Við erum öll tengd Lára G. Sigurðardóttir skrifar 8. október 2018 07:15 Fyrir tæpum 400 árum orti enska ljóðskáldið John Donne „Enginn maður er eyland“ (í þýðingu Halldórs Laxness) og vísaði til þess að við erum öll tengd. Mannkynið sé allt tengt á einn eða annan hátt og dauði eins manns gerir okkur minni því þá sé tekið af mannkyninu sem við tilheyrum. Mér finnst gott að hafa þetta ljóð í huga nú þegar við rifjum upp hrunið sem mótaði okkur öll á einn eða annan hátt fyrir tíu árum. Sumir sluppu ágætlega frá hruninu, sérstaklega ef þeir voru búnir að hugsa fyrir því að koma eignum sínum í skjól. Margir misstu mikið og sumir aleiguna. Og jafnvel æru sína með. Aðrir misstu föður og bróður eins og kom fram í átakanlegu viðtali við unga konu sem var einungis unglingur þegar ósköpin dundu yfir. Við vitum vel að peningar færa okkur ekki sanna hamingju og að þeir sem hafa mest milli handanna geta verið óhamingjusamari en við almúginn. En við vitum líka að fjárhagsáhyggjur eru ávísun á óhamingju. Að ná ekki endum saman og vita ekki hvort maður geti fætt fjölskylduna út mánuðinn eða borgað sjúkrakostnaðinn veldur sársauka sem nístir inn að hjarta. Það væri óskandi að þingmenn hugsuðu eins og John Donne. Að þeir myndu nýta krafta sína í að auka úrræði fyrir þá sem lenda í krísum en ekki auka eymd í samfélaginu með því að hjakkast á að setja vímuefni í búðir. Að þeir myndu hjálpa þeim sem falla að standa aftur upp. Það mun á endanum skila sér í þjóðarbúið. Það að komast í snertingu við hamingjuna skilar sér í betra samfélagi, því eins og skáldið sagði, við erum öll tengd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum 400 árum orti enska ljóðskáldið John Donne „Enginn maður er eyland“ (í þýðingu Halldórs Laxness) og vísaði til þess að við erum öll tengd. Mannkynið sé allt tengt á einn eða annan hátt og dauði eins manns gerir okkur minni því þá sé tekið af mannkyninu sem við tilheyrum. Mér finnst gott að hafa þetta ljóð í huga nú þegar við rifjum upp hrunið sem mótaði okkur öll á einn eða annan hátt fyrir tíu árum. Sumir sluppu ágætlega frá hruninu, sérstaklega ef þeir voru búnir að hugsa fyrir því að koma eignum sínum í skjól. Margir misstu mikið og sumir aleiguna. Og jafnvel æru sína með. Aðrir misstu föður og bróður eins og kom fram í átakanlegu viðtali við unga konu sem var einungis unglingur þegar ósköpin dundu yfir. Við vitum vel að peningar færa okkur ekki sanna hamingju og að þeir sem hafa mest milli handanna geta verið óhamingjusamari en við almúginn. En við vitum líka að fjárhagsáhyggjur eru ávísun á óhamingju. Að ná ekki endum saman og vita ekki hvort maður geti fætt fjölskylduna út mánuðinn eða borgað sjúkrakostnaðinn veldur sársauka sem nístir inn að hjarta. Það væri óskandi að þingmenn hugsuðu eins og John Donne. Að þeir myndu nýta krafta sína í að auka úrræði fyrir þá sem lenda í krísum en ekki auka eymd í samfélaginu með því að hjakkast á að setja vímuefni í búðir. Að þeir myndu hjálpa þeim sem falla að standa aftur upp. Það mun á endanum skila sér í þjóðarbúið. Það að komast í snertingu við hamingjuna skilar sér í betra samfélagi, því eins og skáldið sagði, við erum öll tengd.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar