Ellefu prósent forstjóra í 100 stærstu fyrirtækjum landsins eru konur en 89 prósent karlar. Á sama tíma voru tveir ef hverjum þremur nemendum sem útskrifuðust úr HÍ og HR í fyrra konur en einungis þriðjungur karlar. Þetta sýna tölur sem Capacent hefur tekið saman. Tölurnar benda til þess að eftir því sem ofar er komið í stjórnunarlög fyrirtækja þeim mun hærra sé hlutfall karla.
„Ég held að það séu svo margir þættir sem spila þarna inn í. Til dæmis held ég að menning og fyrirmyndir skipti miklu máli þarna,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent. Hún mun flytja erindi á fundi Capacent og Kauphallarinnar á Hilton Nordica í dag. „Við erum komin með nokkrar mjög sterkar kvenfyrirmyndir en það vantar á miklu fleiri staði og inn í miklu fleiri geira. Það hlýtur líka að eiga stóran þátt í þessu að það er rótgróin menning sem hefur byggst upp í karllægu umhverfi. Konur eiga bara oft erfitt með að aðlagast þar. Svo vilja þær ekkert láta vita af því, heldur fara þær,“ bætir Þórey við.
Þórey segir erfitt að festa hönd á hvað það er í menningunni sem skipti máli. „En það er einmitt það sem við erum að reyna að varpa ljósi á. Um leið og þú getur skilgreint hvað það er þá getum við breytt því. En á meðan við getum ekki skilgreint það er erfitt að ætla að fara að breyta hlutunum,“ segir hún.
Konur í forystu í einungis ellefu prósentum fyrirtækja hér á landi
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Yfir áttatíu prósent farmiða Icelandair keyptir erlendis
Viðskipti innlent




Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði
Viðskipti innlent

Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör
Viðskipti innlent


Vaka stýrir Collab
Viðskipti innlent

„Við erum alls ekki í nokkru stríði“
Viðskipti innlent

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent
Fleiri fréttir
