Mikill vöxtur einkaneyslu í fyrra þrátt fyrir aukinn sparnað Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. janúar 2018 19:15 Þrátt fyrir varnaðarorð forsetans um að Íslendingum gangi illa að safna í sjóði í góðæri er þjóðhagslegur sparnaður mun meiri en fyrir hrun og hefur ekki verið meiri í rúmlega hálfa öld. Hins vegar er einkaneysla að aukast mjög hröðum skrefum og óx hún hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur heimilanna í fyrra. Forseti Íslands gerði einkaneyslu og sparnað landsmanna að umtalsefni í nýársávarpi sínu. „Nú mun uppi mikið hagvaxtarskeið hér á landi, góðæri sem sumir líkja jafnvel við hið ljúfsára ár 2007. (...) Víst er að efnisleg verðmæti tryggja ekki endilega hamingju og lífsgæði. Og víst er það áhyggjuefni hve illa hefur gengið á Íslandi að safna í sjóði þegar vel árar. Er þetta eitthvað í þjóðarsálinni?“ sagði forsetinn. En er þetta rétt hjá forsetanum? Eiginfjárstaða heimila hefur á síðustu árum styrkst mikið. Þannig segir í nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans: „Að raungildi jókst eigið fé heimila um rúman fimmtung á síðasta ári en sé horft aftur til ársins 2010 þegar eiginfjárstaða heimilanna var lægst hefur aukningin verið yfir 50%. Endurspeglar þessi mikla hækkun hreins auðs heimila hraða hækkun húsnæðisverðs undanfarin ár ásamt því að skuldir þeirra hafa lækkað talsvert á tímabilinu.“Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands varaði við of mikilli neyslu í nýársávarpi sínu. Vísir/AntonÞjóðhagslegur sparnaður ekki verið meiri í hálfa öld Þjóðhagslegur sparnaður er það sem heimili, fyrirtæki og aðrir hafa á milli handanna eftir að búið er að greiða fyrir neyslu. Þjóðhagslegur sparnaður var ríflega 29 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2016 og hefur hann ekki verið meiri í hálfa öld eða frá árinu 1965. „Það hefur klárlega verið þróun síðustu ára að sparnaður heimila hefur aukist verulega af því þau hafa verið að greiða niður skuldir,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka. Þessi þróun hefur verið alls staðar í efnahagslífinu. Ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og heimili hafa greitt niður skuldir. En teikn eru á lofti um að þetta sé að breytast hjá heimilum landsins. Þrátt fyrir aukinn sparnað er einkaneysla komin á fullan skrið og þessi mynd hér sýnir að einkaneysla jókst hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur í fyrra. „Það má kannski draga þá ályktun að fólk er að leyfa sér meira. Við sjáum það í fleiri hagtölum. Við sjáum það í aukinni kortaveltu, auknum vöruskiptahalla, fjölgun utanlandsferða o.s.frv. Við sjáum þetta líka í auknum lántökum heimilanna. Þannig að smám saman eru vísbendingar að hlaðast upp sem gefa til kynna við séum að snúa af þeirri braut sem við höfum verið á síðustu árin. En við byggjum samt á góðum grunni. Við erum ekki komin á þann stað að 2007 bjallan sé farin að klingja,“ segir Stefán Broddi. Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Vísitala neysluverðs hækkar milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Sjá meira
Þrátt fyrir varnaðarorð forsetans um að Íslendingum gangi illa að safna í sjóði í góðæri er þjóðhagslegur sparnaður mun meiri en fyrir hrun og hefur ekki verið meiri í rúmlega hálfa öld. Hins vegar er einkaneysla að aukast mjög hröðum skrefum og óx hún hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur heimilanna í fyrra. Forseti Íslands gerði einkaneyslu og sparnað landsmanna að umtalsefni í nýársávarpi sínu. „Nú mun uppi mikið hagvaxtarskeið hér á landi, góðæri sem sumir líkja jafnvel við hið ljúfsára ár 2007. (...) Víst er að efnisleg verðmæti tryggja ekki endilega hamingju og lífsgæði. Og víst er það áhyggjuefni hve illa hefur gengið á Íslandi að safna í sjóði þegar vel árar. Er þetta eitthvað í þjóðarsálinni?“ sagði forsetinn. En er þetta rétt hjá forsetanum? Eiginfjárstaða heimila hefur á síðustu árum styrkst mikið. Þannig segir í nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans: „Að raungildi jókst eigið fé heimila um rúman fimmtung á síðasta ári en sé horft aftur til ársins 2010 þegar eiginfjárstaða heimilanna var lægst hefur aukningin verið yfir 50%. Endurspeglar þessi mikla hækkun hreins auðs heimila hraða hækkun húsnæðisverðs undanfarin ár ásamt því að skuldir þeirra hafa lækkað talsvert á tímabilinu.“Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands varaði við of mikilli neyslu í nýársávarpi sínu. Vísir/AntonÞjóðhagslegur sparnaður ekki verið meiri í hálfa öld Þjóðhagslegur sparnaður er það sem heimili, fyrirtæki og aðrir hafa á milli handanna eftir að búið er að greiða fyrir neyslu. Þjóðhagslegur sparnaður var ríflega 29 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2016 og hefur hann ekki verið meiri í hálfa öld eða frá árinu 1965. „Það hefur klárlega verið þróun síðustu ára að sparnaður heimila hefur aukist verulega af því þau hafa verið að greiða niður skuldir,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka. Þessi þróun hefur verið alls staðar í efnahagslífinu. Ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og heimili hafa greitt niður skuldir. En teikn eru á lofti um að þetta sé að breytast hjá heimilum landsins. Þrátt fyrir aukinn sparnað er einkaneysla komin á fullan skrið og þessi mynd hér sýnir að einkaneysla jókst hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur í fyrra. „Það má kannski draga þá ályktun að fólk er að leyfa sér meira. Við sjáum það í fleiri hagtölum. Við sjáum það í aukinni kortaveltu, auknum vöruskiptahalla, fjölgun utanlandsferða o.s.frv. Við sjáum þetta líka í auknum lántökum heimilanna. Þannig að smám saman eru vísbendingar að hlaðast upp sem gefa til kynna við séum að snúa af þeirri braut sem við höfum verið á síðustu árin. En við byggjum samt á góðum grunni. Við erum ekki komin á þann stað að 2007 bjallan sé farin að klingja,“ segir Stefán Broddi.
Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Vísitala neysluverðs hækkar milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Sjá meira