Matur

Veganúar hefst: „Ég hélt að þetta yrði meira mál“

Hersir Aron Ólafsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Fjölmargir Íslendingar ætla að sleppa allri neyslu dýraafurða fyrsta mánuð ársins. Átakið Veganúar hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár en í kvöld var kynningarfundur fyrir átakið í Bíó Paradís í kvöld.

„Það eru þrír þættir sem valda því að fólk tekur þessa ákvörðun. Það er aðallega kannski dýraverndarsjónarmið sem að fær fólk til að prufa en svo náttúrulega hefur þetta góðan heilsufarslegan ávinning og það hefur margsannað sig. Svo náttúrulega er það umhverfisþátturinn en rannsóknir sýna að dýraafurðir auka gróðurhúsalofttegundir til muna í heiminum í dag,“ sagði Valgerður Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta á Íslandi fyrir fundinn.

Hundruð manns höfðu sýnt viðburðinum áhuga á Facebook. Á fundinum var farið yfir allt það sem fólk þurfti að vita til þess að prófa vegan lífsstílinn í janúar. Valgerður segir að það þurfi ekki að taka nánast allt út úr mataræðinu sínu til að vera vegan.

Leið vel á sál og líkama

„Ég byrjaði sjálf fyrir tveimur árum, þegar Veganúar var haldið í fyrsta sinn á Íslandi sem var 2016 og þá ákvað ég að taka þátt í Veganúar og var einmitt svona grænmetisæta sem át fisk stundum. Ég hélt að þetta yrði meira mál en þetta var.“

Hún segist hafa verið upptekin af því fyrstu dagana að lesa aftan á öll matvæli en á þessum eina mánuði hafi hún séð hvað þetta var lítið mál. „Manni leið vel á sál og líkama.“

Veganismi er lífsháttur þar sem leitast er við að útiloka og forðast eftir fremsta megni  hagnýtingu og ofbeldi gagnvart dýrum, hvort sem það á við um fæðu, fatnað, skemmtun eða aðra neyslu. Tæplega 20.000 einstaklingar eru meðlimir í hópnum Vegan Ísland sem er umræðuhópur um veganisma á Íslandi. Vegan vörur voru víða uppseldar yfir hátíðirnar og eftirspurn eftir vegan jólamat hefur aukist mikið.

Samtök Grænmetisæta á Íslandi hlutu samfélagsstyrk Landsbankans í desember á síðasta ári fyrir átaksverkefnið Veganúar. Á vefsíðu átaksins má finna uppskriftir, matarplön og fleira gagnlegt tengt Veganúar en markmið átaksins er er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd.  


Tengdar fréttir

Stóraukin eftirspurn eftir vegan jólamat

Grænkerum og grænmetisætum fer ört fjölgandi á Íslandi og má gera ráð fyrir að í kringum 17 þúsund manns aðhyllist slíkan lífsstíl hér á landi.

Skotheld ráð til að hjálpa þér að taka þátt í Veganúar

Vala Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetis­æta, skorar á fólk að prófa að taka þátt í áskoruninni. Hún setti saman góð ráð fyrir áhugasama um vegan-lífsstílinn. Hún segir hvern sem er geta tekið þátt.

Vegan vörur víða uppseldar í verslunum yfir hátíðarnar

Vinsælar vegan vörur eru víða uppseldar í verslunum á höfuðborgarsvæðinu yfir hátíðarnar og segir Lilja Rós Olsen, formaður Vegan samtakanna, að í ár hafi verið stóraukin eftirspurn eftir vegan jólamat.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×