Eimskip mun hefja siglingar beint til Gdynia í Póllandi og Klaipeda í Litháen, en siglingarnar verða tímabundnar og standa yfir á meðan makrílvertíðin stendur yfir.
Í tilkynningu frá Eimskip segir að sigla eigi fjórar ferðir til Gdynia og Klaipeda með makríl.
„Umsvif Íslendinga í Eystrasaltslöndunum og Póllandi hafa aukist undanfarin ár. Fyrirtæki og einstaklingar hafa aukið inn- og útflutning til og frá Eystrasaltslöndum, m.a. hefur uppsjávarfiskur verið fluttur til Póllands og Litháen.
Nú sjá innflytjendur aukin tækifæri á hagstæðum viðskiptum í þessum löndum. Helstu vöruflokkar sem Íslendingar hafa sýnt áhuga eru bygginga- og matvara,“ segir í tilkynningunni.
Sigla beint til Póllands og Litháens með makríl
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent

Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent

Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife
Viðskipti innlent



Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent


Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum
Viðskipti innlent

Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi
Viðskipti innlent