Verð á eldislaxi lækkað um þriðjung Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. janúar 2018 08:00 Verð á laxi hefur farið lækkandi vegna aukins framboðs á heimsmarkaði. Vísir/Vilhelm Eftir látlausar verðhækkanir á eldislaxi árið 2016 tók verðið að lækka í fyrra. Kílóverð á eldislaxi hefur fallið um ríflega þriðjung í norskum krónum frá því það var hvað hæst í byrjun árs 2017. Framvirkir samningar á Fish Pool markaðinum í Noregi gefa jafnframt til kynna að verð á laxi haldi áfram að lækka næstu fjögur árin. „Við viljum auðvitað frekar að verðið sé hátt heldur en lágt en við lítum ekki á þetta sem einhverja katastrófu,“ segir Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, stærsta fiskeldisfyrirtækis landsins. „Okkar framtíðaráætlanir í laxeldi eru alls ekki byggðar á þeim verðum sem við sáum árin 2016 og 2017. Við sem höfum starfað lengi við laxeldi erum vanir því að sjá verðið sveiflast upp og niður. Við megum ekki gleyma því að sögulega séð er verðið enn þá mjög hátt,“ bætir hann við. Samkvæmt sérstakri laxavísitölu Nasdaq fór verð á eldislaxi í hæstu hæðir seinni hluta árs 2016. Var kílóverðið um tíma um 80 norskar krónur. Síðan þá hefur verðið hins vegar farið hríðlækkandi og er nú um 54 norskar krónur.Jón Þrándur Stefánsson, yfirmaður greininga hjá Markó Partners, segir væntingar um aukið magn eldislax, sér í lagi í Noregi og Síle, sem eru stærstu útflytjendur laxins í heiminum, hafa þrýst verðinu niður. „Framboðið er að aukast um sjö prósent á heimsvísu á þessu ári. Neyslan hefur haldið áfram að aukast en engu að síður virðist sem framboðsaukningin sé meiri en neysluaukningin,“ útskýrir hann. Framboð á heimsmarkaði dróst verulega saman vegna hremminga í framleiðslunni í Noregi og Síle. Löndin hafa hins vegar náð vopnum sínum og hefur framboðið aukist að nýju. Telja margir greinendur því viðbúið að verðið muni halda áfram að lækka. „Þegar við sjáum fram á að framboðið verði meira í ár en í fyrra skapast eðlilega ótti um að í vændum sé verðleiðrétting,“ segir Lage Bogren, greinandi hjá bankanum Carnegie. Verðfallið á síðustu mánuðum hefur jafnframt stuðlað að lækkandi gengi hlutabréfa í norskum fiskeldisfyrirtækjum, en nokkur þeirra eiga ráðandi hlut í íslenskum fiskeldisstöðvum. Hlutabréf í þeim fiskeldisfyrirtækjum sem skráð eru á markað í Ósló hafa sem dæmi lækkað að meðaltali um 15 prósent í verði frá því um miðjan októbermánuð í fyrra. Þá var nýlega greint frá því að laxeldisfyrirtækið Bakkafrost í Færeyjum hefði sagt upp 147 starfsmönnum af 300 í starfsstöð sinni að Glyvrum. Er ástæðan sögð minnkandi eftirspurn eftir eldislaxi en lækkandi verð á laxi hefur rýrt afkomu fyrirtækisins.Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðvaHorfurnar ágætar Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af lækkandi verði. „Horfurnar til lengri tíma eru taldar ágætar. Það er bæði vöxtur í eftirspurn og framleiðslu og til lengri tíma litið hefur vöxturinn í eftirspurninni að jafnaði verið meiri.“ Aðspurður segir Jón Þrándur ólíklegt að verðlækkanir síðustu mánaða muni hafa afgerandi áhrif á rekstur fiskeldisfyrirtækja hér á landi. „En alla jafna setja verðlækkanir þrýsting á rekstrarmenn að reyna að halda kostnaði niðri. Menn fara þá að huga að því hvort þeir geti ekki hagrætt í rekstri. Það er eitthvað sem fyrirtækin þurfa ávallt að velta fyrir sér,“ nefnir hann og bætir við: „Það sem hefur frekar tafið uppbyggingu í greininni eru leyfismálin, ekki verðþróunin á mörkuðum. Það er ekki útlit fyrir annað en að menn muni áfram fjárfesta í greininni og reyna að byggja upp. Það er auðvitað með þessa grein líkt og aðrar að það koma góðir tímar og slæmir. Verðið kemur til með að