Söluhagnaður Hreggviðs 1,7 milljarðar króna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. september 2018 08:00 Hreggviður Jónsson, aðaleigandi Veritas Capital. fréttablaðið/gva Hagnaður félags Hreggviðs Jónssonar, forstjóra Veritas Capital og stjórnarformanns Festar, af sölu á 12 prósenta hlut þess í Festi til N1 nemur tæplega 1,7 milljörðum króna. Þetta má lesa út úr nýbirtum ársreikningi Holdors, eignarhaldsfélags Hreggviðs. Hlutur Hreggviðs í samlagshlutafélaginu SF V, eiganda Festar, var metinn á 2.774 milljónir króna í bókum Holdors í lok síðasta árs en tekið er fram í ársreikningnum að virði hlutarins byggi á söluverði smásölukeðjunnar. Til samanburðar greiddi Hreggviður 1.090 milljónir króna fyrir hlutinn árið 2014. Eignarhaldsfélag Holdors hagnaðist alls um 1.861 milljón króna í fyrra en 44 milljóna króna tap varð af rekstri félagsins árið 2016. Hreggviður var stærsti einstaki einkafjárfestirinn í hluthafahópi Festar með 12 prósenta hlut en í kjölfar kaupa N1 á smásölukeðjunni eignast hann um 2,9 prósenta hlut í olíufélaginu að virði um 1,2 milljarðar króna. Er hann þannig stærsti einstaki einkafjárfestirinn í N1. Fram hefur komið í fjölmiðlum að fjárfesting Hreggviðs í SF V hafi verið fjármögnuð með nýjum lánum að fjárhæð 890 milljónir króna á meðan innborgað hlutafé nam 200 milljónum króna. Kaupverð N1 á Festi, sem rak meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko, nam um 23,7 milljörðum króna en N1 tók yfir rekstur keðjunnar 1. september síðastliðinn. Stærsti hluthafi SF V er framtakssjóðurinn SÍA II, í stýringu Stefnis, með 27,4 prósenta hlut. Aðrir hluthafar eru ýmsir lífeyrissjóðir með um 30 prósenta hlut, tryggingafélög og sjóðir með 15 prósent og þá eiga nokkrir einkafjárfestar samanlagt um fjórðungshlut. Þórður Már Jóhannesson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Straums-Burðaráss, fer til að mynda með 6,5 prósenta hlut í SF V og Guðmundur Ásgeirsson, fyrrverandi eigandi Nesskipa, með 3,8 prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Hagnaður félags Hreggviðs Jónssonar, forstjóra Veritas Capital og stjórnarformanns Festar, af sölu á 12 prósenta hlut þess í Festi til N1 nemur tæplega 1,7 milljörðum króna. Þetta má lesa út úr nýbirtum ársreikningi Holdors, eignarhaldsfélags Hreggviðs. Hlutur Hreggviðs í samlagshlutafélaginu SF V, eiganda Festar, var metinn á 2.774 milljónir króna í bókum Holdors í lok síðasta árs en tekið er fram í ársreikningnum að virði hlutarins byggi á söluverði smásölukeðjunnar. Til samanburðar greiddi Hreggviður 1.090 milljónir króna fyrir hlutinn árið 2014. Eignarhaldsfélag Holdors hagnaðist alls um 1.861 milljón króna í fyrra en 44 milljóna króna tap varð af rekstri félagsins árið 2016. Hreggviður var stærsti einstaki einkafjárfestirinn í hluthafahópi Festar með 12 prósenta hlut en í kjölfar kaupa N1 á smásölukeðjunni eignast hann um 2,9 prósenta hlut í olíufélaginu að virði um 1,2 milljarðar króna. Er hann þannig stærsti einstaki einkafjárfestirinn í N1. Fram hefur komið í fjölmiðlum að fjárfesting Hreggviðs í SF V hafi verið fjármögnuð með nýjum lánum að fjárhæð 890 milljónir króna á meðan innborgað hlutafé nam 200 milljónum króna. Kaupverð N1 á Festi, sem rak meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko, nam um 23,7 milljörðum króna en N1 tók yfir rekstur keðjunnar 1. september síðastliðinn. Stærsti hluthafi SF V er framtakssjóðurinn SÍA II, í stýringu Stefnis, með 27,4 prósenta hlut. Aðrir hluthafar eru ýmsir lífeyrissjóðir með um 30 prósenta hlut, tryggingafélög og sjóðir með 15 prósent og þá eiga nokkrir einkafjárfestar samanlagt um fjórðungshlut. Þórður Már Jóhannesson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Straums-Burðaráss, fer til að mynda með 6,5 prósenta hlut í SF V og Guðmundur Ásgeirsson, fyrrverandi eigandi Nesskipa, með 3,8 prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira