Kvika lýkur fjármögnun á bresku fjárfestingafélagi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. janúar 2018 09:00 Kvika banki opnaði skrifstofu í Lundúnum á síðasta ári. Vísir/GVA Kvika fjárfestingabanki hefur lokið 17 milljóna punda, jafnvirði 2,4 milljarða króna, fjármögnun á bresku fjárfestingafélagi, OSF II, sem fjárfestir í breskum veðskuldabréfum með veði í fasteignum. Félagið var sett á stofn í samstarfi við breska fasteignalánafélagið Ortus Secured Finance. Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku, segir að verkefnið sé hið fyrsta sinnar tegundar hjá bankanum í Bretlandi eftir að hann opnaði skrifstofu í Lundúnum á síðasta ári. „Við höfum góða reynslu af rekstri sjóða sem þessara. Við rekum allnokkra innlenda veðskuldabréfasjóði og erum nú að útvíkka það til Bretlands í samstarfi við Ortus í þessu tilviki,“ nefnir hann. Hannes segir umfang starfsemi bankans í Bretlandi hafa aukist mikið og að mörg ný og áhugaverð fjárfestingatækifæri séu þar til skoðunar. Breska félagið Ortus var stofnað árið 2013 af fyrrverandi stjórnendum Kaupþings Singer & Friedlander. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, gegndi starfi framkvæmdastjóra hjá félaginu fram til ársins 2015 en hann situr nú í stjórn þess ásamt Örvari Kjærnested fjárfesti sem er jafnframt formaður stjórnar Ortus. Líftími fjárfestingarinnar er fimm ár og er fjárfestingin í breskum pundum. Fjárfestingin var sérhönnuð fyrir fyrst og fremst íslenska viðskiptavini Kviku, en einnig taka nokkrir breskir viðskiptavinir bankans þátt. Hannes Frímann segir áhugann af hálfu fjárfesta hafa verið mikinn.Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku.Vísir/Stefán„Ástæðan er líkast til af tvennum toga. Annars vegar leitast margir innlendir fjárfestar nú eftir því að dreifa áhættu og fjárfesta fyrir utan Ísland og hins vegar eru væntingar um ávöxtun í umræddu verkefni háar þegar horft er til vaxtastigs í Bretlandi. Það lýsir því kannski vel hvað lánamarkaðurinn í Bretlandi er erfiður um þessar mundir að það má ná fram hárri ávöxtun og það í pundum með tryggum fjárfestingum, en veðskuldabréfin eru með veði í fasteignum og oftast á fyrsta veðrétti. Að teknu tilliti til áhættu teljum við þannig að ávöxtunarmöguleikarnir séu góðir,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Sjá meira
Kvika fjárfestingabanki hefur lokið 17 milljóna punda, jafnvirði 2,4 milljarða króna, fjármögnun á bresku fjárfestingafélagi, OSF II, sem fjárfestir í breskum veðskuldabréfum með veði í fasteignum. Félagið var sett á stofn í samstarfi við breska fasteignalánafélagið Ortus Secured Finance. Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku, segir að verkefnið sé hið fyrsta sinnar tegundar hjá bankanum í Bretlandi eftir að hann opnaði skrifstofu í Lundúnum á síðasta ári. „Við höfum góða reynslu af rekstri sjóða sem þessara. Við rekum allnokkra innlenda veðskuldabréfasjóði og erum nú að útvíkka það til Bretlands í samstarfi við Ortus í þessu tilviki,“ nefnir hann. Hannes segir umfang starfsemi bankans í Bretlandi hafa aukist mikið og að mörg ný og áhugaverð fjárfestingatækifæri séu þar til skoðunar. Breska félagið Ortus var stofnað árið 2013 af fyrrverandi stjórnendum Kaupþings Singer & Friedlander. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, gegndi starfi framkvæmdastjóra hjá félaginu fram til ársins 2015 en hann situr nú í stjórn þess ásamt Örvari Kjærnested fjárfesti sem er jafnframt formaður stjórnar Ortus. Líftími fjárfestingarinnar er fimm ár og er fjárfestingin í breskum pundum. Fjárfestingin var sérhönnuð fyrir fyrst og fremst íslenska viðskiptavini Kviku, en einnig taka nokkrir breskir viðskiptavinir bankans þátt. Hannes Frímann segir áhugann af hálfu fjárfesta hafa verið mikinn.Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku.Vísir/Stefán„Ástæðan er líkast til af tvennum toga. Annars vegar leitast margir innlendir fjárfestar nú eftir því að dreifa áhættu og fjárfesta fyrir utan Ísland og hins vegar eru væntingar um ávöxtun í umræddu verkefni háar þegar horft er til vaxtastigs í Bretlandi. Það lýsir því kannski vel hvað lánamarkaðurinn í Bretlandi er erfiður um þessar mundir að það má ná fram hárri ávöxtun og það í pundum með tryggum fjárfestingum, en veðskuldabréfin eru með veði í fasteignum og oftast á fyrsta veðrétti. Að teknu tilliti til áhættu teljum við þannig að ávöxtunarmöguleikarnir séu góðir,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Sjá meira