fara upp og það kemur til með að fara niður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Eftir látlausar verðhækkanir á eldislaxi árið 2016 tók verðið að lækka í fyrra. Kílóverð á eldislaxi hefur fallið um ríflega þriðjung í norskum krónum frá því það var hvað hæst í byrjun árs 2017. Framvirkir samningar á Fish Pool markaðinum í Noregi gefa jafnframt til kynna að verð á laxi haldi áfram að lækka næstu fjögur árin. „Við viljum auðvitað frekar að verðið sé hátt heldur en lágt en við lítum ekki á þetta sem einhverja katastrófu,“ segir Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, stærsta fiskeldisfyrirtækis landsins. „Okkar framtíðaráætlanir í laxeldi eru alls ekki byggðar á þeim verðum sem við sáum árin 2016 og 2017. Við sem höfum starfað lengi við laxeldi erum vanir því að sjá verðið sveiflast upp og niður. Við megum ekki gleyma því að sögulega séð er verðið enn þá mjög hátt,“ bætir hann við. Samkvæmt sérstakri laxavísitölu Nasdaq fór verð á eldislaxi í hæstu hæðir seinni hluta árs 2016. Var kílóverðið um tíma um 80 norskar krónur. Síðan þá hefur verðið hins vegar farið hríðlækkandi og er nú um 54 norskar krónur.Jón Þrándur Stefánsson, yfirmaður greininga hjá Markó Partners, segir væntingar um aukið magn eldislax, sér í lagi í Noregi og Síle, sem eru stærstu útflytjendur laxins í heiminum, hafa þrýst verðinu niður. „Framboðið er að aukast um sjö prósent á heimsvísu á þessu ári. Neyslan hefur haldið áfram að aukast en engu að síður virðist sem framboðsaukningin sé meiri en neysluaukningin,“ útskýrir hann. Framboð á heimsmarkaði dróst verulega saman vegna hremminga í framleiðslunni í Noregi og Síle. Löndin hafa hins vegar náð vopnum sínum og hefur framboðið aukist að nýju. Telja margir greinendur því viðbúið að verðið muni halda áfram að lækka. „Þegar við sjáum fram á að framboðið verði meira í ár en í fyrra skapast eðlilega ótti um að í vændum sé verðleiðrétting,“ segir Lage Bogren, greinandi hjá bankanum Carnegie. Verðfallið á síðustu mánuðum hefur jafnframt stuðlað að lækkandi gengi hlutabréfa í norskum fiskeldisfyrirtækjum, en nokkur þeirra eiga ráðandi hlut í íslenskum fiskeldisstöðvum. Hlutabréf í þeim fiskeldisfyrirtækjum sem skráð eru á markað í Ósló hafa sem dæmi lækkað að meðaltali um 15 prósent í verði frá því um miðjan októbermánuð í fyrra. Þá var nýlega greint frá því að laxeldisfyrirtækið Bakkafrost í Færeyjum hefði sagt upp 147 starfsmönnum af 300 í starfsstöð sinni að Glyvrum. Er ástæðan sögð minnkandi eftirspurn eftir eldislaxi en lækkandi verð á laxi hefur rýrt afkomu fyrirtækisins.Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðvaHorfurnar ágætar Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af lækkandi verði. „Horfurnar til lengri tíma eru taldar ágætar. Það er bæði vöxtur í eftirspurn og framleiðslu og til lengri tíma litið hefur vöxturinn í eftirspurninni að jafnaði verið meiri.“ Aðspurður segir Jón Þrándur ólíklegt að verðlækkanir síðustu mánaða muni hafa afgerandi áhrif á rekstur fiskeldisfyrirtækja hér á landi. „En alla jafna setja verðlækkanir þrýsting á rekstrarmenn að reyna að halda kostnaði niðri. Menn fara þá að huga að því hvort þeir geti ekki hagrætt í rekstri. Það er eitthvað sem fyrirtækin þurfa ávallt að velta fyrir sér,“ nefnir hann og bætir við: „Það sem hefur frekar tafið uppbyggingu í greininni eru leyfismálin, ekki verðþróunin á mörkuðum. Það er ekki útlit fyrir annað en að menn muni áfram fjárfesta í greininni og reyna að byggja upp. Það er auðvitað með þessa grein líkt og aðrar að það koma góðir tímar og slæmir. Verðið kemur til með að fara upp og það kemur til með að fara niður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira