Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Hörður Ægisson skrifar 3. október 2018 07:00 Á meðal þeirra verslana sem Högum var gert að selja var Bónus við Hallveigarstíg. Fréttablaðið/Sigtryggur Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi og annar eigenda Boxins, vefverslunar sem selur mat og aðrar nauðsynjavörur, er að ganga frá kaupum á þremur Bónusverslunum á höfuðborgarsvæðinu af smásölurisanum Högum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Til stendur að halda þar áfram sambærilegum rekstri en ekki liggur fyrir undir hvaða merki verslanirnar verða reknar. Þær Bónusverslanir sem um ræðir eru staðsettar á Hallveigarstíg, í Faxafeni og Skeifunni. Sala á verslunum var á meðal þeirra fjölmörgu skilyrða Samkeppniseftirlitsins sem Hagar samþykktu að undirgangast í síðasta mánuði í tengslum við kaup félagsins á Olís. Þá setti Samkeppniseftirlitið kaupunum einnig þau skilyrði að Högum yrði gert að selja fimm eldsneytisstöðvar Olís og ÓB. Sigurður Pálmi sagðist aðspurður ekkert geta tjáð sig um viðskiptin í samtali við Markaðinn. Samningur vegna kaupanna á Bónusverslununum hefur þegar verið undirritaður en Samkeppniseftirlitið vinnur nú að því að meta hæfi kaupenda að eignunum. Vonir standa til að því hæfismati verði lokið í síðasta lagium miðjan nóvember. Í sátt Haga og Samkeppniseftirlitsins er sem dæmi gerð sú krafa að kaupandinn búi yfir „nægjanlegri þekkingu, fjárhagsstyrk og hvata til þess að líklegt sé að hann geti bæði til skemmri og lengri tíma veitt keppinautum umtalsvert samkeppnislegt aðhald“.Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson kaupmaðurSigurður Pálmi stýrði verslun Sports Direct á Íslandi um sex ára skeið en breska íþróttavörukeðjan Sports Direct keypti 60 prósenta hlut Rhapsody Investments, móðurfélags verslunarinnar í Kópavogi, í byrjun þessa árs. Nam kaupverðið um 2,5 milljónum punda, jafnvirði 365 milljóna íslenskra króna, að því er fram kom í ársreikningi bresku keðjunnar fyrir síðasta rekstrarár sem lauk í apríl. Seljendur eignarhlutarins voru Sigurður Pálmi og fjölskylda. NDS, rekstrarfélag verslunarinnar á Íslandi, hagnaðist um ríflega 135 milljónir á rekstrarárinu frá maí 2016 til apríl 2017 og tvöfaldaðist hagnaðurinn á milli rekstrarára. Þá nam velta NDS tæplega 1.050 milljónum á tímabilinu. Verslun Sports Direct á Íslandi, sem var opnuð árið 2012, var í frétt Sunday Times haustið 2017 sögð sú arðbærasta sem rekin væri undir merkjum Sports Direct en þær eru alls um 700 talsins í 19 Evrópuríkjum. Sigurður Pálmi er sonur Ingibjargar Pálmadóttur, aðaleigenda 365 miðla, sem meðal annars á og rekur Fréttablaðið. Frá því var greint á vef Fréttablaðsins í gærmorgun að félagið 365 miðlar hefði selt allan hlut sinn í Sýn fyrir tæpa tvo milljarða króna og samtímis keypt ríflega þriggja prósenta hlut í Högum fyrir hátt í 1,8 milljarða. Fyrir viðskiptin voru 365 miðlar þriðji stærsti hluthafi Sýnar með tæplega 11 prósenta hlut. Félög tengd þeim hjónum Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni áttu fyrir kaupin í gær um tveggja prósenta hlut í Högum, einkum í gegnum fjármögnun hjá Kviku banka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Selja í Sýn og kaupa í Högum Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna. 2. október 2018 10:25 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi og annar eigenda Boxins, vefverslunar sem selur mat og aðrar nauðsynjavörur, er að ganga frá kaupum á þremur Bónusverslunum á höfuðborgarsvæðinu af smásölurisanum Högum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Til stendur að halda þar áfram sambærilegum rekstri en ekki liggur fyrir undir hvaða merki verslanirnar verða reknar. Þær Bónusverslanir sem um ræðir eru staðsettar á Hallveigarstíg, í Faxafeni og Skeifunni. Sala á verslunum var á meðal þeirra fjölmörgu skilyrða Samkeppniseftirlitsins sem Hagar samþykktu að undirgangast í síðasta mánuði í tengslum við kaup félagsins á Olís. Þá setti Samkeppniseftirlitið kaupunum einnig þau skilyrði að Högum yrði gert að selja fimm eldsneytisstöðvar Olís og ÓB. Sigurður Pálmi sagðist aðspurður ekkert geta tjáð sig um viðskiptin í samtali við Markaðinn. Samningur vegna kaupanna á Bónusverslununum hefur þegar verið undirritaður en Samkeppniseftirlitið vinnur nú að því að meta hæfi kaupenda að eignunum. Vonir standa til að því hæfismati verði lokið í síðasta lagium miðjan nóvember. Í sátt Haga og Samkeppniseftirlitsins er sem dæmi gerð sú krafa að kaupandinn búi yfir „nægjanlegri þekkingu, fjárhagsstyrk og hvata til þess að líklegt sé að hann geti bæði til skemmri og lengri tíma veitt keppinautum umtalsvert samkeppnislegt aðhald“.Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson kaupmaðurSigurður Pálmi stýrði verslun Sports Direct á Íslandi um sex ára skeið en breska íþróttavörukeðjan Sports Direct keypti 60 prósenta hlut Rhapsody Investments, móðurfélags verslunarinnar í Kópavogi, í byrjun þessa árs. Nam kaupverðið um 2,5 milljónum punda, jafnvirði 365 milljóna íslenskra króna, að því er fram kom í ársreikningi bresku keðjunnar fyrir síðasta rekstrarár sem lauk í apríl. Seljendur eignarhlutarins voru Sigurður Pálmi og fjölskylda. NDS, rekstrarfélag verslunarinnar á Íslandi, hagnaðist um ríflega 135 milljónir á rekstrarárinu frá maí 2016 til apríl 2017 og tvöfaldaðist hagnaðurinn á milli rekstrarára. Þá nam velta NDS tæplega 1.050 milljónum á tímabilinu. Verslun Sports Direct á Íslandi, sem var opnuð árið 2012, var í frétt Sunday Times haustið 2017 sögð sú arðbærasta sem rekin væri undir merkjum Sports Direct en þær eru alls um 700 talsins í 19 Evrópuríkjum. Sigurður Pálmi er sonur Ingibjargar Pálmadóttur, aðaleigenda 365 miðla, sem meðal annars á og rekur Fréttablaðið. Frá því var greint á vef Fréttablaðsins í gærmorgun að félagið 365 miðlar hefði selt allan hlut sinn í Sýn fyrir tæpa tvo milljarða króna og samtímis keypt ríflega þriggja prósenta hlut í Högum fyrir hátt í 1,8 milljarða. Fyrir viðskiptin voru 365 miðlar þriðji stærsti hluthafi Sýnar með tæplega 11 prósenta hlut. Félög tengd þeim hjónum Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni áttu fyrir kaupin í gær um tveggja prósenta hlut í Högum, einkum í gegnum fjármögnun hjá Kviku banka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Selja í Sýn og kaupa í Högum Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna. 2. október 2018 10:25 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Selja í Sýn og kaupa í Högum Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna. 2. október 2018 10:25