Mikill vöxtur einkaneyslu í fyrra þrátt fyrir aukinn sparnað Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. janúar 2018 19:15 Þrátt fyrir varnaðarorð forsetans um að Íslendingum gangi illa að safna í sjóði í góðæri er þjóðhagslegur sparnaður mun meiri en fyrir hrun og hefur ekki verið meiri í rúmlega hálfa öld. Hins vegar er einkaneysla að aukast mjög hröðum skrefum og óx hún hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur heimilanna í fyrra. Forseti Íslands gerði einkaneyslu og sparnað landsmanna að umtalsefni í nýársávarpi sínu. „Nú mun uppi mikið hagvaxtarskeið hér á landi, góðæri sem sumir líkja jafnvel við hið ljúfsára ár 2007. (...) Víst er að efnisleg verðmæti tryggja ekki endilega hamingju og lífsgæði. Og víst er það áhyggjuefni hve illa hefur gengið á Íslandi að safna í sjóði þegar vel árar. Er þetta eitthvað í þjóðarsálinni?“ sagði forsetinn. En er þetta rétt hjá forsetanum? Eiginfjárstaða heimila hefur á síðustu árum styrkst mikið. Þannig segir í nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans: „Að raungildi jókst eigið fé heimila um rúman fimmtung á síðasta ári en sé horft aftur til ársins 2010 þegar eiginfjárstaða heimilanna var lægst hefur aukningin verið yfir 50%. Endurspeglar þessi mikla hækkun hreins auðs heimila hraða hækkun húsnæðisverðs undanfarin ár ásamt því að skuldir þeirra hafa lækkað talsvert á tímabilinu.“Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands varaði við of mikilli neyslu í nýársávarpi sínu. Vísir/AntonÞjóðhagslegur sparnaður ekki verið meiri í hálfa öld Þjóðhagslegur sparnaður er það sem heimili, fyrirtæki og aðrir hafa á milli handanna eftir að búið er að greiða fyrir neyslu. Þjóðhagslegur sparnaður var ríflega 29 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2016 og hefur hann ekki verið meiri í hálfa öld eða frá árinu 1965. „Það hefur klárlega verið þróun síðustu ára að sparnaður heimila hefur aukist verulega af því þau hafa verið að greiða niður skuldir,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka. Þessi þróun hefur verið alls staðar í efnahagslífinu. Ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og heimili hafa greitt niður skuldir. En teikn eru á lofti um að þetta sé að breytast hjá heimilum landsins. Þrátt fyrir aukinn sparnað er einkaneysla komin á fullan skrið og þessi mynd hér sýnir að einkaneysla jókst hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur í fyrra. „Það má kannski draga þá ályktun að fólk er að leyfa sér meira. Við sjáum það í fleiri hagtölum. Við sjáum það í aukinni kortaveltu, auknum vöruskiptahalla, fjölgun utanlandsferða o.s.frv. Við sjáum þetta líka í auknum lántökum heimilanna. Þannig að smám saman eru vísbendingar að hlaðast upp sem gefa til kynna við séum að snúa af þeirri braut sem við höfum verið á síðustu árin. En við byggjum samt á góðum grunni. Við erum ekki komin á þann stað að 2007 bjallan sé farin að klingja,“ segir Stefán Broddi. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Þrátt fyrir varnaðarorð forsetans um að Íslendingum gangi illa að safna í sjóði í góðæri er þjóðhagslegur sparnaður mun meiri en fyrir hrun og hefur ekki verið meiri í rúmlega hálfa öld. Hins vegar er einkaneysla að aukast mjög hröðum skrefum og óx hún hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur heimilanna í fyrra. Forseti Íslands gerði einkaneyslu og sparnað landsmanna að umtalsefni í nýársávarpi sínu. „Nú mun uppi mikið hagvaxtarskeið hér á landi, góðæri sem sumir líkja jafnvel við hið ljúfsára ár 2007. (...) Víst er að efnisleg verðmæti tryggja ekki endilega hamingju og lífsgæði. Og víst er það áhyggjuefni hve illa hefur gengið á Íslandi að safna í sjóði þegar vel árar. Er þetta eitthvað í þjóðarsálinni?“ sagði forsetinn. En er þetta rétt hjá forsetanum? Eiginfjárstaða heimila hefur á síðustu árum styrkst mikið. Þannig segir í nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans: „Að raungildi jókst eigið fé heimila um rúman fimmtung á síðasta ári en sé horft aftur til ársins 2010 þegar eiginfjárstaða heimilanna var lægst hefur aukningin verið yfir 50%. Endurspeglar þessi mikla hækkun hreins auðs heimila hraða hækkun húsnæðisverðs undanfarin ár ásamt því að skuldir þeirra hafa lækkað talsvert á tímabilinu.“Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands varaði við of mikilli neyslu í nýársávarpi sínu. Vísir/AntonÞjóðhagslegur sparnaður ekki verið meiri í hálfa öld Þjóðhagslegur sparnaður er það sem heimili, fyrirtæki og aðrir hafa á milli handanna eftir að búið er að greiða fyrir neyslu. Þjóðhagslegur sparnaður var ríflega 29 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2016 og hefur hann ekki verið meiri í hálfa öld eða frá árinu 1965. „Það hefur klárlega verið þróun síðustu ára að sparnaður heimila hefur aukist verulega af því þau hafa verið að greiða niður skuldir,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka. Þessi þróun hefur verið alls staðar í efnahagslífinu. Ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og heimili hafa greitt niður skuldir. En teikn eru á lofti um að þetta sé að breytast hjá heimilum landsins. Þrátt fyrir aukinn sparnað er einkaneysla komin á fullan skrið og þessi mynd hér sýnir að einkaneysla jókst hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur í fyrra. „Það má kannski draga þá ályktun að fólk er að leyfa sér meira. Við sjáum það í fleiri hagtölum. Við sjáum það í aukinni kortaveltu, auknum vöruskiptahalla, fjölgun utanlandsferða o.s.frv. Við sjáum þetta líka í auknum lántökum heimilanna. Þannig að smám saman eru vísbendingar að hlaðast upp sem gefa til kynna við séum að snúa af þeirri braut sem við höfum verið á síðustu árin. En við byggjum samt á góðum grunni. Við erum ekki komin á þann stað að 2007 bjallan sé farin að klingja,“ segir Stefán Broddi.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira