Mikill vöxtur einkaneyslu í fyrra þrátt fyrir aukinn sparnað Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. janúar 2018 19:15 Þrátt fyrir varnaðarorð forsetans um að Íslendingum gangi illa að safna í sjóði í góðæri er þjóðhagslegur sparnaður mun meiri en fyrir hrun og hefur ekki verið meiri í rúmlega hálfa öld. Hins vegar er einkaneysla að aukast mjög hröðum skrefum og óx hún hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur heimilanna í fyrra. Forseti Íslands gerði einkaneyslu og sparnað landsmanna að umtalsefni í nýársávarpi sínu. „Nú mun uppi mikið hagvaxtarskeið hér á landi, góðæri sem sumir líkja jafnvel við hið ljúfsára ár 2007. (...) Víst er að efnisleg verðmæti tryggja ekki endilega hamingju og lífsgæði. Og víst er það áhyggjuefni hve illa hefur gengið á Íslandi að safna í sjóði þegar vel árar. Er þetta eitthvað í þjóðarsálinni?“ sagði forsetinn. En er þetta rétt hjá forsetanum? Eiginfjárstaða heimila hefur á síðustu árum styrkst mikið. Þannig segir í nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans: „Að raungildi jókst eigið fé heimila um rúman fimmtung á síðasta ári en sé horft aftur til ársins 2010 þegar eiginfjárstaða heimilanna var lægst hefur aukningin verið yfir 50%. Endurspeglar þessi mikla hækkun hreins auðs heimila hraða hækkun húsnæðisverðs undanfarin ár ásamt því að skuldir þeirra hafa lækkað talsvert á tímabilinu.“Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands varaði við of mikilli neyslu í nýársávarpi sínu. Vísir/AntonÞjóðhagslegur sparnaður ekki verið meiri í hálfa öld Þjóðhagslegur sparnaður er það sem heimili, fyrirtæki og aðrir hafa á milli handanna eftir að búið er að greiða fyrir neyslu. Þjóðhagslegur sparnaður var ríflega 29 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2016 og hefur hann ekki verið meiri í hálfa öld eða frá árinu 1965. „Það hefur klárlega verið þróun síðustu ára að sparnaður heimila hefur aukist verulega af því þau hafa verið að greiða niður skuldir,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka. Þessi þróun hefur verið alls staðar í efnahagslífinu. Ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og heimili hafa greitt niður skuldir. En teikn eru á lofti um að þetta sé að breytast hjá heimilum landsins. Þrátt fyrir aukinn sparnað er einkaneysla komin á fullan skrið og þessi mynd hér sýnir að einkaneysla jókst hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur í fyrra. „Það má kannski draga þá ályktun að fólk er að leyfa sér meira. Við sjáum það í fleiri hagtölum. Við sjáum það í aukinni kortaveltu, auknum vöruskiptahalla, fjölgun utanlandsferða o.s.frv. Við sjáum þetta líka í auknum lántökum heimilanna. Þannig að smám saman eru vísbendingar að hlaðast upp sem gefa til kynna við séum að snúa af þeirri braut sem við höfum verið á síðustu árin. En við byggjum samt á góðum grunni. Við erum ekki komin á þann stað að 2007 bjallan sé farin að klingja,“ segir Stefán Broddi. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Þrátt fyrir varnaðarorð forsetans um að Íslendingum gangi illa að safna í sjóði í góðæri er þjóðhagslegur sparnaður mun meiri en fyrir hrun og hefur ekki verið meiri í rúmlega hálfa öld. Hins vegar er einkaneysla að aukast mjög hröðum skrefum og óx hún hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur heimilanna í fyrra. Forseti Íslands gerði einkaneyslu og sparnað landsmanna að umtalsefni í nýársávarpi sínu. „Nú mun uppi mikið hagvaxtarskeið hér á landi, góðæri sem sumir líkja jafnvel við hið ljúfsára ár 2007. (...) Víst er að efnisleg verðmæti tryggja ekki endilega hamingju og lífsgæði. Og víst er það áhyggjuefni hve illa hefur gengið á Íslandi að safna í sjóði þegar vel árar. Er þetta eitthvað í þjóðarsálinni?“ sagði forsetinn. En er þetta rétt hjá forsetanum? Eiginfjárstaða heimila hefur á síðustu árum styrkst mikið. Þannig segir í nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans: „Að raungildi jókst eigið fé heimila um rúman fimmtung á síðasta ári en sé horft aftur til ársins 2010 þegar eiginfjárstaða heimilanna var lægst hefur aukningin verið yfir 50%. Endurspeglar þessi mikla hækkun hreins auðs heimila hraða hækkun húsnæðisverðs undanfarin ár ásamt því að skuldir þeirra hafa lækkað talsvert á tímabilinu.“Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands varaði við of mikilli neyslu í nýársávarpi sínu. Vísir/AntonÞjóðhagslegur sparnaður ekki verið meiri í hálfa öld Þjóðhagslegur sparnaður er það sem heimili, fyrirtæki og aðrir hafa á milli handanna eftir að búið er að greiða fyrir neyslu. Þjóðhagslegur sparnaður var ríflega 29 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2016 og hefur hann ekki verið meiri í hálfa öld eða frá árinu 1965. „Það hefur klárlega verið þróun síðustu ára að sparnaður heimila hefur aukist verulega af því þau hafa verið að greiða niður skuldir,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka. Þessi þróun hefur verið alls staðar í efnahagslífinu. Ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og heimili hafa greitt niður skuldir. En teikn eru á lofti um að þetta sé að breytast hjá heimilum landsins. Þrátt fyrir aukinn sparnað er einkaneysla komin á fullan skrið og þessi mynd hér sýnir að einkaneysla jókst hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur í fyrra. „Það má kannski draga þá ályktun að fólk er að leyfa sér meira. Við sjáum það í fleiri hagtölum. Við sjáum það í aukinni kortaveltu, auknum vöruskiptahalla, fjölgun utanlandsferða o.s.frv. Við sjáum þetta líka í auknum lántökum heimilanna. Þannig að smám saman eru vísbendingar að hlaðast upp sem gefa til kynna við séum að snúa af þeirri braut sem við höfum verið á síðustu árin. En við byggjum samt á góðum grunni. Við erum ekki komin á þann stað að 2007 bjallan sé farin að klingja,“ segir Stefán Broddi.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira