Kvika lýkur fjármögnun á bresku fjárfestingafélagi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. janúar 2018 09:00 Kvika banki opnaði skrifstofu í Lundúnum á síðasta ári. Vísir/GVA Kvika fjárfestingabanki hefur lokið 17 milljóna punda, jafnvirði 2,4 milljarða króna, fjármögnun á bresku fjárfestingafélagi, OSF II, sem fjárfestir í breskum veðskuldabréfum með veði í fasteignum. Félagið var sett á stofn í samstarfi við breska fasteignalánafélagið Ortus Secured Finance. Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku, segir að verkefnið sé hið fyrsta sinnar tegundar hjá bankanum í Bretlandi eftir að hann opnaði skrifstofu í Lundúnum á síðasta ári. „Við höfum góða reynslu af rekstri sjóða sem þessara. Við rekum allnokkra innlenda veðskuldabréfasjóði og erum nú að útvíkka það til Bretlands í samstarfi við Ortus í þessu tilviki,“ nefnir hann. Hannes segir umfang starfsemi bankans í Bretlandi hafa aukist mikið og að mörg ný og áhugaverð fjárfestingatækifæri séu þar til skoðunar. Breska félagið Ortus var stofnað árið 2013 af fyrrverandi stjórnendum Kaupþings Singer & Friedlander. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, gegndi starfi framkvæmdastjóra hjá félaginu fram til ársins 2015 en hann situr nú í stjórn þess ásamt Örvari Kjærnested fjárfesti sem er jafnframt formaður stjórnar Ortus. Líftími fjárfestingarinnar er fimm ár og er fjárfestingin í breskum pundum. Fjárfestingin var sérhönnuð fyrir fyrst og fremst íslenska viðskiptavini Kviku, en einnig taka nokkrir breskir viðskiptavinir bankans þátt. Hannes Frímann segir áhugann af hálfu fjárfesta hafa verið mikinn.Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku.Vísir/Stefán„Ástæðan er líkast til af tvennum toga. Annars vegar leitast margir innlendir fjárfestar nú eftir því að dreifa áhættu og fjárfesta fyrir utan Ísland og hins vegar eru væntingar um ávöxtun í umræddu verkefni háar þegar horft er til vaxtastigs í Bretlandi. Það lýsir því kannski vel hvað lánamarkaðurinn í Bretlandi er erfiður um þessar mundir að það má ná fram hárri ávöxtun og það í pundum með tryggum fjárfestingum, en veðskuldabréfin eru með veði í fasteignum og oftast á fyrsta veðrétti. Að teknu tilliti til áhættu teljum við þannig að ávöxtunarmöguleikarnir séu góðir,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Kvika fjárfestingabanki hefur lokið 17 milljóna punda, jafnvirði 2,4 milljarða króna, fjármögnun á bresku fjárfestingafélagi, OSF II, sem fjárfestir í breskum veðskuldabréfum með veði í fasteignum. Félagið var sett á stofn í samstarfi við breska fasteignalánafélagið Ortus Secured Finance. Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku, segir að verkefnið sé hið fyrsta sinnar tegundar hjá bankanum í Bretlandi eftir að hann opnaði skrifstofu í Lundúnum á síðasta ári. „Við höfum góða reynslu af rekstri sjóða sem þessara. Við rekum allnokkra innlenda veðskuldabréfasjóði og erum nú að útvíkka það til Bretlands í samstarfi við Ortus í þessu tilviki,“ nefnir hann. Hannes segir umfang starfsemi bankans í Bretlandi hafa aukist mikið og að mörg ný og áhugaverð fjárfestingatækifæri séu þar til skoðunar. Breska félagið Ortus var stofnað árið 2013 af fyrrverandi stjórnendum Kaupþings Singer & Friedlander. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, gegndi starfi framkvæmdastjóra hjá félaginu fram til ársins 2015 en hann situr nú í stjórn þess ásamt Örvari Kjærnested fjárfesti sem er jafnframt formaður stjórnar Ortus. Líftími fjárfestingarinnar er fimm ár og er fjárfestingin í breskum pundum. Fjárfestingin var sérhönnuð fyrir fyrst og fremst íslenska viðskiptavini Kviku, en einnig taka nokkrir breskir viðskiptavinir bankans þátt. Hannes Frímann segir áhugann af hálfu fjárfesta hafa verið mikinn.Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku.Vísir/Stefán„Ástæðan er líkast til af tvennum toga. Annars vegar leitast margir innlendir fjárfestar nú eftir því að dreifa áhættu og fjárfesta fyrir utan Ísland og hins vegar eru væntingar um ávöxtun í umræddu verkefni háar þegar horft er til vaxtastigs í Bretlandi. Það lýsir því kannski vel hvað lánamarkaðurinn í Bretlandi er erfiður um þessar mundir að það má ná fram hárri ávöxtun og það í pundum með tryggum fjárfestingum, en veðskuldabréfin eru með veði í fasteignum og oftast á fyrsta veðrétti. Að teknu tilliti til áhættu teljum við þannig að ávöxtunarmöguleikarnir séu góðir,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira