Prófessor Lars Jonung telur myntráð bestu leiðina fyrir Íslendinga Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júní 2018 18:30 Lars Jonung er prófessor emeritus í hagfræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Hann er einn fremsti fræðimaður í Evrópu í fastgengisstefnu og hefur verið ráðgjafi ríkja sem hafa innleitt slíka peningastefnu. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Lars Jonung, prófessor við Háskólann í Lundi, sem starfshópur ríkisstjórnarinnar um peningastefnu fékk til að vinna álitsgerð fyrir sig telur að fastgengisstefna með svokölluðu myntráði sé besta leiðin fyrir Íslendinga í peningamálum. Starfshópur ríkisstjórnarinnar hafnaði hugmyndum hans. Starfshópurinn fékk Jonung til þess að fjalla um íslenska peningastefnu í norrænum samanburði. Jafnframt því að skoða aðra valmöguleika en verðbólgumarkmið. Jonung telur fastgengisstefnu með myntráði langbesta valkostinn fyrir Íslendinga.„Myntráð er góður kostur því það hefur verið prófað í öðrum löndum með frábærum árangri, Eistlandi, Litháen, Búlgaríu, Hong Kong. Það kemur strax á stöðugleika í peningamálum, stöðugleika á gengi og hægt verður að leysa önnur efnahagsvandamál þegar kominn er á stöðugleiki í peningamálum. Vandamálið á Íslandi síðustu hundrað árin er að þið hafið haft gjaldmiðil sem hefur rýrnað stöðugt. Þið verðið að segja skilið við söguna, segja skilið við fortíðina. Til þess þurfið þið nýja gerð peningakerfis,“ segir Jonung. Endurskoðun starfshópsins gekk út frá þeirri forsendu að krónan verði gjaldmiðill Íslendinga í nánustu framtíð en í honum sátu hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir, Ásgeir Jónsson og Illugi Gunnarsson. Starfshópurinn hafnaði algjörlega tillögu Lars Jonung um myntráð. Meðal annars á þeirri forsendu að hún væri of áhættusöm. „Það að taka hér upp myntráð ógnar fjármálastöðugleika ef að við fylgjum ekki leikreglum. Við teljum að verðbólgumarkmið geti gengið upp hér á Íslandi, alveg eins og það gengur upp í öðrum verðbólgumarkmiðsríkjum, eins og það gengur í Svíþjóð og í Noregi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir.Öll hagstjórn verður auðveldari Jonung segir að öll hagstjórn verði auðveldari með myntráði. Þess má geta að einn stjórnmálaflokkur, Viðreisn, hefur haft myntráð á stefnuskránni. „Með því að hafa myntráð væri auðveldara fyrir ríkisstjórn Íslands að fylgjast með íslenska hagkerfinu og þið fengjuð meiri raunhagvöxt. Eitt vandamál í peningamálasögu Íslands er að hún hefur haldið hagvexti niðri. Þið væruð mun ríkara land með annað peningakerfi en það kerfi sem þið hafið haft síðustu hundrað árin,“ segir Jonung.Ásdís Kristjánsdóttir fór yfir mikilvægustu tillögur starfshópsins í viðtali á Stöð 2 7. júní 2018. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Lars Jonung, prófessor við Háskólann í Lundi, sem starfshópur ríkisstjórnarinnar um peningastefnu fékk til að vinna álitsgerð fyrir sig telur að fastgengisstefna með svokölluðu myntráði sé besta leiðin fyrir Íslendinga í peningamálum. Starfshópur ríkisstjórnarinnar hafnaði hugmyndum hans. Starfshópurinn fékk Jonung til þess að fjalla um íslenska peningastefnu í norrænum samanburði. Jafnframt því að skoða aðra valmöguleika en verðbólgumarkmið. Jonung telur fastgengisstefnu með myntráði langbesta valkostinn fyrir Íslendinga.„Myntráð er góður kostur því það hefur verið prófað í öðrum löndum með frábærum árangri, Eistlandi, Litháen, Búlgaríu, Hong Kong. Það kemur strax á stöðugleika í peningamálum, stöðugleika á gengi og hægt verður að leysa önnur efnahagsvandamál þegar kominn er á stöðugleiki í peningamálum. Vandamálið á Íslandi síðustu hundrað árin er að þið hafið haft gjaldmiðil sem hefur rýrnað stöðugt. Þið verðið að segja skilið við söguna, segja skilið við fortíðina. Til þess þurfið þið nýja gerð peningakerfis,“ segir Jonung. Endurskoðun starfshópsins gekk út frá þeirri forsendu að krónan verði gjaldmiðill Íslendinga í nánustu framtíð en í honum sátu hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir, Ásgeir Jónsson og Illugi Gunnarsson. Starfshópurinn hafnaði algjörlega tillögu Lars Jonung um myntráð. Meðal annars á þeirri forsendu að hún væri of áhættusöm. „Það að taka hér upp myntráð ógnar fjármálastöðugleika ef að við fylgjum ekki leikreglum. Við teljum að verðbólgumarkmið geti gengið upp hér á Íslandi, alveg eins og það gengur upp í öðrum verðbólgumarkmiðsríkjum, eins og það gengur í Svíþjóð og í Noregi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir.Öll hagstjórn verður auðveldari Jonung segir að öll hagstjórn verði auðveldari með myntráði. Þess má geta að einn stjórnmálaflokkur, Viðreisn, hefur haft myntráð á stefnuskránni. „Með því að hafa myntráð væri auðveldara fyrir ríkisstjórn Íslands að fylgjast með íslenska hagkerfinu og þið fengjuð meiri raunhagvöxt. Eitt vandamál í peningamálasögu Íslands er að hún hefur haldið hagvexti niðri. Þið væruð mun ríkara land með annað peningakerfi en það kerfi sem þið hafið haft síðustu hundrað árin,“ segir Jonung.Ásdís Kristjánsdóttir fór yfir mikilvægustu tillögur starfshópsins í viðtali á Stöð 2 7. júní 2018.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun