserum. Hann segir að engin ástæða sé til endurfjármögnunar verðtryggðra lána þótt verðbólgan sé komin upp að markmiði Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á fundi sínum í vikunni að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. Í yfirlýsingu nefndarinnar þar sem fjallað er um ástæður ákvörðunar nefndarinnar er fjallað nokkuð um verðbólguhorfur. Verðbólga í janúar jókst úr 1,9 prósentum í 2,4 prósent sem einkum má rekja til hækkunar húsnæðisverðs á landsbyggðinni. Að mati peningastefnunefndar eru horfur á að verðbólga verði nálægt markmiði á árinu.Verið fjögur ár samfellt undir markmiði Verðbólga fór undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans í febrúar 2014 og hefur hún haldist þar síðan. Núna eru hins vegar blikur á lofti því verðbólgan hækkaði í 2,4 prósent í janúar og er núna aðeins 0,1 prósentustigi frá markmiði. Þetta hefur verið tilefni til vangaveltna um hvort hún muni aðeins aukast úr þessu. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka velti því upp í grein í síðustu viku hvort tími lágrar verðbólgu væri liðinn en þar segir: „Hvort sem lesa eigi of mikið í þessa mælingu eða ekki eru verðbólgutölurnar ágætis afsökun til að velta því upp hvort tími lágrar verðbólgu sé nú að líða undir lok.“Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn. Hann segir að Seðlabankinn reikni með 2,0-2,8 prósenta verðbólgu á næstu misserum. Verðbólgan fór upp í 2,4 prósent í janúar og er aðeins 0,1 prósentustigi frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans.Vísir/ÞÞEr tími lágrar verðbólgu liðinn? „Nei, ekki að okkar mati. Verðbólgan núna er 2,4 prósent sem ég held að allir Íslendingar eldri tvævetur myndu segja að væri tiltölulega lág verðbólga. Hún er bara komin í markmið okkar. Okkar verkefni er þá að tryggja að hún fari ekki langt fram úr því. Við getum ekki tryggt að hún verði alltaf nákvæmlega 2,5 prósent. Samkvæmt okkar spá sveiflast hún á bilinu 2,0-2,8 prósent á næstu misserum og það er bara ansi lág og stöðug verðbólga að okkar mati,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Þannig að þeir sem eru með verðtryggð íbúðalán ættu ekki að endurfjármagna og færa sig í óverðtryggt? „Nei, það held ég nú ekki.“ Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn. Seðlabankinn búist við verðbólgu á bilinu tvö til tvö komma átta prósent á næstu misserum. Hann segir að engin ástæða sé til endurfjármögnunar verðtryggðra lána þótt verðbólgan sé komin upp að markmiði Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á fundi sínum í vikunni að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. Í yfirlýsingu nefndarinnar þar sem fjallað er um ástæður ákvörðunar nefndarinnar er fjallað nokkuð um verðbólguhorfur. Verðbólga í janúar jókst úr 1,9 prósentum í 2,4 prósent sem einkum má rekja til hækkunar húsnæðisverðs á landsbyggðinni. Að mati peningastefnunefndar eru horfur á að verðbólga verði nálægt markmiði á árinu.Verið fjögur ár samfellt undir markmiði Verðbólga fór undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans í febrúar 2014 og hefur hún haldist þar síðan. Núna eru hins vegar blikur á lofti því verðbólgan hækkaði í 2,4 prósent í janúar og er núna aðeins 0,1 prósentustigi frá markmiði. Þetta hefur verið tilefni til vangaveltna um hvort hún muni aðeins aukast úr þessu. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka velti því upp í grein í síðustu viku hvort tími lágrar verðbólgu væri liðinn en þar segir: „Hvort sem lesa eigi of mikið í þessa mælingu eða ekki eru verðbólgutölurnar ágætis afsökun til að velta því upp hvort tími lágrar verðbólgu sé nú að líða undir lok.“Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn. Hann segir að Seðlabankinn reikni með 2,0-2,8 prósenta verðbólgu á næstu misserum. Verðbólgan fór upp í 2,4 prósent í janúar og er aðeins 0,1 prósentustigi frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans.Vísir/ÞÞEr tími lágrar verðbólgu liðinn? „Nei, ekki að okkar mati. Verðbólgan núna er 2,4 prósent sem ég held að allir Íslendingar eldri tvævetur myndu segja að væri tiltölulega lág verðbólga. Hún er bara komin í markmið okkar. Okkar verkefni er þá að tryggja að hún fari ekki langt fram úr því. Við getum ekki tryggt að hún verði alltaf nákvæmlega 2,5 prósent. Samkvæmt okkar spá sveiflast hún á bilinu 2,0-2,8 prósent á næstu misserum og það er bara ansi lág og stöðug verðbólga að okkar mati,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Þannig að þeir sem eru með verðtryggð íbúðalán ættu ekki að endurfjármagna og færa sig í óverðtryggt? „Nei, það held ég nú ekki.“
Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira