Erna Gísladóttir hlaut FKA viðurkenninguna 2018 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. janúar 2018 20:35 Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, Erna Gísladóttir og HIldur Petersen voru heiðraðar á fögnuði Félags kvenna í atvinnulífinu FKA Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, heiðraði í dag Ernu Gísladóttur, Hildi Petersen og Söndru Mjöll Jónsdóttur Buch fyrir eftirtektarverð störf þeirra í atvinnulífinu á árlegri hátíð sinni, sem haldin var í Gamla bíói. Erna Gísladóttir, forstjóri bílaumboðsins BL ehf., hlaut FKA viðurkenninguna 2018. Erna er einn af eigendum þess BL, stjórnarformaður Sjóvár-Almennra trygginga hf. og situr í stjórn Haga hf. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Erna hefur á undanförnum árum reist við gömlu bílaumboðin B&L og Ingvar Helgason í sameinuðu fyrirtæki BL. Hún hefur gert það með þeim hætti að BL er nú stærsta bifreiðaumboðið á Íslandi og hefur aukið markaðshlutdeild þess svo eftir er tekið.“ Hildur Petersen, framkvæmdastjóri Vistvænnar framtíðar, fékk Þakkarviðurkenningu FKA. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Hildur hafi kornung tekið við rekstri fjölskyldufyrirtækisins Hans Petersen og var um árabil ein fárra kvenna á Íslandi sem gegndi forstjórastarfi í stóru fyrirtæki. „Hildur var áberandi í starfi sínu og tók að auki að sér ábyrgðarmikil hlutverk í íslensku viðskiptalífi og hefur því verið fyrirmynd margra sem á eftir henni komu,“ segir í mati dómnefndar. Þá hlaut Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, framkvæmdastjóri Platome Líftækni, Hvatningarviðurkenningu FKA 2018. „Sandra hefur ásamt samstarfsfólki sínu byggt upp hátæknifyrirtæki, sem ef vel tekst til, stuðlar að framförum í læknavísindum. Fyrirtækið starfar á sviði sem er áhugavert og hefur raunhæfa vaxtarmöguleika. Einkar áhugavert er að í vörum fyrirtækisins eru notaðar útrunnar blóðflögueiningar frá blóðbönkum sem annars yrði fargað,“ segir í rökstuðningi dómnefndar.Svartur var áberandi meðal gesta í Gamla bíói.FKAÞetta er í nítjánda sinn sem hátíðin er haldin en í ávarpi Rakelar Sveinsdóttur, formanni félagsins, kom fram að sjaldan hefði verið jafn áríðandi og nú, að draga fram fyrirmyndir í atvinnulífinu. Ekki aðeins væri #metoo byltingin að kalla á miklar breytingar, heldur lifði hið ósýnilega glerþak enn góðu lífi sem ekki einu sinni lög Alþingis væru að ráða við. „Samt er það svo að ekki einu sinni kynjakvótalögin sem tóku gildi haustið 2013 hafa enn náð lögbundnu takmarki sínu. Ef lög sett af Alþingi virka ekki einu sinni, hvað virkar þá?” sagði Rakel Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, veitti viðurkenningarnar í fjarveru Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þá hafði stjórn FKA hvatt allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu í dag, til stuðnings #metoo byltingunni. Ákallinu var vel tekið og klæddust bæði karlar og konur svörtu víðs vegar í dag auk þess sem svarti liturinn undirstrikaði sterka samstöðu gesta á hátíðinni. Í ræðu formanns FKA kom fram að félagið taki það hlutverk sitt alvarlega að fylgja eftir #metoo byltingunni með ýmsum aðgerðum. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, heiðraði í dag Ernu Gísladóttur, Hildi Petersen og Söndru Mjöll Jónsdóttur Buch fyrir eftirtektarverð störf þeirra í atvinnulífinu á árlegri hátíð sinni, sem haldin var í Gamla bíói. Erna Gísladóttir, forstjóri bílaumboðsins BL ehf., hlaut FKA viðurkenninguna 2018. Erna er einn af eigendum þess BL, stjórnarformaður Sjóvár-Almennra trygginga hf. og situr í stjórn Haga hf. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Erna hefur á undanförnum árum reist við gömlu bílaumboðin B&L og Ingvar Helgason í sameinuðu fyrirtæki BL. Hún hefur gert það með þeim hætti að BL er nú stærsta bifreiðaumboðið á Íslandi og hefur aukið markaðshlutdeild þess svo eftir er tekið.“ Hildur Petersen, framkvæmdastjóri Vistvænnar framtíðar, fékk Þakkarviðurkenningu FKA. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Hildur hafi kornung tekið við rekstri fjölskyldufyrirtækisins Hans Petersen og var um árabil ein fárra kvenna á Íslandi sem gegndi forstjórastarfi í stóru fyrirtæki. „Hildur var áberandi í starfi sínu og tók að auki að sér ábyrgðarmikil hlutverk í íslensku viðskiptalífi og hefur því verið fyrirmynd margra sem á eftir henni komu,“ segir í mati dómnefndar. Þá hlaut Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, framkvæmdastjóri Platome Líftækni, Hvatningarviðurkenningu FKA 2018. „Sandra hefur ásamt samstarfsfólki sínu byggt upp hátæknifyrirtæki, sem ef vel tekst til, stuðlar að framförum í læknavísindum. Fyrirtækið starfar á sviði sem er áhugavert og hefur raunhæfa vaxtarmöguleika. Einkar áhugavert er að í vörum fyrirtækisins eru notaðar útrunnar blóðflögueiningar frá blóðbönkum sem annars yrði fargað,“ segir í rökstuðningi dómnefndar.Svartur var áberandi meðal gesta í Gamla bíói.FKAÞetta er í nítjánda sinn sem hátíðin er haldin en í ávarpi Rakelar Sveinsdóttur, formanni félagsins, kom fram að sjaldan hefði verið jafn áríðandi og nú, að draga fram fyrirmyndir í atvinnulífinu. Ekki aðeins væri #metoo byltingin að kalla á miklar breytingar, heldur lifði hið ósýnilega glerþak enn góðu lífi sem ekki einu sinni lög Alþingis væru að ráða við. „Samt er það svo að ekki einu sinni kynjakvótalögin sem tóku gildi haustið 2013 hafa enn náð lögbundnu takmarki sínu. Ef lög sett af Alþingi virka ekki einu sinni, hvað virkar þá?” sagði Rakel Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, veitti viðurkenningarnar í fjarveru Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þá hafði stjórn FKA hvatt allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu í dag, til stuðnings #metoo byltingunni. Ákallinu var vel tekið og klæddust bæði karlar og konur svörtu víðs vegar í dag auk þess sem svarti liturinn undirstrikaði sterka samstöðu gesta á hátíðinni. Í ræðu formanns FKA kom fram að félagið taki það hlutverk sitt alvarlega að fylgja eftir #metoo byltingunni með ýmsum aðgerðum.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira