Hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. febrúar 2018 10:00 Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn. Seðlabankinn búist við verðbólgu á bilinu tvö til tvö komma átta prósent á næstu misserum. Hann segir að engin ástæða sé til endurfjármögnunar verðtryggðra lána þótt verðbólgan sé komin upp að markmiði Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á fundi sínum í vikunni að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. Í yfirlýsingu nefndarinnar þar sem fjallað er um ástæður ákvörðunar nefndarinnar er fjallað nokkuð um verðbólguhorfur. Verðbólga í janúar jókst úr 1,9 prósentum í 2,4 prósent sem einkum má rekja til hækkunar húsnæðisverðs á landsbyggðinni. Að mati peningastefnunefndar eru horfur á að verðbólga verði nálægt markmiði á árinu.Verið fjögur ár samfellt undir markmiði Verðbólga fór undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans í febrúar 2014 og hefur hún haldist þar síðan. Núna eru hins vegar blikur á lofti því verðbólgan hækkaði í 2,4 prósent í janúar og er núna aðeins 0,1 prósentustigi frá markmiði. Þetta hefur verið tilefni til vangaveltna um hvort hún muni aðeins aukast úr þessu. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka velti því upp í grein í síðustu viku hvort tími lágrar verðbólgu væri liðinn en þar segir: „Hvort sem lesa eigi of mikið í þessa mælingu eða ekki eru verðbólgutölurnar ágætis afsökun til að velta því upp hvort tími lágrar verðbólgu sé nú að líða undir lok.“Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn. Hann segir að Seðlabankinn reikni með 2,0-2,8 prósenta verðbólgu á næstu misserum. Verðbólgan fór upp í 2,4 prósent í janúar og er aðeins 0,1 prósentustigi frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans.Vísir/ÞÞEr tími lágrar verðbólgu liðinn? „Nei, ekki að okkar mati. Verðbólgan núna er 2,4 prósent sem ég held að allir Íslendingar eldri tvævetur myndu segja að væri tiltölulega lág verðbólga. Hún er bara komin í markmið okkar. Okkar verkefni er þá að tryggja að hún fari ekki langt fram úr því. Við getum ekki tryggt að hún verði alltaf nákvæmlega 2,5 prósent. Samkvæmt okkar spá sveiflast hún á bilinu 2,0-2,8 prósent á næstu misserum og það er bara ansi lág og stöðug verðbólga að okkar mati,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Þannig að þeir sem eru með verðtryggð íbúðalán ættu ekki að endurfjármagna og færa sig í óverðtryggt? „Nei, það held ég nú ekki.“ Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn. Seðlabankinn búist við verðbólgu á bilinu tvö til tvö komma átta prósent á næstu misserum. Hann segir að engin ástæða sé til endurfjármögnunar verðtryggðra lána þótt verðbólgan sé komin upp að markmiði Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á fundi sínum í vikunni að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. Í yfirlýsingu nefndarinnar þar sem fjallað er um ástæður ákvörðunar nefndarinnar er fjallað nokkuð um verðbólguhorfur. Verðbólga í janúar jókst úr 1,9 prósentum í 2,4 prósent sem einkum má rekja til hækkunar húsnæðisverðs á landsbyggðinni. Að mati peningastefnunefndar eru horfur á að verðbólga verði nálægt markmiði á árinu.Verið fjögur ár samfellt undir markmiði Verðbólga fór undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans í febrúar 2014 og hefur hún haldist þar síðan. Núna eru hins vegar blikur á lofti því verðbólgan hækkaði í 2,4 prósent í janúar og er núna aðeins 0,1 prósentustigi frá markmiði. Þetta hefur verið tilefni til vangaveltna um hvort hún muni aðeins aukast úr þessu. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka velti því upp í grein í síðustu viku hvort tími lágrar verðbólgu væri liðinn en þar segir: „Hvort sem lesa eigi of mikið í þessa mælingu eða ekki eru verðbólgutölurnar ágætis afsökun til að velta því upp hvort tími lágrar verðbólgu sé nú að líða undir lok.“Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn. Hann segir að Seðlabankinn reikni með 2,0-2,8 prósenta verðbólgu á næstu misserum. Verðbólgan fór upp í 2,4 prósent í janúar og er aðeins 0,1 prósentustigi frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans.Vísir/ÞÞEr tími lágrar verðbólgu liðinn? „Nei, ekki að okkar mati. Verðbólgan núna er 2,4 prósent sem ég held að allir Íslendingar eldri tvævetur myndu segja að væri tiltölulega lág verðbólga. Hún er bara komin í markmið okkar. Okkar verkefni er þá að tryggja að hún fari ekki langt fram úr því. Við getum ekki tryggt að hún verði alltaf nákvæmlega 2,5 prósent. Samkvæmt okkar spá sveiflast hún á bilinu 2,0-2,8 prósent á næstu misserum og það er bara ansi lág og stöðug verðbólga að okkar mati,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Þannig að þeir sem eru með verðtryggð íbúðalán ættu ekki að endurfjármagna og færa sig í óverðtryggt? „Nei, það held ég nú ekki.“
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira