Framleiðendur verða að vera á tánum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. október 2018 08:00 Sigurður Ólason, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel. Sigurður Ólason, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel, segir að matvælaframleiðendur séu óðum að átta sig á mikilvægi þess að fjárfesta í aukinni sjálfvirknivæðingu ætli þeir sér ekki að dragast aftur úr í samkeppninni. „Viðskiptavinirnir eru búnir að átta sig á því að þeir verða að taka þetta skref. Þetta sé framtíðin,“ nefnir hann í samtali við Markaðinn. Bæði fleygi tækninni fram og þá kalli hár launakostnaður, eins og til dæmis í Noregi og Alaska í Bandaríkjunum, á aukna sjálfvirknivæðingu. „Framleiðendur í Alaska,“ útskýrir Sigurður, „geta til dæmis ekki lengur leyft sér að senda aflann til vinnslu í Kína til þess eins að senda hann aftur til baka fullunninn. Í því felst mikil fjárbinding og gríðarlegt kolefnisfótspor. Sjálfvirknivæðingin gerir framleiðendum einnig kleift að hafa vinnsluna nær uppsprettu fæðunnar og markaðinum.“ Á nýmörkuðum, svo sem í Afríku og Suður-Ameríku, fer eftirspurn eftir gæðum vaxandi sem kallar, að sögn Sigurðar, á betri tækjabúnað. Þar vilji fiskvinnslur hins vegar halda fólki í vinnu og leiti því fremur eftir því að sjálfvirknivæða ákveðna þætti í vinnslunni til þess að viðhalda gæðunum. Áherslan sé þannig ólík eftir því um hvaða markaðssvæði sé að ræða. Marel hélt í síðustu viku sýningu fyrir viðskiptavini sína í hvítfiskvinnslu í sýningarhúsi fyrirtækisins í Kaupmannahöfn og fylgdist Markaðurinn með málum. Hátt í 170 manns frá allt að þrjátíu löndum sóttu sýninguna sem var nú haldin í fjórða sinn. Sigurður sagði á sýningunni að auka þyrfti matvælaframleiðslu um 50 prósent á næstu 30 árum til að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun jarðarbúa. Verkefnið fram undan væri að sjá til þess að það yrðu til matvæli fyrir allan þennan fjölda fólks. Það væri til að mynda hægt með aukinni nýsköpun sem myndi skila aukinni sjálfvirknivæðingu, bættum afköstum, meiri rekjanleika og sjálfbærni. Aðspurður nefnir hann að á sama tíma og mæta þurfi aukinni eftirspurn eftir fæðu sé matarsóun gríðarstórt vandamál í heiminum. „Við leggjum því, sem fyrr, mikið kapp á að fullnýta fiskinn, í góðu samstarfi við fyrirtæki eins og Sealed Air og G.Mondini, og tryggja að gæðin á honum haldist þar til hann er kominn í hendur neytandans. Þannig getum við stuðlað að minni sóun.“Viðskiptavinir Marels í hvítfiskvinnslu gátu kynnt sér nýjustu tækni í geiranum á sýningu fyrirtækisins í Kaupmannahöfn í síðustu viku. mynd/MarelGögnin leika lykilhlutverk Sigurður tekur fram að allir sem eiga hlut að máli verði að vinna saman. Matvælaframleiðendur geti ekki einir brauðfætt heiminn. „Þeir hafa hráefnið en við höfum tæknina sem þarf til þess að bæta framleiðnina. Af þeim sökum höfum við lagt mikið kapp á að eiga í góðu samstarfi við matvælaframleiðendur. Við höfum verið svo lánsöm að eiga viðskiptavini sem hafa verið óhræddir við að vinna náið með okkur og hleypa okkur til dæmis inn í vinnslurnar og leyfa okkur að umbylta þeim til að auka afköst og framlegð. Þessu fylgir auðvitað mikill kostnaður og áhætta. En þetta samstarf er lykillinn að því sem við erum í dag.“ Sigurður segir Marel vel í stakk búið til þess að færa sér fjórðu iðnbyltinguna í nyt – og vera í fararbroddi hennar – enda hafi fyrirtækið frá upphafi verið leiðandi afl í þróun á hátæknibúnaði. „Stofnendur Marels hugsuðu það sama fyrir hartnær fjörutíu árum og önnur fyrirtæki í iðnaðinum eru að hugsa um í dag. Þetta er því ekkert nýtt fyrir okkur,“ nefnir Sigurður. „Marel hefur alla tíð lagt áherslu á að safna sem mestum gögnum úr vinnsluferlinu til þess að hægt sé að taka réttar ákvarðanir á grundvelli þeirra. Gögnin leika stórt hlutverk.“ Vinnsluvélar Marels eru útbúnar tækjahugbúnaði og þá sér Innova-hugbúnaðurinn um að safna saman gögnum úr hverju skrefi framleiðslunnar. Sigurður útskýrir að samtengdar hugbúnaðarlausnir fyrirtækisins geti nú bæði stýrt og vaktað ferð hráefnisins, ef svo má að orði komast, frá hafi til neytenda. „Vélunum okkar er ekki aðeins stýrt af vélbúnaði, eins og hjá mörgum keppinautum okkar, heldur leikur hugbúnaðurinn stórt hlutverk. Það var til dæmis hlegið að okkur þegar við fórum með fyrstu laxaflökunarvélina á markað því hún var svo lítil og pen. Menn sögðu að við gætum aldrei nýtt hana í alvöru matvælavinnslu. Nú nokkrum árum síðar höfum við þróað ýmiss konar tækni og hugbúnað sem við tengjum við vélina og er nú svo komið að hún er sú vinsælasta sinnar tegundar í heiminum. Á tímabili seldum við níu af hverjum tíu vélum. Þetta sýnir vel hvernig þessi blanda af vél- og hugbúnaði getur veitt okkur samkeppnisforskot.“ Annar kostur við umrædda blöndu vél- og hugbúnaðar, að mati Sigurðar, er það ógrynni gagna sem fyrirtækið býr yfir. „Við búum ekki einungis yfir gögnum úr vélunum heldur jafnframt markaðsgögnum og hráefnisgögnum. Við erum inni í verksmiðjunum og vitum því fyrir víst hvað og hve mikið verið er að framleiða. Gagnamagnið er gríðarmikið.“ Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Sjá meira
Sigurður Ólason, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel, segir að matvælaframleiðendur séu óðum að átta sig á mikilvægi þess að fjárfesta í aukinni sjálfvirknivæðingu ætli þeir sér ekki að dragast aftur úr í samkeppninni. „Viðskiptavinirnir eru búnir að átta sig á því að þeir verða að taka þetta skref. Þetta sé framtíðin,“ nefnir hann í samtali við Markaðinn. Bæði fleygi tækninni fram og þá kalli hár launakostnaður, eins og til dæmis í Noregi og Alaska í Bandaríkjunum, á aukna sjálfvirknivæðingu. „Framleiðendur í Alaska,“ útskýrir Sigurður, „geta til dæmis ekki lengur leyft sér að senda aflann til vinnslu í Kína til þess eins að senda hann aftur til baka fullunninn. Í því felst mikil fjárbinding og gríðarlegt kolefnisfótspor. Sjálfvirknivæðingin gerir framleiðendum einnig kleift að hafa vinnsluna nær uppsprettu fæðunnar og markaðinum.“ Á nýmörkuðum, svo sem í Afríku og Suður-Ameríku, fer eftirspurn eftir gæðum vaxandi sem kallar, að sögn Sigurðar, á betri tækjabúnað. Þar vilji fiskvinnslur hins vegar halda fólki í vinnu og leiti því fremur eftir því að sjálfvirknivæða ákveðna þætti í vinnslunni til þess að viðhalda gæðunum. Áherslan sé þannig ólík eftir því um hvaða markaðssvæði sé að ræða. Marel hélt í síðustu viku sýningu fyrir viðskiptavini sína í hvítfiskvinnslu í sýningarhúsi fyrirtækisins í Kaupmannahöfn og fylgdist Markaðurinn með málum. Hátt í 170 manns frá allt að þrjátíu löndum sóttu sýninguna sem var nú haldin í fjórða sinn. Sigurður sagði á sýningunni að auka þyrfti matvælaframleiðslu um 50 prósent á næstu 30 árum til að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun jarðarbúa. Verkefnið fram undan væri að sjá til þess að það yrðu til matvæli fyrir allan þennan fjölda fólks. Það væri til að mynda hægt með aukinni nýsköpun sem myndi skila aukinni sjálfvirknivæðingu, bættum afköstum, meiri rekjanleika og sjálfbærni. Aðspurður nefnir hann að á sama tíma og mæta þurfi aukinni eftirspurn eftir fæðu sé matarsóun gríðarstórt vandamál í heiminum. „Við leggjum því, sem fyrr, mikið kapp á að fullnýta fiskinn, í góðu samstarfi við fyrirtæki eins og Sealed Air og G.Mondini, og tryggja að gæðin á honum haldist þar til hann er kominn í hendur neytandans. Þannig getum við stuðlað að minni sóun.“Viðskiptavinir Marels í hvítfiskvinnslu gátu kynnt sér nýjustu tækni í geiranum á sýningu fyrirtækisins í Kaupmannahöfn í síðustu viku. mynd/MarelGögnin leika lykilhlutverk Sigurður tekur fram að allir sem eiga hlut að máli verði að vinna saman. Matvælaframleiðendur geti ekki einir brauðfætt heiminn. „Þeir hafa hráefnið en við höfum tæknina sem þarf til þess að bæta framleiðnina. Af þeim sökum höfum við lagt mikið kapp á að eiga í góðu samstarfi við matvælaframleiðendur. Við höfum verið svo lánsöm að eiga viðskiptavini sem hafa verið óhræddir við að vinna náið með okkur og hleypa okkur til dæmis inn í vinnslurnar og leyfa okkur að umbylta þeim til að auka afköst og framlegð. Þessu fylgir auðvitað mikill kostnaður og áhætta. En þetta samstarf er lykillinn að því sem við erum í dag.“ Sigurður segir Marel vel í stakk búið til þess að færa sér fjórðu iðnbyltinguna í nyt – og vera í fararbroddi hennar – enda hafi fyrirtækið frá upphafi verið leiðandi afl í þróun á hátæknibúnaði. „Stofnendur Marels hugsuðu það sama fyrir hartnær fjörutíu árum og önnur fyrirtæki í iðnaðinum eru að hugsa um í dag. Þetta er því ekkert nýtt fyrir okkur,“ nefnir Sigurður. „Marel hefur alla tíð lagt áherslu á að safna sem mestum gögnum úr vinnsluferlinu til þess að hægt sé að taka réttar ákvarðanir á grundvelli þeirra. Gögnin leika stórt hlutverk.“ Vinnsluvélar Marels eru útbúnar tækjahugbúnaði og þá sér Innova-hugbúnaðurinn um að safna saman gögnum úr hverju skrefi framleiðslunnar. Sigurður útskýrir að samtengdar hugbúnaðarlausnir fyrirtækisins geti nú bæði stýrt og vaktað ferð hráefnisins, ef svo má að orði komast, frá hafi til neytenda. „Vélunum okkar er ekki aðeins stýrt af vélbúnaði, eins og hjá mörgum keppinautum okkar, heldur leikur hugbúnaðurinn stórt hlutverk. Það var til dæmis hlegið að okkur þegar við fórum með fyrstu laxaflökunarvélina á markað því hún var svo lítil og pen. Menn sögðu að við gætum aldrei nýtt hana í alvöru matvælavinnslu. Nú nokkrum árum síðar höfum við þróað ýmiss konar tækni og hugbúnað sem við tengjum við vélina og er nú svo komið að hún er sú vinsælasta sinnar tegundar í heiminum. Á tímabili seldum við níu af hverjum tíu vélum. Þetta sýnir vel hvernig þessi blanda af vél- og hugbúnaði getur veitt okkur samkeppnisforskot.“ Annar kostur við umrædda blöndu vél- og hugbúnaðar, að mati Sigurðar, er það ógrynni gagna sem fyrirtækið býr yfir. „Við búum ekki einungis yfir gögnum úr vélunum heldur jafnframt markaðsgögnum og hráefnisgögnum. Við erum inni í verksmiðjunum og vitum því fyrir víst hvað og hve mikið verið er að framleiða. Gagnamagnið er gríðarmikið.“
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Sjá meira