Denver gat stolið sigrinum í lokasókninni en brást bogalistin eins og sjá má hér að neðan. Kyrie Irving frábær í liði Boston en hann skoraði 12 af 27 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Jayson Tatum skilaði 20 stigum í hús fyrir Boston.
Nikola Jokic atkvæðamestur í liði Denver með 24 stig og Trey Lyles skoraði 20.
Gríska fríkið Giannis Antentokounmpo átti enn einn stórleikinn fyrir Milwaukee er liðið skellti Philadelphia. Giannis skoraði 31 stig, tók 18 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Magnaður.
Úrslit:
Indiana-Charlotte 105-96
Atlanta-Minnesota 105-100
Memphis-Phoenix 120-109
Milwaukee-Philadelphia 107-95
Dallas-Miami 88-95
Denver-Boston 110-111