Markaðsmisnotkun í Glitni: Ekki nógu fínn fyrir samskipti við Lárus um verðbréfaviðskipti Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. janúar 2018 17:06 Elmar er hér fyrir miðri mynd, sem er tekin þegar BK-44 málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Til vinstri er Jóhannes Baldursson Vísir/GVA Elmar Svavarsson, fyrrverandi hlutabréfamiðlari í Glitni, segist hafa litið svo á að lán frá Glitni upp á 174 milljónir króna til félagsins Geirmundartinds sem sé í hans eigu, til kaupa á hlutum í Glitni hafi verið hluti af hvatakerfi til lykilstarfsmanna bankans. Elmar bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en Elmar hefur áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir aðild sína að BK-44 málinu svokallaða. Fyrir dómi sagði Elmar að Jóhannes Baldursson, sem var þá forstöðumaður markaðsviðskipta bankans, hafi komið á máli við sig og boðið sér lánið sem lið í hvatakerfi. Hann hafi þá sett sig í samband við Rósant Má Torfason, fyrrverandi yfirmann fjárfestingarnefndar bankans og þá hafi vinna verið hafin við að stofna félög fyrir þá fjórtán starfsmenn sem hlutu slík lán.Ekki hefðbundnar samningaviðræður Aðspurður um hvort einhverskonar samningaviðræður um lánin hafi átt sér stað sagði Elmar að svo væri ekki. Fram hafi komið um hvaða fjármagn væri að ræða í samtölum við Jóhannes. Ekki hafi verið um hefðbundnar samningaviðræður um kaup og kjör. Þá sagðist hann ekki kannast við umræður um hvers vegna væri notast við þessi lán sem hvatakerfi fyrir starfsmenn en ekki kauprétti eins og tíðkast hafði áður. Elmar var einnig spurður um samskipti sín í starfi við starfsmenn deildar eigin viðskipta. Sagði Elmar þau hafa verið nokkuð mikil.Ekki nógu fínn fyrir Lárus Meðal gagna málsins er tölvupóstur sem Elmar sendi þar sem talað er um að bankinn sé að nálgast 10 prósenta þak í viðskiptum. Í skýrslu hjá lögreglu sagði Elmar að hann hefði sent umræddan tölvupóst að beiðni Jóhannesar Baldurssonar en fyrir dómi í dag sagði Elmar að það væri útilokað, líklega hefði hann verið undir töluverðum þrýstingi í kjölfar handtöku. Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er í málinu meðal annars gefið að sök að hafa lagt línurnar fyrir markaðsmisnotkun. Aðspurður hvort hann hafi átt í einhverjum samskiptum við Lárus um hvernig hann ætti að haga samskiptum sínum við deild eigin viðskipta sagði Elmar að svo væri ekki. „Ég man ekki eftir því að hafa verið svo fínn að hafa rætt við Lárus um verðbréfaviðskipti,“ sagði Elmar. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram á mánudag. Markaðsmisnotkun í Glitni Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Elmar Svavarsson, fyrrverandi hlutabréfamiðlari í Glitni, segist hafa litið svo á að lán frá Glitni upp á 174 milljónir króna til félagsins Geirmundartinds sem sé í hans eigu, til kaupa á hlutum í Glitni hafi verið hluti af hvatakerfi til lykilstarfsmanna bankans. Elmar bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en Elmar hefur áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir aðild sína að BK-44 málinu svokallaða. Fyrir dómi sagði Elmar að Jóhannes Baldursson, sem var þá forstöðumaður markaðsviðskipta bankans, hafi komið á máli við sig og boðið sér lánið sem lið í hvatakerfi. Hann hafi þá sett sig í samband við Rósant Má Torfason, fyrrverandi yfirmann fjárfestingarnefndar bankans og þá hafi vinna verið hafin við að stofna félög fyrir þá fjórtán starfsmenn sem hlutu slík lán.Ekki hefðbundnar samningaviðræður Aðspurður um hvort einhverskonar samningaviðræður um lánin hafi átt sér stað sagði Elmar að svo væri ekki. Fram hafi komið um hvaða fjármagn væri að ræða í samtölum við Jóhannes. Ekki hafi verið um hefðbundnar samningaviðræður um kaup og kjör. Þá sagðist hann ekki kannast við umræður um hvers vegna væri notast við þessi lán sem hvatakerfi fyrir starfsmenn en ekki kauprétti eins og tíðkast hafði áður. Elmar var einnig spurður um samskipti sín í starfi við starfsmenn deildar eigin viðskipta. Sagði Elmar þau hafa verið nokkuð mikil.Ekki nógu fínn fyrir Lárus Meðal gagna málsins er tölvupóstur sem Elmar sendi þar sem talað er um að bankinn sé að nálgast 10 prósenta þak í viðskiptum. Í skýrslu hjá lögreglu sagði Elmar að hann hefði sent umræddan tölvupóst að beiðni Jóhannesar Baldurssonar en fyrir dómi í dag sagði Elmar að það væri útilokað, líklega hefði hann verið undir töluverðum þrýstingi í kjölfar handtöku. Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er í málinu meðal annars gefið að sök að hafa lagt línurnar fyrir markaðsmisnotkun. Aðspurður hvort hann hafi átt í einhverjum samskiptum við Lárus um hvernig hann ætti að haga samskiptum sínum við deild eigin viðskipta sagði Elmar að svo væri ekki. „Ég man ekki eftir því að hafa verið svo fínn að hafa rætt við Lárus um verðbréfaviðskipti,“ sagði Elmar. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram á mánudag.
Markaðsmisnotkun í Glitni Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira