Lágmarkstilboð 80 prósent af eigin fé Helgi Vífill Júlíusson skrifar 15. nóvember 2018 07:00 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Lágmarkstilboð í tólf prósenta hlut sem Landsbankinn býður til sölu í Eyri Invest, kjölfestuhluthafa Marels, er 80 prósent af eigin fé fyrirtækisins. Miðað er við eigið fé Eyris hinn 30. júní að teknu tilliti til breytinga sem einkum varða verðbreytingar á Marel, breytinga á gengi evru gagnvart krónu, fjármagnsliðum og áætluðum rekstrarkostnaði. Þetta kemur fram í útboðsskilmálum Landsbankans. Eignir Eyris námu 663 milljónum evra í sumar og eiginfjárhlutfallið var 69,5 prósent. Eigið fé fjárfestingarfélagsins var því 461 milljón evra í sumar, eða um 65 milljarðar króna. Ef tólf prósenta hlutur í Eyri verður seldur á bókfærðu eigið fé nemur virði hans tæplega átta milljörðum króna. Standi fjárfestum til boða 20 prósenta afsláttur lækkar verðið í rúmlega sex milljarða. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að bankinn bjóði til sölu, í heild eða hluta, allt að 12,1 prósents hlut í Eyri. Tilboðsfrestur rennur út á hádegi miðvikudaginn 28. nóvember. Fjármálaeftirlitið hefur frá því um miðjan september sektað Landsbankann um hálfa milljón króna á dag til þess að knýja á um að bankinn selji 22 prósenta hlut sinn í Eyri Invest. Í svari bankans við fyrirspurn Markaðarins kom fram að bankinn hefði lengi reynt að selja bréfin í Eyri Invest og ákvörðun Fjármálaeftirlitsins gerði það enn brýnna en áður. Eyrir á einnig 43,4 prósenta hlut í Eyri Sprotum, sem fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum, og þriðjungshlut í Efni Media, sem selur vörur og þjónustu í gegnum netið og samfélagsmiðla. Stærstu hluthafar Eyris Invest eru Landsbankinn með 22 prósent, Þórður Magnússon stjórnarformaður með 19 prósent og Árni Oddur Þórðarson, sonur hans og forstjóri Marels, með 16 prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Lágmarkstilboð í tólf prósenta hlut sem Landsbankinn býður til sölu í Eyri Invest, kjölfestuhluthafa Marels, er 80 prósent af eigin fé fyrirtækisins. Miðað er við eigið fé Eyris hinn 30. júní að teknu tilliti til breytinga sem einkum varða verðbreytingar á Marel, breytinga á gengi evru gagnvart krónu, fjármagnsliðum og áætluðum rekstrarkostnaði. Þetta kemur fram í útboðsskilmálum Landsbankans. Eignir Eyris námu 663 milljónum evra í sumar og eiginfjárhlutfallið var 69,5 prósent. Eigið fé fjárfestingarfélagsins var því 461 milljón evra í sumar, eða um 65 milljarðar króna. Ef tólf prósenta hlutur í Eyri verður seldur á bókfærðu eigið fé nemur virði hans tæplega átta milljörðum króna. Standi fjárfestum til boða 20 prósenta afsláttur lækkar verðið í rúmlega sex milljarða. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að bankinn bjóði til sölu, í heild eða hluta, allt að 12,1 prósents hlut í Eyri. Tilboðsfrestur rennur út á hádegi miðvikudaginn 28. nóvember. Fjármálaeftirlitið hefur frá því um miðjan september sektað Landsbankann um hálfa milljón króna á dag til þess að knýja á um að bankinn selji 22 prósenta hlut sinn í Eyri Invest. Í svari bankans við fyrirspurn Markaðarins kom fram að bankinn hefði lengi reynt að selja bréfin í Eyri Invest og ákvörðun Fjármálaeftirlitsins gerði það enn brýnna en áður. Eyrir á einnig 43,4 prósenta hlut í Eyri Sprotum, sem fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum, og þriðjungshlut í Efni Media, sem selur vörur og þjónustu í gegnum netið og samfélagsmiðla. Stærstu hluthafar Eyris Invest eru Landsbankinn með 22 prósent, Þórður Magnússon stjórnarformaður með 19 prósent og Árni Oddur Þórðarson, sonur hans og forstjóri Marels, með 16 prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira