Kawhi Leonard öflugur í fyrsta leik með Toronto | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2018 09:30 Kawhi Leonard er mættur til Kanada. vísir/getty Kawhi Leonard fór mjög vel af stað með sínu nýja liði Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar að liðið lagði Cleveland Cavaliers, 116-114, á heimavelli. Leonard gekk í raðir Raptors frá Spurs í sumar en búist er við að hann verði aðeins eitt tímabil í kandadísku borginni áður en að hann fær risasamning hjá öðru liði fyrir næstu leiktíð. Þessi magnaði körfuboltamaður skoraði 24 stig og tók tólf fráköst í nokkuð öruggum sigri Toronto en Kyle Lowry var stigahæstur heimamanna með 27 stig. Kevon Love skoraði 21 stig fyrir Cleveland sem hefur nú lífið eftir LeBron öðru sinni.Mikil spenna ríkti fyrir leik Phoenix Suns og Dallas Mavericks. Bæði lið þykja spennandi fyrir komandi tímabil; Dallas búið að styrkja liðið vel og Phoenix með ungan og efnilegan hóp. Tveir mest spennandi nýliðar deildarinnar eru í liðunum tveimur; Deandre Ayton í Phoenix sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu og svo Slóveninn Luka Doncic í Dallas sem var valinn þriðji. Doncic varð Evrópumeistari með Real Madrid í vor og kjörinn besti leikmaður Meistaradeildarinnar. Það var Ayton sem að hafði betur en hann skoraði 18 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar í 121-110 sigri heimamanna en Doncic skoraði tíu stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Devin Booker réð lögum og lofum á vellinum en hann skoraði 35 stig fyrir Phoenix.New Orleans Pelicans sýndi svo styrk sinn með flottum útisigri á Houston Rockets, 131-112, en gestirnir skoruðu yfir 30 stig í öllum fjórum leikhlutunum. Stóru mennirnir undir körfunni fóru hamförum en Anthony Davis skoraði 32 stig og tók 16 fráköst og Nikola Mirotic skoraði 30 stig og tók tíu fráköst. Houston-menn réðu ekkert við þá í teignum. Ofur bakvarðatvennan James Harden og Chris Paul höfðu tiltölulega hægt um sig á þeirra mælikvarða en Paul skoraði 19 stig og Harden 18 stig en hann var þó grátlega nálægt þrennu með níu fráköst og tíu stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 112-113 Detroit Pistons - Brooklyn Nets 103-100 Indiana Pacers - Memphis Grizzlies 111-83 Orlando Magic - Miami Heat 104-101 NY Knicks - Atlanta Hawks 126-107 Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 116-104 Houston Rockets - New Orleans Pelicans 112-131 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 112-108 Sacramento Kins - Utah Jazz 123-117 Phoenix Suns - Dallas Mavericks 121-100 LA Clippers - Denver Nuggets 98-107 NBA Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Kawhi Leonard fór mjög vel af stað með sínu nýja liði Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar að liðið lagði Cleveland Cavaliers, 116-114, á heimavelli. Leonard gekk í raðir Raptors frá Spurs í sumar en búist er við að hann verði aðeins eitt tímabil í kandadísku borginni áður en að hann fær risasamning hjá öðru liði fyrir næstu leiktíð. Þessi magnaði körfuboltamaður skoraði 24 stig og tók tólf fráköst í nokkuð öruggum sigri Toronto en Kyle Lowry var stigahæstur heimamanna með 27 stig. Kevon Love skoraði 21 stig fyrir Cleveland sem hefur nú lífið eftir LeBron öðru sinni.Mikil spenna ríkti fyrir leik Phoenix Suns og Dallas Mavericks. Bæði lið þykja spennandi fyrir komandi tímabil; Dallas búið að styrkja liðið vel og Phoenix með ungan og efnilegan hóp. Tveir mest spennandi nýliðar deildarinnar eru í liðunum tveimur; Deandre Ayton í Phoenix sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu og svo Slóveninn Luka Doncic í Dallas sem var valinn þriðji. Doncic varð Evrópumeistari með Real Madrid í vor og kjörinn besti leikmaður Meistaradeildarinnar. Það var Ayton sem að hafði betur en hann skoraði 18 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar í 121-110 sigri heimamanna en Doncic skoraði tíu stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Devin Booker réð lögum og lofum á vellinum en hann skoraði 35 stig fyrir Phoenix.New Orleans Pelicans sýndi svo styrk sinn með flottum útisigri á Houston Rockets, 131-112, en gestirnir skoruðu yfir 30 stig í öllum fjórum leikhlutunum. Stóru mennirnir undir körfunni fóru hamförum en Anthony Davis skoraði 32 stig og tók 16 fráköst og Nikola Mirotic skoraði 30 stig og tók tíu fráköst. Houston-menn réðu ekkert við þá í teignum. Ofur bakvarðatvennan James Harden og Chris Paul höfðu tiltölulega hægt um sig á þeirra mælikvarða en Paul skoraði 19 stig og Harden 18 stig en hann var þó grátlega nálægt þrennu með níu fráköst og tíu stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 112-113 Detroit Pistons - Brooklyn Nets 103-100 Indiana Pacers - Memphis Grizzlies 111-83 Orlando Magic - Miami Heat 104-101 NY Knicks - Atlanta Hawks 126-107 Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 116-104 Houston Rockets - New Orleans Pelicans 112-131 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 112-108 Sacramento Kins - Utah Jazz 123-117 Phoenix Suns - Dallas Mavericks 121-100 LA Clippers - Denver Nuggets 98-107
NBA Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira